Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bundin og fáklædd kona sögð jólaskraut hjá ölstofu í Kópavogi

Face­book-aug­lýs­ing Ridd­ar­ans Öl­stofu í Kópa­vogi vek­ur hörð við­brögð og er krá­in sök­uð um að ala á kyn­bundnu of­beldi. Krá­in birt­ir mynd af fá­klæddri, kefl­aðri konu og lík­ir henni við jóla­skraut. „Þetta er ógeðs­legt ég hef aldrei ver­ið jafn pirr­uð út í aug­lýs­ingu,“ skrif­ar gagn­rýn­andi.

Bundin og fáklædd kona sögð jólaskraut hjá ölstofu í Kópavogi

Facebook-deiling Riddarans Ölstofu í Kópavogi hefur vakið hörð viðbrögð en kráin deildi í fyrradag mynd af fáklæddri konu í jólasveinabúning, bundinni með reipi og með límband yfir munninum.

„Hey ... Við erum búin að opna á þessum fallega og frískandi mánudegi ... Gleðistundin er byrjuð ... og jólin að klárast,“ skrifar kráin við færsluna.

Hörð gagnrýni birtist á myndbirtinguna í athugasemdum við færsluna. Alba Rós spyr í athugasemd hver sé tilgangurinn með því að birta slíka mynd í auglýsingarskyni. „Nú það er einfaldlega svo..að jólin eru að klárast, þá bindum við þetta allt saman. Hvort sem um flókið jólaskraut er að ræða eða bara þetta einfalda,“ svarar kráin.

Ásta Marteins spyr á móti hvort manneskjan sé jólaskrautið í þessari lýsingu. „Ja, hún kom við og skemmti gestum þessi elska. En aðventan var sérstaklega skemmtileg hjá okkur á Riddara við fengum svo marga skemmtilega viðskiptavini og skemmtikrafta. En jólin voru tekin niður í dag og nú er hversdagsleikinn tekinn við með fótboltaveislu og fullt af ísköldum bjór. Tölum nú ekki um allt fallega fólkið sem dettur inn,“ svarar Riddarinn.

Í kjölfarið á þessu svari gera margir athugasemd við færsluna. „Pointið var ábyggilega til að reyna að fá sem fæstar konur til sín, þeim á riddaranum finnst kynbundið ofbeldi nefnilega rosalega fyndið,“ skrifar til að mynda Una Geirdís Flosadóttir. Því hafnar Riddarinn og segir kynbundið ofbeldi ekki eiga sér stað á Riddaranum heldur „bara fótbolti og fallegt fólk. Þessi jólasveinastelpa var bara að sýna okkur töfrabragð jólana“.

Fjölmargir lýsa vanþóknun sinni á færslu Riddarans. „Að binda konu og líma fyrir munninn á henni er ekki bara taktlaust, siðlaust og niðurlægjandi heldur kallast það ofbeldi. Þið ættuð að skammast ykkar!“ skrifar til að mynda Eyrún Viktorsdóttir. Ísak Jónsson lýsir því yfir að hann muni ekki stunda viðskipti við krána aftur. „Þetta er ógeðslegt ég hef aldrei verið jafn pirruð út í auglýsingu,“ skrifar Gréta Þórunn Rúnarsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár