Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Danskur blaðamaður ósáttur við íslenskan fjölmiðil: „Ég hata hálfvita, sem stela án þess að skammast sín“

Jakob Sheikh, blaða­mað­ur Politiken í Dan­mörku, fer hörð­um orð­um um Eyj­una.is og seg­ist óska fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu dauða. Grein hans var birt nán­ast orð­rétt á Eyj­unni án þess að greitt væri fyr­ir vinn­una.

Danskur blaðamaður ósáttur við íslenskan fjölmiðil: „Ég hata hálfvita, sem stela án þess að skammast sín“
Útgefandi Eyjunnar Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi og aðaleigandi Vefpressunnar, sem gefur út Eyjuna.is.

Blaðamaður danska blaðsins Politiken, Jakob Sheikh, er ósáttur við það sem hann nefnir „ritstuld“ íslensks fjölmiðils, Eyjunnar.is. Hann fer hörðum orðum um miðilinn á Facebook.

Grein Jakobs um hvernig ungt fólk breytist í öfgamenn og gengur til liðs við baráttu Íslamska ríkisins var birt nánast í orðréttri þýðingu á Eyjunni í september í fyrra. Samkvæmt fullyrðingu Jakobs neituðu forsvarsmenn Eyjunnar beiðni lögmanna hans um að taka greinina út. 

„Vanalega er ég glaður þegar útlenskir fjölmiðlar byggja á sögu sem ég hef skrifað. Bara ekki þegar þeir stela vinnunni minni – orð fyrir orð – án þess að borga fyrir notkun á höfundarréttvörðu efni. Frá síðasta hausti hefur vinnuveitandi minn, Politiken, og nokkrir lögfræðingar til dæmis staðið í baráttu við þennan íslenska skítamiðil til að fá hann til að borga fyrir að nota þessa grein sem ég skrifaði – eða í minnsta lagi að fá þá til að taka hana af síðunni þeirra. 

„Mér finnst þetta mál skipta máli fyrir umræðuna um fjölmiðla framtíðarinnar“

Venjulega stend ég ekki í þess lags orrustum, en mér finnst þetta mál skipta máli fyrir umræðuna um fjölmiðla framtíðarinnar. Því hér er það sem Íslendingarnir segja um þjófnaðinn á minni vinnu: „Við vitum vel að við stelum vinnunni þinni án þess að borga fyrir það. En þú getur ekki komið á eftir okkur. Það er of mikið vesen. Og við vitum það vel. Þetta er hluti af viðskiptamódelinu okkar.“

Við höfum nú sleppt málinu – það var ekki erfiðisins virði, er mér sagt. En ég hata hálfvita, sem stela án þess að skammast sín. Megi fjölmiðlafyrirtækið ykkar hrynja til grunna eins hratt og mögulegt er.“

Eyjan.is er gefin út af Vefpressunni ehf. Samkvæmt upplýsingum frá Eyjunni er verið að fara yfir málið. Undir greininni hefur því hins vegar verið bætt við að hún byggi á grein Jakobs sem birt var í Politiken. 

Uppfært kl. 12.25. 

Í athugasemd frá ritstjóra Eyjunnar, Magnúsi Geir Eyjólfssyni, segir að birting greinarinnar hafi verið mistök blaðamanns, greinin hafi verið fjarlægð af vefnum og Jakob beðinn afsökunnar. „Ég er sammála Jakobi að þarna hafi verið gengið of langt og þetta skrifast einfaldlega á mistök blaðamanns á sínum tíma, sem í stað þess að endursegja fréttina líkt og íslenskir fjölmiðlar hafa gert árum saman einfaldlega tekur hana orðrétt upp. Þetta er einstakt tilfelli og alls ekki í samræmi við okkar starfsvenjur. Við tökum gagnrýni Jakobs mjög alvarlega og höfum bæði fjarlægt greinina af vefnum og beðið hann persónulega afsökunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár