Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sálarbylgjan skellur á

Danska söng­kon­an Eif kem­ur fram í Nor­ræna hús­inu með fjög­urra manna hljóm­sveit í janú­ar. Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur hljóm­sveit­in ver­ið að vinna með sál­ar­full­an bræð­ing raf­tón­list­ar og hlið­rænn­ar tón­list­ar sem Eif hlakk­ar til að kynna fyr­ir Ís­lend­ing­um.

Sálarbylgjan skellur á

Fyrir rúmlega tveimur árum var Ann-Sofie Rokbøl á leiðinni með flugi til Kanada. Á löngu fluginu fór hún að spjalla við manninn í sætinu við hliðina á henni, sem reyndist vera frá Íslandi. Það átti eftir að verða afdrifaríkt samtal. „Á milli þess sem við töluðum saman sváfum við á öxl hvort annars. Ég var á leiðinni til Kanada til að læra og eftir fyrstu önnina hittumst við í New York og fórum svo til Reykjavíkur saman. Þar hófst ástarsamband mitt við Ísland. Ég varð ástfangin af borginni, lista- og tónlistarsenunni, tungumálinu og náttúrunni. Ég hef oft komið til Íslands síðan og það hefur verið mér mikill innblástur. Fyrst þegar ég kom hugsaði ég með mér að það yrði stórkostlegt að fara á tónleikaferðalag til Íslands einhvern tímann. Nú er loksins að verða af því,“ segir Ann-Sofie, sem ber listamannsnafnið Eif. Á laugardagskvöldi í janúar ætlar hún að halda tónleika í Norræna húsinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár