Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bylting á Beauty tips: „Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn“

Stelp­ur á Beauty tips mót­mæla þögg­un um kyn­ferð­is­legt of­beldi. Deila per­sónu­legri reynslu.

Bylting á Beauty tips: „Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn“
Drusluganga Tilgangur Druslugöngunnar er að uppræta kynferðisofbeldi og skila skömminni. Mynd: Pressphotos

Sannkölluð bylting á sér stað í lokaða stelpuhópnum Beauty tips á Facebook. Þar hrúgast nú inn persónulegar frásagnir af kynferðislegu ofbeldi undir myllumerkinu #þöggun. „Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn heima hjá mér. Ári seinni kærði ég hann,“ segir einn meðlimur hópsins. „Mér var nauðgað af maka með vakandi barnið okkar í fanginu,“ segir önnur. 

Tildrög þessarar flóðbylgju var færsla Guðrúnar Helgu Guðbjartsdóttur sem spurði á dögunum hvort einhver hafði „lent í Sveini Andra“. Stundin fjallaði um þá færslu í fyrradag. Guðrún er vinkona Rebekku Rósinberg, tvítugrar stúlku sem kom fram í viðtali við DV í fyrra og sagði frá því að hún hefði kært Svein Andra Sveinsson lögmann, fyrir tælingu. Málið var fellt niður. Nú vill hún reyna aftur og safnar reynslusögum af lögmanninum á Facebook-hópnum Beauty tips til sönnunar fyrir nýrri kæru gegn Sveini Andra. Stundin ræddi við Rebekku sem sagðist himinlifandi yfir viðbrögðunum meðlima Beauty tips. „Það er bara byrjuð bylting á Beauty tips. Það eru allir farnir að berjast gegn þöggun undir hashtaginu #þöggun og deila sögum sínum sem þær hafa lent í. Ég var bara „vá“ þegar ég sá þetta,“ segir Rebekka.

#þöggun Tweets

Rödd okkar versti óvinur ofbeldis

María Rut Kristinsdóttir
María Rut Kristinsdóttir María Rut sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu uppeldisföður síns þegar hún var 17 ára. Hún hafði þá þagað í sex ár.

Beauty tips er vettvangur tæplega 25 þúsund kvenna á Íslandi til þess að leita ráða og ræða ýmisleg málefni. Meðal þeirra sem tjáir sig um málið í  dag er María Rut Kristinsdóttir, einn skipuleggjandi Druslugöngunnar og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Stelpur!! Ég sit hérna með tárin í augunum yfir öllum sögunum ykkar. ‪#‎þöggun‬ og ‪#‎konurtala‬ er 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár