Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Danskt varðskip eltir grænlenskan togara í tengslum við leitina að Birnu

Ís­lensk yf­ir­völd hafa ósk­að eft­ir að­stoð frá danska sjó­hern­um í tengsl­um við leit­ina að Birnu Brjáns­dótt­ur. Tal­ið er að skip­verj­ar um borð í tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq hafi leigt rauða Kia Rio-bif­reið sem lög­regl­an hef­ur leit­að að. Skip­ið fór frá höfn á laug­ar­dag­inn.

Danskt varðskip eltir grænlenskan togara í tengslum við leitina að Birnu
HDMS Triton Danska varðskipið siglir í humátt á eftir Polar Nanoq. Mynd: Photographer:Eddie Leonard

Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir aðstoð frá danska sjóhernum í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur. Þetta segja heimildir Stundarinnar en samkvæmt þeim hefur nú dönsku varðskipi verið stefnt að grænlenska togaranum Polar Nanoq sem fór frá Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöldið.

Talið er að grænlenskir skipverjar um borð tengist rauðri Kia Rio-bifreið sem lögreglan hefur leitað að í tengslum við hvarf Birnu aðfaranótt laugardags. Eiga þeir að hafa leigt bifreið af sömu tegund af Bílaleigu Akureyrar á föstudeginum og skilað henni á laugardeginum. Togarinn fór síðan úr höfn eins og áður segir á laugardagskvöld.

Skipstjórinn á Polar Nanoq staðfestir í samtali við Stundina að skipið sé nú á leið til Íslands.

Siglingaleið grænlenska togarans
Siglingaleið grænlenska togarans Á vefnum MarineTraffic.com má fylgjast með skipaumferð víða um heim. Ef litið er á grænlenska togarann Polar Nanoq kemur í ljós að vefurinn staðsetur skipið síðast fyrir þrettán klukkutímum. Hér má sjá siglingaleið skipsins frá því það lagði frá Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöldið.

Nákvæm staðsetning ekki fyrir hendi

Danska varðskipið HDMS Triton nálgast nú grænlenska togarann. Ekki er vitað um nákvæma staðsetningu togarans eða varðskipsins eða hvort þeir hafi yfir höfuð náð sambandi við grænlensku áhafnarmeðlimina. Ef litið er á vefinn MarineTraffic.com sem heldur utan um skipaumferð víða um heim má sjá að vefurinn staðsetur grænlenska togarann síðast fyrir rúmum þrettán klukkutímum en þá stefndi það hraðbyri á grænlenska lögsugu.

Þess ber að geta að lögreglan telur að skór sem fundust í Hafnarfjarðarhöfn séu skórnir sem Birna gekk í kvöldið sem hún hvarf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár