Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bundin og fáklædd kona sögð jólaskraut hjá ölstofu í Kópavogi

Face­book-aug­lýs­ing Ridd­ar­ans Öl­stofu í Kópa­vogi vek­ur hörð við­brögð og er krá­in sök­uð um að ala á kyn­bundnu of­beldi. Krá­in birt­ir mynd af fá­klæddri, kefl­aðri konu og lík­ir henni við jóla­skraut. „Þetta er ógeðs­legt ég hef aldrei ver­ið jafn pirr­uð út í aug­lýs­ingu,“ skrif­ar gagn­rýn­andi.

Bundin og fáklædd kona sögð jólaskraut hjá ölstofu í Kópavogi

Facebook-deiling Riddarans Ölstofu í Kópavogi hefur vakið hörð viðbrögð en kráin deildi í fyrradag mynd af fáklæddri konu í jólasveinabúning, bundinni með reipi og með límband yfir munninum.

„Hey ... Við erum búin að opna á þessum fallega og frískandi mánudegi ... Gleðistundin er byrjuð ... og jólin að klárast,“ skrifar kráin við færsluna.

Hörð gagnrýni birtist á myndbirtinguna í athugasemdum við færsluna. Alba Rós spyr í athugasemd hver sé tilgangurinn með því að birta slíka mynd í auglýsingarskyni. „Nú það er einfaldlega svo..að jólin eru að klárast, þá bindum við þetta allt saman. Hvort sem um flókið jólaskraut er að ræða eða bara þetta einfalda,“ svarar kráin.

Ásta Marteins spyr á móti hvort manneskjan sé jólaskrautið í þessari lýsingu. „Ja, hún kom við og skemmti gestum þessi elska. En aðventan var sérstaklega skemmtileg hjá okkur á Riddara við fengum svo marga skemmtilega viðskiptavini og skemmtikrafta. En jólin voru tekin niður í dag og nú er hversdagsleikinn tekinn við með fótboltaveislu og fullt af ísköldum bjór. Tölum nú ekki um allt fallega fólkið sem dettur inn,“ svarar Riddarinn.

Í kjölfarið á þessu svari gera margir athugasemd við færsluna. „Pointið var ábyggilega til að reyna að fá sem fæstar konur til sín, þeim á riddaranum finnst kynbundið ofbeldi nefnilega rosalega fyndið,“ skrifar til að mynda Una Geirdís Flosadóttir. Því hafnar Riddarinn og segir kynbundið ofbeldi ekki eiga sér stað á Riddaranum heldur „bara fótbolti og fallegt fólk. Þessi jólasveinastelpa var bara að sýna okkur töfrabragð jólana“.

Fjölmargir lýsa vanþóknun sinni á færslu Riddarans. „Að binda konu og líma fyrir munninn á henni er ekki bara taktlaust, siðlaust og niðurlægjandi heldur kallast það ofbeldi. Þið ættuð að skammast ykkar!“ skrifar til að mynda Eyrún Viktorsdóttir. Ísak Jónsson lýsir því yfir að hann muni ekki stunda viðskipti við krána aftur. „Þetta er ógeðslegt ég hef aldrei verið jafn pirruð út í auglýsingu,“ skrifar Gréta Þórunn Rúnarsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár