Grimmd ISIS á sér enga hliðstæðu í nútímahernaði. Liðsmenn samtakanna þykja enn öfgafyllri og hættulegri en liðsmenn al Kaída, en samtökin eru ríkustu hryðjuverkasamtök heims. Í gegnum Facebook og Twitter laða þau til sín ungmenni á Vesturlöndum og talið er að á þriðja hundrað ungmenna frá Norðurlöndum hafi farið til Sýrlands og Írak.
Undanfarna mánuði hafa hryðjuverkasamtökin ISIS verið mikið í fréttum en í júní á síðasta ári lýstu þau yfir sjálfstæðu ríki á landssvæðum í Írak og Sýrlandi. Hið Íslamska ríki, eða Islamic State, vísar til Levant svæðisins sem teygir anga sína suður frá Egyptalandi til Tyrklands í norðri. Upphaf hryðjuverkasamtakanna má rekja allt aftur til ársins 2003 þegar innrás Bandaríkjanna í Írak steypti Saddam Hussein af valdastóli. Þá strax voru myndaðar vígasveitir herskárra og bókstafstrúaðra Íslamista undir merkjum al Kaída. Á ýmsu hefur gengið á undanförnum áratug en ISIS hefur klofið sig frá fyrrnefndum samtökum og meira að …
Athugasemdir