Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dæmdur kynferðisbrotamaður ákærður fyrir morðhótun í garð lögreglumanns

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hóta að láta drepa lög­reglu­mann. Hann var á skil­orði vegna kyn­ferð­is­brots gegn 14 ára stúlku þeg­ar at­vik­ið átti sér stað.

Dæmdur kynferðisbrotamaður ákærður fyrir morðhótun í garð lögreglumanns
Dæmdur Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Mynd þessi var birt á vefnum stondumsaman.is þar sem barnaníðingar eru mynd- og nafnbirtir.

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa hótað lögreglumanni að hann yrði drepinn.

Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa kýlt þennan sama lögreglumann. Þegar atvikið átti sér stað var maðurinn á skilorði vegna kynferðisbrots gegn barni. „Í kjölfar þess að ákærði var handtekinn að Njálsgötu 65 í Reykjavík, í lögreglubifreið á leið að lögreglustöðinni við Hverfisgötu, hótað lögreglumanninum [X], með því að segja að hann gæti látið drepa lögreglumanninn og með því að hafa ráðist með ofbeldi á [X] skömmu eftir að ákærði hafði verið færður í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hverfisgötu með því að slá [X] hnefahöggi sem lenti á hægri öxl hans og með því að sparka í hægra hné [X],“ segir í ákæru.

Atvikið átti sér stað á aðfaranótt Þorláksmessu árið 2014 en í október það sama ár staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanninum.

Hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni en hann veittist kynferðislega að 14 ára stúlku í strætisvagni árið 2011. Maðurinn fékk 8 mánaða skilorðsbundin dóm vegna þess.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár