Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Grínisti birtir þátt um Ísland - kynnir hótel Hreiðars Más

Hót­el Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar fær góða land­kynn­ingu í þætt­in­um Tra­vel Man. Einn þekkt­asti grín­isti Bret­lands, Rich­ard Ayoa­de, er þátta­stjórn­andi og seg­ir hann Ís­land hafa eft­ir­heimsenda ásýnd.

Grínisti birtir þátt um Ísland - kynnir hótel Hreiðars Más
Travel man Ayode fer í Bláa lónið. Mynd: Channel 4

Einn þekktasti grínisti Bretlands, Richard Ayoade, dvelur á Ísland í tvo sólarhringa í einum þætti þáttaraðarinnar Travel Man. Þættirnir eru sýndir á Channel 4. Landsmenn ættu helst að kannast við hann úr þáttunum IT Crowd og  Gadget Man sem sýndir voru á RÚV. Í hverjum þætti Travel Man ferðast hann um nýtt land með öðrum grínista en með honum í Íslandsför var Jessica Hynes, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Spaced. Þáttinn um Ísland má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Richard spyr Jessicu hvernig Íslandi kom henni fyrir fyrstu sjónir á Reykjanesbrautinni. „Það er ekki mikið af byggingum hérna,“ segir hún og Richard tekur undir og segir að vissulega sé ekki mikið um háhýsi á Reykjanesinu.

Neyta hákarls og brennivíns
Neyta hákarls og brennivíns Ayoade og Hynes borða íslenskan mat.

Tvíeykið fer því næst á Ion Hotel sem er í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem nú situr á Kvíabryggju vegna dóms fyrir markaðsmisnotkun. Ekki er hægt að segja annað en hótelið fái góða kynningu en mörg skot eru af því bæði innan og utan. Richard lýsir enn fremur landslaginu sem og í eftirheimsenda (e. post-apocalyptic) verki. Hótelið er á Nesjavöllum og var nýverið gerbreytt í lúxushótel. Tug milljóna króna tap varð á rekstri hótelsins árið 2013.

Þá smakka þau meðal annars hákarl og brennivín. „Þetta bragðast bæði hræðilega,“ segir Richard.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár