Sumarið 1976 var um fátt annað talað á Íslandi en Geirfinns- og Guðmundarmálin. Þessi mál áttu það sameiginlegt að tveir menn, Geirfinnur Einarsson og Guðmundur Einarsson, hurfu sporlaust með nokkru millibili. Lögreglan var ráðþrota. Síðdegisblöðin, Dagblaðið og Vísir sögðu stöðugt fréttir af framvindu málsins og þeirri ringulreið sem ríkti. Þjóðþekktir einstaklingar höfðu verið handteknir, grunaðir um að eiga aðild að hvarfi mannanna.
Sjáandi og rannsakandi
Örvænting íslenskra yfirvalda tók á sig ýmsar myndir. Hollenskur sjáandi, Gerard Croiset, var fenginn til þess að finna líkin án þess að það skilaði árangri. Þá var gripið til þess að fá þýskan lögregluforingja á eftirlaunum,
Athugasemdir