Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Björn Ingi kemur Þórhalli miðli til varnar

„Þús­und­ir Ís­lend­inga vita bet­ur.“ Þór­hall­ur Guð­munds­son mið­ill var tek­inn fyr­ir í Brest­um. Átti í erf­ið­leik­um með að ná sam­bandi við Þor­björn Þórð­ar­son. Spá­mið­ill á leyniupp­töku.

Björn Ingi kemur Þórhalli miðli til varnar
Miðillinn Þórhallur Guðmundsson miðill átti í erfiðleikum með fréttamann Stöðvar 2. Mynd: Stöð 2

„Það truflar mig ekkert þótt einhverjir telji lítið vit í dulrænum hæfileikum Þórhalls Guðmundssonar vinar míns. Þetta er frjálst og upplýst samfélag. Þúsundir Íslendinga vita hins vegar af eigin reynslu miklu betur en svo,“ skrifar Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunar, DV og þáttastjórnandi á Stöð 2 á Facebook um þá útreið sem Þórhallur Guðmundsson miðill fékk í þættinum Brestum á Stöð 2 í gærkvöldi.

Talsverðar umræður urðu á Facebook um samskipti miðlanna og þáttastjórnanda Bresta. Fjölmargir tóku upp hanskann fyrir miðilinn en aðrir töldu þetta vera svik. Fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson rak miðilinn hvað eftir annað á gat og ekkert samband náðist við andaheima. Þórhallur reyndi ítrekað að finna snertiflöt við látin ættmenni ,,Tobba“ en án árangurs. Fréttamaðurinn fékk síðan Sindra Guðjónsson, formann Vantrúar, til að lýsa aðferðaþræði miðilisins sem var afgreidd sem blekking. Sagði hann að blekkingarnar væru ekki alltaf með ráðnum hug. „En þetta eru alltaf svik,“ sagði Sindri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Miðlar

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár