Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Blóð í bílnum: Annar þeirra handteknu með sakaferil í Grænlandi

Ann­ar þeirra tveggja skip­verja á græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, sem hand­tek­inn var og sit­ur nú í gæslu­varð­haldi vegna hvarfs Birnu Brjáns­dótt­ur, hef­ur áð­ur ver­ið dæmd­ur fyr­ir fíkni­efnam­is­ferli í Græn­landi. Blóð fannst í rauðri Kia Rio-bíla­leigu­bif­reið sem þessi sami mað­ur hafði til um­ráða.

Blóð í bílnum: Annar þeirra handteknu með sakaferil í Grænlandi
Sést á öryggismyndavél Ökumaður rauða Kia Rio-bílaleigubifreiðarinnar sem lögreglan leitaði að og hefur nú haldlagt sást greinilega á upptökum úr öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn.

Grænlenskur karlmaður á þrítugsaldri, sem situr nú í gæsluvarðhaldi á Litla hrauni vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, hefur hlotið dóm á Grænlandi fyrir fíkniefnamisferli. Um er að ræða sama karlmann og lögregluna grunar að hafi ekið rauðri Kia Rio–bílaleigubifreið aðfaranótt laugardagsins 14.janúar, sömu nótt og Birna hvarf sporlaust.

Bifreiðin sést greinilega á upptökum úr öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn. Upptökurnar eru sagðar þær skýrustu sem til eru en þar sá lögreglan til dæmis bílnúmer bifreiðarinnar sem varð til þess að hún lagði hald á rauða Kia Rio í Kópavogi. Bifreiðin var leigð hjá Bílaleigu Akureyrar.

Lögreglan telur sig vita hver var undir stýri umrætt kvöld en mennirnir tveir sjást koma saman á bílaleigubílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Þeir sjást báðir stíga út og ræða saman í nokkra stund fyrir utan rauða Kia Rio-bílaleigubílinn áður en annar þeirra fer um borð og hinn ekur í burtu. 

Birna sést aldrei á öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn.

Hefur áður brotið af sér

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var sami maður og lögreglan telur að hafi verið undir stýri umrædda nótt kærður fyrir kynferðisbrot. Sú kæra náði hins vegar aldrei svo langt að hún yrði tekin fyrir hjá dómsstólum í Grænlandi. Dómurinn sem maðurinn fékk í Grænlandi snýr að sölu fíkniefna samkvæmt heimildum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk þessar upplýsingar um sakaferil hjá grænlenskum stjórnvöldum en utanríkisráðuneyti Grænlands hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum undanfarna daga.  Grænlendingar eru slegnir yfir hvarfi Birnu og óttast að málið kunni að hafa áhrif á annars gott og farsælt vináttusamband þjóðanna. 

„Fylgst er náið með málinu á Grænlandi og vonast hér allir til þess að það verði leyst sem fyrst. Hugur og hjörtu Grænlendinga eru hjá aðstandendum Birnu og þeirra sem eiga um sárt að binda vegna málsins,“ segir heimildarmaður Stundarinnar sem staddur er í Nuuk á Grænlandi.

Veist þú hver ekur þessum bíl?
Veist þú hver ekur þessum bíl? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24.

Aðskilja blóð frá hreinsiefnum

Þá hefur lögreglan staðfest að blóð hafi fundist í rauðu Kia Rio-bílaleigubifreiðinni sem skipverjinn hafði á leigu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var reynt að þrífa blóðblettinn úr bifreiðinni áður en henni var skilað en það hafi sést við rannsókn tæknideildar lögreglu. Hreinsiefni sem var notað í bílaleigubifreiðinni kom einnig upp við rannsókn tæknideildarinnar.

Samkvæmt sömu heimildum er búið að taka efnisbút úr bílaleigubifreiðinni og senda út til rannsóknar. Þar mun fara fram svokallað aðskiljunarferli en þá eru hreinsiefnin, sem notuð voru í bifreiðinni, aðskilin blóði svo hægt sé að rannsaka það nánar.

Mikið reynir á björgunarsveitir
Mikið reynir á björgunarsveitir Framundan er umfangsmesta leit björgunarsveita landsins í manna minnum en þá verður leitað á 2.500 ferkílómetrasvæði. Hér voru björgunarsveitarmenn á leið til leitar við Hafnarfjarðarhöfn, á sama tíma og Polar Nanoq sigldi inn í höfnina.

Umfangsmesta leit allra tíma

Björgunarsveitir Landsbjargar undirbúa eina stærstu og umfangsmestu leit í manna minnum í fyrramálið. Þær munu leita að Birnu Brjánsdóttur á um 2.500 ferkílómetrasvæði um helgina. Leitarsvæðið markast af Borgarfirði, Selfossi og Reykjanesi. Áhersla verður lögð á vegslóða við Kúagerði. Blaðamaður Stundarinnar keyrði umræddan vegslóða í gærkvöldi en hann er stórgrýttur og erfiður yfirferðar í þessu færi.

Lögreglan biður alla þá sem telja sig hafa upplýsingar um hvarf Birnu að hafa samband í síma 444-1000.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
3
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.
Leyniupptakan á Edition-hótelinu: „Við höfum enn tíma eftir kosningarnar“
5
Fréttir

Leyniupp­tak­an á Ed­iti­on-hót­el­inu: „Við höf­um enn tíma eft­ir kosn­ing­arn­ar“

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar lýsti því í lok októ­ber að ef ekki næð­ist að gefa út hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­ar væri vel hægt að gera það á með­an aðr­ir flokk­ar reyndu að mynda rík­is­stjórn. Það gerð­ist í gær þeg­ar Bjarni Bene­dikts­son gaf út leyfi til hval­veiða sem lif­ir þá rík­is­stjórn sem tek­ur næst við völd­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
1
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
6
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár