„Þetta er auðvitað augljóst brot á jafnréttis- og mannauðsstefnu Ríkisútvarpsins,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi stjórnarformaður Ríkisútvarpsins í samtali við Stundina um uppsagnir dagskrárgerðarmannanna Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríðar St. Stephensen. Hún segist hafa skrifað útvarpsstjóra bréf fyrir helgi og staðið í þeirri trú að um mistök væri að ræða.
„Það hvarflaði ekki að mér að svona væri gengið fram með vitund og vilja útvarpsstjóra. Á dauða mínum átti ég von frekar en að þetta yrðu vinnubrögðin sem boðið væri upp á af nýjum stjórnendum Ríkisútvarpsins, sem gagnrýndu einmitt harðlega sams konar vinnubrögð í tíð Páls Magnússonar.“
Athugasemdir