Björt framtíð útilokar ekki hægri stjórn

Við­reisn lýs­ir and­stöðu við stjórn með Pír­öt­um. Ótt­ar Proppé, formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, seg­ist ekki vilja úti­loka neitt.

Björt framtíð útilokar ekki hægri stjórn
Viðreisnarstjórn með Bjartri framtíð? Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson fylgjast með úrslitum kosninganna í nótt. Mynd: Pressphotos

Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, útilokar ekki hægri stjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Flest önnur ríkisstjórnarmynstur hafa verið útilokuð í umræðum fyrir og eftir kosningar.

Benedikt Jóhannesson hefur í raun útilokað möguleikann á fimm flokka stjórn stjórnarandstöðuflokkanna. „Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Ég held að það væri á skjön við úrslit kosninganna,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Stöð 2 í hádeginu.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur þá bæði lýst andstöðu sinni við að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Pírötum, og því stendur eftir að mynda stjórn með VG eða Bjartri framtíð, ásamt Sjálfstæðisflokki. Þar sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segist ekki vilja ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, hafa möguleikarnir þrengst. Björt framtíð er hins vegar opin fyrir öllu.

Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hélt öllu opnu í umræðum formanna á Stöð 2 í hádeginu. „Málefnalega hafa þessir flokkar verið ansi langt í sundur. En það er ekki ástæða til að útiloka neitt fyrirfram.“

VG vill ekki Sjálfstæðisflokkinn

Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki vilja samstarf við Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningar og endurtók það eftir kosningar. Hún sagðist helst vilja stjórn minnihlutans á Alþingi: „En það virðist ekki í spil­un­um. Við höf­um líka sagt að við telj­um nán­ast enga mál­efna­lega sam­leið með okk­ur og Sjálf­stæðismönn­um og það hef­ur ekk­ert breyst í því. Eins og ég er búin að segja, þetta eru þeir flokk­ar sem standa lengst frá hvor öðrum í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Við sjá­um ekki fyr­ir okk­ur slíkt sam­starf.“

Tæp Viðreisnarstjórn með Bjartri framtíð

Hins vegar hægt að mynda tæpa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Slík ríkisstjórn væri tæp, með aðeins 32 þingmenn gegn 31 þingmanni stjórnarandstöðu, með sama meirihluta og Nýsköpunarstjórnin 1944 til 1947 og Viðreisnarstjórnin 1963 til 1971, sem samsett var af hægri og vinstri flokki, Sjálfstæðis- og Aþýðuflokki. Allir flokkarnir þrír eru í kringum miðju eða hægra megin við hana í efnahagslegu tilliti. Helsti ágreiningurinn gæti legið í sjávarútvegsmálum, þar sem Viðreisn hafði talað fyrir uppboði á aflaheimildum, en Sjálfstæðisflokkurinn staðið harður gegn því. Þá falla stefnur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ágætlega saman. Í þeirri ríkisstjórn hefur enginn útilokað samstarf við annan, ólíkt flestum öðrum mögulegum ríkisstjórnarsamstörfum. 

Hér er fjallað nánar um möguleg ríkisstjórnarmynstur.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár