Íris Ósk Ingadóttir borgar töluvert minna fyrir 180 fermetra einbýlishús á Hólmavík en hún gerði fyrir fimmtíu fermetra stúdentaíbúð í Reykjavík. Að loknu háskólanámi sá hún sér ekki fært að búa tveimur börnum sínum öruggt heimili á höfuðborgarsvæðinu og flutti því tímabundið út á land til þess að safna sér fyrir útborgun í íbúð.
Á síðustu árum hefur Íris Ósk, ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, búið í fimmtíu fermetra stúdentaíbúð. Afborganirnar af 180 fermetra einbýlishúsinu á Hólmavík, þar sem fjölskyldan býr núna, eru lægri en leigan á stúdentagörðunum. „Ég útskrifaðist úr háskólanum í sumar og maðurinn minn ákvað á sama tíma að hætta í námi,“ segir Íris Ósk í samtali við Stundina. „Við stóðum því svolítið á gati og vissum ekki hvað við áttum að gera því við áttum engan sparnað. Það eina sem stóð okkur í raun til boða
Athugasemdir