„Það truflar mig ekkert þótt einhverjir telji lítið vit í dulrænum hæfileikum Þórhalls Guðmundssonar vinar míns. Þetta er frjálst og upplýst samfélag. Þúsundir Íslendinga vita hins vegar af eigin reynslu miklu betur en svo,“ skrifar Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunar, DV og þáttastjórnandi á Stöð 2 á Facebook um þá útreið sem Þórhallur Guðmundsson miðill fékk í þættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Talsverðar umræður urðu á Facebook um samskipti miðlanna og þáttastjórnanda Bresta. Fjölmargir tóku upp hanskann fyrir miðilinn en aðrir töldu þetta vera svik. Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson rak miðilinn hvað eftir annað á gat og ekkert samband náðist við andaheima. Þórhallur reyndi ítrekað að finna snertiflöt við látin ættmenni ,,Tobba“ en án árangurs. Fréttamaðurinn fékk síðan Sindra Guðjónsson, formann Vantrúar, til að lýsa aðferðaþræði miðilisins sem var afgreidd sem blekking. Sagði hann að blekkingarnar væru ekki alltaf með ráðnum hug. „En þetta eru alltaf svik,“ sagði Sindri.
Athugasemdir