Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Grínisti birtir þátt um Ísland - kynnir hótel Hreiðars Más

Hót­el Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar fær góða land­kynn­ingu í þætt­in­um Tra­vel Man. Einn þekkt­asti grín­isti Bret­lands, Rich­ard Ayoa­de, er þátta­stjórn­andi og seg­ir hann Ís­land hafa eft­ir­heimsenda ásýnd.

Grínisti birtir þátt um Ísland - kynnir hótel Hreiðars Más
Travel man Ayode fer í Bláa lónið. Mynd: Channel 4

Einn þekktasti grínisti Bretlands, Richard Ayoade, dvelur á Ísland í tvo sólarhringa í einum þætti þáttaraðarinnar Travel Man. Þættirnir eru sýndir á Channel 4. Landsmenn ættu helst að kannast við hann úr þáttunum IT Crowd og  Gadget Man sem sýndir voru á RÚV. Í hverjum þætti Travel Man ferðast hann um nýtt land með öðrum grínista en með honum í Íslandsför var Jessica Hynes, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Spaced. Þáttinn um Ísland má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Richard spyr Jessicu hvernig Íslandi kom henni fyrir fyrstu sjónir á Reykjanesbrautinni. „Það er ekki mikið af byggingum hérna,“ segir hún og Richard tekur undir og segir að vissulega sé ekki mikið um háhýsi á Reykjanesinu.

Neyta hákarls og brennivíns
Neyta hákarls og brennivíns Ayoade og Hynes borða íslenskan mat.

Tvíeykið fer því næst á Ion Hotel sem er í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem nú situr á Kvíabryggju vegna dóms fyrir markaðsmisnotkun. Ekki er hægt að segja annað en hótelið fái góða kynningu en mörg skot eru af því bæði innan og utan. Richard lýsir enn fremur landslaginu sem og í eftirheimsenda (e. post-apocalyptic) verki. Hótelið er á Nesjavöllum og var nýverið gerbreytt í lúxushótel. Tug milljóna króna tap varð á rekstri hótelsins árið 2013.

Þá smakka þau meðal annars hákarl og brennivín. „Þetta bragðast bæði hræðilega,“ segir Richard.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár