Dæmdur kynferðisbrotamaður ákærður fyrir morðhótun í garð lögreglumanns

Karl­mað­ur á fer­tugs­aldri hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hóta að láta drepa lög­reglu­mann. Hann var á skil­orði vegna kyn­ferð­is­brots gegn 14 ára stúlku þeg­ar at­vik­ið átti sér stað.

Dæmdur kynferðisbrotamaður ákærður fyrir morðhótun í garð lögreglumanns
Dæmdur Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Mynd þessi var birt á vefnum stondumsaman.is þar sem barnaníðingar eru mynd- og nafnbirtir.

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa hótað lögreglumanni að hann yrði drepinn.

Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa kýlt þennan sama lögreglumann. Þegar atvikið átti sér stað var maðurinn á skilorði vegna kynferðisbrots gegn barni. „Í kjölfar þess að ákærði var handtekinn að Njálsgötu 65 í Reykjavík, í lögreglubifreið á leið að lögreglustöðinni við Hverfisgötu, hótað lögreglumanninum [X], með því að segja að hann gæti látið drepa lögreglumanninn og með því að hafa ráðist með ofbeldi á [X] skömmu eftir að ákærði hafði verið færður í fangaklefa í lögreglustöðinni við Hverfisgötu með því að slá [X] hnefahöggi sem lenti á hægri öxl hans og með því að sparka í hægra hné [X],“ segir í ákæru.

Atvikið átti sér stað á aðfaranótt Þorláksmessu árið 2014 en í október það sama ár staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanninum.

Hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni en hann veittist kynferðislega að 14 ára stúlku í strætisvagni árið 2011. Maðurinn fékk 8 mánaða skilorðsbundin dóm vegna þess.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár