Björt framtíð: „Ekki spennandi“ ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum

Ótt­arr Proppé virð­ist ekki vilja hægri­stjórn með Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en úti­lok­ar hana ekki.

Björt framtíð: „Ekki spennandi“ ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum
Óttar Proppé Formaður Bjartrar framtíðar. Mynd: Kristinn Magnússon

 „Ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum er ekki neitt sérstaklega spennandi kostur,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um möguleikann á 32 þingmanna hægri stjórn. Hann segir ansi langt á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í „mjög mörgum málum.“

Óttarr Proppé, sem leiðir Bjarta framtíð í Kraganum, bíður nú átekta en formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, er á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni var spurður við komuna á Bessastaði hvort hann myndi vilja ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð. „Ég ætla að ræða við alla,“ sagði Bjarni.

„Ekki neitt sérstaklega spennandi“

Óttarr Proppé segir í samtali við Stundina að ekkert sé að gerast. „Ekki mín megin“. Hann er ekki spenntur fyrir hægri stjórn. 

Er Björt framtíð opin fyrir ríkisstjórnarmyndun með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum?

„Ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum er ekki neitt sérstaklega spennandi kostur. Það er ansi langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum fyrir utan hvað það væri þröngur meirihluti. En miðað við það sem undan er gengið þá þyrfti það að vera í ansi strífri stöðu ef það ætti að vera einhver möguleiki að ná saman málefnalega.“

En hver er þá óskastaða Bjartrar framtíðar?

„Það er erfitt að segja til. Þetta er svo þröng staða. Við höfum talað fyrir því að við myndum gjarnan vilja sjá einhvern vísi að samstarfi yfir miðjuna, hvort það væri þetta fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að. Eins og ég segi þá er erfitt að segja til um það en það færi í raun og veru eftir því hvaða áherslur og málefni menn geta náð saman um.“

Ríkisstjórn frá hægri til vinstri?

Eftir stendur að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað ríkisstjórn með Vinstri grænum og þriðja flokki.

Viku fyrir kosningar sagði Katrín að hún hefði ekki umboð frá flokki sínum til að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

„Nei, mín afstaða er í samræmi við þá stefnu sem mín hreyfing hefur tekið og samþykkti meira að segja í ályktun fyrr á þessu ári um að við sjáum fyrir okkur að ef stjórnarandstöðuflokkarnir fái til þess umboð eigi þeir að mynda hér ríkisstjórn að loknum kosningum.“

Þá hefur Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, því sem næst útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Vera kann að samstarf af þessu tagi hafi einhvern tíma verið á dagskrá hér fyrr á árum. Hins vegar er það óhugsandi við núverandi kringumstæður eftir aðdraganda kosninganna, uppljóstranirnar úr Panama-skjölunum og viðbrögð forystumanna stjórnarflokkanna. Þetta hljóta allir að sjá.“

Viðreisn útilokar tvo möguleika

Benedikt Jóhannesson útilokaði fyrir kosningar að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Benedikt hefur líka sagt að hann vilji síður fimm flokka ríkisstjórn með Vinstri grænum, Pírötum, Bjartri framtíð og Samfylkingunni. 

Píratar hafa hins vegar boðist til að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði aðeins 21 þingmann. 

Óttarr segist ekki geta lesið mikið í stöðuna. „Nei, ég er í svipaðri stöðu og þú. Maður reiknar með því annað hvort að það sé einhver trú á því að Bjarni geti myndað stjórn eða hreinlega að forsetinn hafi ákveðið að láta hann byrja. Get ekk lesið meira í það.“

Eftir stendur því sá möguleiki að Vinstri grænir endurskoði afstöðu sína til samstarfs með Sjálfstæðisflokknum og fari í ríkisstjórn ásamt Bjartri framtíð eða Viðreisn. En miðað við svör Óttarrs er ekki enn útilokað að Björt framtíð myndi hægri stjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki ef aðstæður bjóða ekki upp á annað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár