Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Danskur blaðamaður ósáttur við íslenskan fjölmiðil: „Ég hata hálfvita, sem stela án þess að skammast sín“

Jakob Sheikh, blaða­mað­ur Politiken í Dan­mörku, fer hörð­um orð­um um Eyj­una.is og seg­ist óska fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu dauða. Grein hans var birt nán­ast orð­rétt á Eyj­unni án þess að greitt væri fyr­ir vinn­una.

Danskur blaðamaður ósáttur við íslenskan fjölmiðil: „Ég hata hálfvita, sem stela án þess að skammast sín“
Útgefandi Eyjunnar Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi og aðaleigandi Vefpressunnar, sem gefur út Eyjuna.is.

Blaðamaður danska blaðsins Politiken, Jakob Sheikh, er ósáttur við það sem hann nefnir „ritstuld“ íslensks fjölmiðils, Eyjunnar.is. Hann fer hörðum orðum um miðilinn á Facebook.

Grein Jakobs um hvernig ungt fólk breytist í öfgamenn og gengur til liðs við baráttu Íslamska ríkisins var birt nánast í orðréttri þýðingu á Eyjunni í september í fyrra. Samkvæmt fullyrðingu Jakobs neituðu forsvarsmenn Eyjunnar beiðni lögmanna hans um að taka greinina út. 

„Vanalega er ég glaður þegar útlenskir fjölmiðlar byggja á sögu sem ég hef skrifað. Bara ekki þegar þeir stela vinnunni minni – orð fyrir orð – án þess að borga fyrir notkun á höfundarréttvörðu efni. Frá síðasta hausti hefur vinnuveitandi minn, Politiken, og nokkrir lögfræðingar til dæmis staðið í baráttu við þennan íslenska skítamiðil til að fá hann til að borga fyrir að nota þessa grein sem ég skrifaði – eða í minnsta lagi að fá þá til að taka hana af síðunni þeirra. 

„Mér finnst þetta mál skipta máli fyrir umræðuna um fjölmiðla framtíðarinnar“

Venjulega stend ég ekki í þess lags orrustum, en mér finnst þetta mál skipta máli fyrir umræðuna um fjölmiðla framtíðarinnar. Því hér er það sem Íslendingarnir segja um þjófnaðinn á minni vinnu: „Við vitum vel að við stelum vinnunni þinni án þess að borga fyrir það. En þú getur ekki komið á eftir okkur. Það er of mikið vesen. Og við vitum það vel. Þetta er hluti af viðskiptamódelinu okkar.“

Við höfum nú sleppt málinu – það var ekki erfiðisins virði, er mér sagt. En ég hata hálfvita, sem stela án þess að skammast sín. Megi fjölmiðlafyrirtækið ykkar hrynja til grunna eins hratt og mögulegt er.“

Eyjan.is er gefin út af Vefpressunni ehf. Samkvæmt upplýsingum frá Eyjunni er verið að fara yfir málið. Undir greininni hefur því hins vegar verið bætt við að hún byggi á grein Jakobs sem birt var í Politiken. 

Uppfært kl. 12.25. 

Í athugasemd frá ritstjóra Eyjunnar, Magnúsi Geir Eyjólfssyni, segir að birting greinarinnar hafi verið mistök blaðamanns, greinin hafi verið fjarlægð af vefnum og Jakob beðinn afsökunnar. „Ég er sammála Jakobi að þarna hafi verið gengið of langt og þetta skrifast einfaldlega á mistök blaðamanns á sínum tíma, sem í stað þess að endursegja fréttina líkt og íslenskir fjölmiðlar hafa gert árum saman einfaldlega tekur hana orðrétt upp. Þetta er einstakt tilfelli og alls ekki í samræmi við okkar starfsvenjur. Við tökum gagnrýni Jakobs mjög alvarlega og höfum bæði fjarlægt greinina af vefnum og beðið hann persónulega afsökunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár