Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Dæmd til að greiða 750 þúsund krónur

Ás­gerð­ur Jóna Flosa­dótt­ir krot­aði á bíl ná­granna síns og tap­aði meið­yrða­máli gegn Reyni Trausta­syni

Dæmd til að greiða 750 þúsund krónur

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, tapaði í dag meiðyrðamáli sínu gegn Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra DV. Hún var dæmd til að greiða allan lögfræðikostnað Reynis, eða um 750 þúsund krónur.

Ásgerður stefndi Reyni persónulega fyrir frétt sem birtist í DV í júlí árið 2013 þar sem nágrannar hennar sögðu hana hafa tússað á bíla. Þar var haft eftir Sverri Tómasi Bjarnasyni, nágranna Ásgerðar og viðmælanda DV, að hún hafi verið kærð fyrir eignaspjöll en hún krotaði „einkastæði“ á glugga og spegla bílsins.

Lögmaður Ásgerðar Jónu,Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hélt því fram fyrir dómi að hún hafi ekki verið kærð formlega heldur hafi lögreglu aðeins verið tilkynnt um eignaspjöllin. Vilhjálmur hélt því sömuleiðis fram að Ásgerður væri ekki opinber persóna. Katrín Smári Ólafsdóttir, lögmaður Reynis Traustasonar, mótmælti því að hún væri opinber persóna með þeim rökum að hún hafi stigið inn í kastljós fjölmiðla þegar hún tók við stöð formanns Fjölskylduhjálpar Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár