Dæmd til að greiða 750 þúsund krónur

Ás­gerð­ur Jóna Flosa­dótt­ir krot­aði á bíl ná­granna síns og tap­aði meið­yrða­máli gegn Reyni Trausta­syni

Dæmd til að greiða 750 þúsund krónur

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, tapaði í dag meiðyrðamáli sínu gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV. Hún var dæmd til að greiða allan lögfræðikostnað Reynis, eða um 750 þúsund krónur.

Ásgerður stefndi Reyni persónulega fyrir frétt sem birtist í DV í júlí árið 2013 þar sem nágrannar hennar sögðu hana hafa tússað á bíla. Þar var haft eftir Sverri Tómasi Bjarnasyni, nágranna Ásgerðar og viðmælanda DV, að hún hafi verið kærð fyrir eignaspjöll en hún krotaði „einkastæði“ á glugga og spegla bílsins.

Lögmaður Ásgerðar Jónu,Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hélt því fram fyrir dómi að hún hafi ekki verið kærð formlega heldur hafi lögreglu aðeins verið tilkynnt um eignaspjöllin. Vilhjálmur hélt því sömuleiðis fram að Ásgerður væri ekki opinber persóna. Katrín Smári Ólafsdóttir, lögmaður Reynis Traustasonar, mótmælti því að hún væri opinber persóna með þeim rökum að hún hafi stigið inn í kastljós fjölmiðla þegar hún tók við stöð formanns Fjölskylduhjálpar Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár