Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Danskur blaðamaður ósáttur við íslenskan fjölmiðil: „Ég hata hálfvita, sem stela án þess að skammast sín“

Jakob Sheikh, blaða­mað­ur Politiken í Dan­mörku, fer hörð­um orð­um um Eyj­una.is og seg­ist óska fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu dauða. Grein hans var birt nán­ast orð­rétt á Eyj­unni án þess að greitt væri fyr­ir vinn­una.

Danskur blaðamaður ósáttur við íslenskan fjölmiðil: „Ég hata hálfvita, sem stela án þess að skammast sín“
Útgefandi Eyjunnar Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi og aðaleigandi Vefpressunnar, sem gefur út Eyjuna.is.

Blaðamaður danska blaðsins Politiken, Jakob Sheikh, er ósáttur við það sem hann nefnir „ritstuld“ íslensks fjölmiðils, Eyjunnar.is. Hann fer hörðum orðum um miðilinn á Facebook.

Grein Jakobs um hvernig ungt fólk breytist í öfgamenn og gengur til liðs við baráttu Íslamska ríkisins var birt nánast í orðréttri þýðingu á Eyjunni í september í fyrra. Samkvæmt fullyrðingu Jakobs neituðu forsvarsmenn Eyjunnar beiðni lögmanna hans um að taka greinina út. 

„Vanalega er ég glaður þegar útlenskir fjölmiðlar byggja á sögu sem ég hef skrifað. Bara ekki þegar þeir stela vinnunni minni – orð fyrir orð – án þess að borga fyrir notkun á höfundarréttvörðu efni. Frá síðasta hausti hefur vinnuveitandi minn, Politiken, og nokkrir lögfræðingar til dæmis staðið í baráttu við þennan íslenska skítamiðil til að fá hann til að borga fyrir að nota þessa grein sem ég skrifaði – eða í minnsta lagi að fá þá til að taka hana af síðunni þeirra. 

„Mér finnst þetta mál skipta máli fyrir umræðuna um fjölmiðla framtíðarinnar“

Venjulega stend ég ekki í þess lags orrustum, en mér finnst þetta mál skipta máli fyrir umræðuna um fjölmiðla framtíðarinnar. Því hér er það sem Íslendingarnir segja um þjófnaðinn á minni vinnu: „Við vitum vel að við stelum vinnunni þinni án þess að borga fyrir það. En þú getur ekki komið á eftir okkur. Það er of mikið vesen. Og við vitum það vel. Þetta er hluti af viðskiptamódelinu okkar.“

Við höfum nú sleppt málinu – það var ekki erfiðisins virði, er mér sagt. En ég hata hálfvita, sem stela án þess að skammast sín. Megi fjölmiðlafyrirtækið ykkar hrynja til grunna eins hratt og mögulegt er.“

Eyjan.is er gefin út af Vefpressunni ehf. Samkvæmt upplýsingum frá Eyjunni er verið að fara yfir málið. Undir greininni hefur því hins vegar verið bætt við að hún byggi á grein Jakobs sem birt var í Politiken. 

Uppfært kl. 12.25. 

Í athugasemd frá ritstjóra Eyjunnar, Magnúsi Geir Eyjólfssyni, segir að birting greinarinnar hafi verið mistök blaðamanns, greinin hafi verið fjarlægð af vefnum og Jakob beðinn afsökunnar. „Ég er sammála Jakobi að þarna hafi verið gengið of langt og þetta skrifast einfaldlega á mistök blaðamanns á sínum tíma, sem í stað þess að endursegja fréttina líkt og íslenskir fjölmiðlar hafa gert árum saman einfaldlega tekur hana orðrétt upp. Þetta er einstakt tilfelli og alls ekki í samræmi við okkar starfsvenjur. Við tökum gagnrýni Jakobs mjög alvarlega og höfum bæði fjarlægt greinina af vefnum og beðið hann persónulega afsökunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár