Einn þekktasti grínisti Bretlands, Richard Ayoade, dvelur á Ísland í tvo sólarhringa í einum þætti þáttaraðarinnar Travel Man. Þættirnir eru sýndir á Channel 4. Landsmenn ættu helst að kannast við hann úr þáttunum IT Crowd og Gadget Man sem sýndir voru á RÚV. Í hverjum þætti Travel Man ferðast hann um nýtt land með öðrum grínista en með honum í Íslandsför var Jessica Hynes, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Spaced. Þáttinn um Ísland má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Richard spyr Jessicu hvernig Íslandi kom henni fyrir fyrstu sjónir á Reykjanesbrautinni. „Það er ekki mikið af byggingum hérna,“ segir hún og Richard tekur undir og segir að vissulega sé ekki mikið um háhýsi á Reykjanesinu.
Tvíeykið fer því næst á Ion Hotel sem er í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem nú situr á Kvíabryggju vegna dóms fyrir markaðsmisnotkun. Ekki er hægt að segja annað en hótelið fái góða kynningu en mörg skot eru af því bæði innan og utan. Richard lýsir enn fremur landslaginu sem og í eftirheimsenda (e. post-apocalyptic) verki. Hótelið er á Nesjavöllum og var nýverið gerbreytt í lúxushótel. Tug milljóna króna tap varð á rekstri hótelsins árið 2013.
Þá smakka þau meðal annars hákarl og brennivín. „Þetta bragðast bæði hræðilega,“ segir Richard.
Athugasemdir