Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Björt framtíð útilokar ekki hægri stjórn

Við­reisn lýs­ir and­stöðu við stjórn með Pír­öt­um. Ótt­ar Proppé, formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ist ekki vilja úti­loka neitt.

Björt framtíð útilokar ekki hægri stjórn
Viðreisnarstjórn með Bjartri framtíð? Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson fylgjast með úrslitum kosninganna í nótt. Mynd: Pressphotos

Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, útilokar ekki hægri stjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Flest önnur ríkisstjórnarmynstur hafa verið útilokuð í umræðum fyrir og eftir kosningar.

Benedikt Jóhannesson hefur í raun útilokað möguleikann á fimm flokka stjórn stjórnarandstöðuflokkanna. „Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Ég held að það væri á skjön við úrslit kosninganna,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Stöð 2 í hádeginu.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur þá bæði lýst andstöðu sinni við að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Pírötum, og því stendur eftir að mynda stjórn með VG eða Bjartri framtíð, ásamt Sjálfstæðisflokki. Þar sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segist ekki vilja ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, hafa möguleikarnir þrengst. Björt framtíð er hins vegar opin fyrir öllu.

Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hélt öllu opnu í umræðum formanna á Stöð 2 í hádeginu. „Málefnalega hafa þessir flokkar verið ansi langt í sundur. En það er ekki ástæða til að útiloka neitt fyrirfram.“

VG vill ekki Sjálfstæðisflokkinn

Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki vilja samstarf við Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningar og endurtók það eftir kosningar. Hún sagðist helst vilja stjórn minnihlutans á Alþingi: „En það virðist ekki í spil­un­um. Við höf­um líka sagt að við telj­um nán­ast enga mál­efna­lega sam­leið með okk­ur og Sjálf­stæðismönn­um og það hef­ur ekk­ert breyst í því. Eins og ég er búin að segja, þetta eru þeir flokk­ar sem standa lengst frá hvor öðrum í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Við sjá­um ekki fyr­ir okk­ur slíkt sam­starf.“

Tæp Viðreisnarstjórn með Bjartri framtíð

Hins vegar hægt að mynda tæpa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Slík ríkisstjórn væri tæp, með aðeins 32 þingmenn gegn 31 þingmanni stjórnarandstöðu, með sama meirihluta og Nýsköpunarstjórnin 1944 til 1947 og Viðreisnarstjórnin 1963 til 1971, sem samsett var af hægri og vinstri flokki, Sjálfstæðis- og Aþýðuflokki. Allir flokkarnir þrír eru í kringum miðju eða hægra megin við hana í efnahagslegu tilliti. Helsti ágreiningurinn gæti legið í sjávarútvegsmálum, þar sem Viðreisn hafði talað fyrir uppboði á aflaheimildum, en Sjálfstæðisflokkurinn staðið harður gegn því. Þá falla stefnur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ágætlega saman. Í þeirri ríkisstjórn hefur enginn útilokað samstarf við annan, ólíkt flestum öðrum mögulegum ríkisstjórnarsamstörfum. 

Hér er fjallað nánar um möguleg ríkisstjórnarmynstur.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu