Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Dæmd til að greiða 750 þúsund krónur

Ás­gerð­ur Jóna Flosa­dótt­ir krot­aði á bíl ná­granna síns og tap­aði meið­yrða­máli gegn Reyni Trausta­syni

Dæmd til að greiða 750 þúsund krónur

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, tapaði í dag meiðyrðamáli sínu gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV. Hún var dæmd til að greiða allan lögfræðikostnað Reynis, eða um 750 þúsund krónur.

Ásgerður stefndi Reyni persónulega fyrir frétt sem birtist í DV í júlí árið 2013 þar sem nágrannar hennar sögðu hana hafa tússað á bíla. Þar var haft eftir Sverri Tómasi Bjarnasyni, nágranna Ásgerðar og viðmælanda DV, að hún hafi verið kærð fyrir eignaspjöll en hún krotaði „einkastæði“ á glugga og spegla bílsins.

Lögmaður Ásgerðar Jónu,Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hélt því fram fyrir dómi að hún hafi ekki verið kærð formlega heldur hafi lögreglu aðeins verið tilkynnt um eignaspjöllin. Vilhjálmur hélt því sömuleiðis fram að Ásgerður væri ekki opinber persóna. Katrín Smári Ólafsdóttir, lögmaður Reynis Traustasonar, mótmælti því að hún væri opinber persóna með þeim rökum að hún hafi stigið inn í kastljós fjölmiðla þegar hún tók við stöð formanns Fjölskylduhjálpar Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár