Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bylting á Beauty tips: „Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn“

Stelp­ur á Beauty tips mót­mæla þögg­un um kyn­ferð­is­legt of­beldi. Deila per­sónu­legri reynslu.

Bylting á Beauty tips: „Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn“
Drusluganga Tilgangur Druslugöngunnar er að uppræta kynferðisofbeldi og skila skömminni. Mynd: Pressphotos

Sannkölluð bylting á sér stað í lokaða stelpuhópnum Beauty tips á Facebook. Þar hrúgast nú inn persónulegar frásagnir af kynferðislegu ofbeldi undir myllumerkinu #þöggun. „Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn heima hjá mér. Ári seinni kærði ég hann,“ segir einn meðlimur hópsins. „Mér var nauðgað af maka með vakandi barnið okkar í fanginu,“ segir önnur. 

Tildrög þessarar flóðbylgju var færsla Guðrúnar Helgu Guðbjartsdóttur sem spurði á dögunum hvort einhver hafði „lent í Sveini Andra“. Stundin fjallaði um þá færslu í fyrradag. Guðrún er vinkona Rebekku Rósinberg, tvítugrar stúlku sem kom fram í viðtali við DV í fyrra og sagði frá því að hún hefði kært Svein Andra Sveinsson lögmann, fyrir tælingu. Málið var fellt niður. Nú vill hún reyna aftur og safnar reynslusögum af lögmanninum á Facebook-hópnum Beauty tips til sönnunar fyrir nýrri kæru gegn Sveini Andra. Stundin ræddi við Rebekku sem sagðist himinlifandi yfir viðbrögðunum meðlima Beauty tips. „Það er bara byrjuð bylting á Beauty tips. Það eru allir farnir að berjast gegn þöggun undir hashtaginu #þöggun og deila sögum sínum sem þær hafa lent í. Ég var bara „vá“ þegar ég sá þetta,“ segir Rebekka.

#þöggun Tweets

Rödd okkar versti óvinur ofbeldis

María Rut Kristinsdóttir
María Rut Kristinsdóttir María Rut sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu uppeldisföður síns þegar hún var 17 ára. Hún hafði þá þagað í sex ár.

Beauty tips er vettvangur tæplega 25 þúsund kvenna á Íslandi til þess að leita ráða og ræða ýmisleg málefni. Meðal þeirra sem tjáir sig um málið í  dag er María Rut Kristinsdóttir, einn skipuleggjandi Druslugöngunnar og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Stelpur!! Ég sit hérna með tárin í augunum yfir öllum sögunum ykkar. ‪#‎þöggun‬ og ‪#‎konurtala‬ er 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár