Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni fær stjórnarmyndunarumboðið: „Fullur vilji til að ræða við Framsóknarflokkinn“

Bjarni Bene­dikts­son fékk stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið eft­ir fund með Guðna Th. Jó­hann­es­syni for­seta Ís­lands í morg­un. Hann hef­ur fram yf­ir helgi til að mynda rík­is­stjórn. Bjarni úti­lok­ar eng­an flokk, en seg­ir rík­is­stjórn A, C og D mjög knappa. Þá seg­ir hann full­an vilja til að ræða við Fram­sókn­ar­flokk­inn um mynd­un rík­is­stjórn­ar.

Bjarni fær stjórnarmyndunarumboðið: „Fullur vilji til að ræða við Framsóknarflokkinn“

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson bðaði Bjarna Benediktson, formanna Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund á Bessastöðum í dag kl. 11. Þar var honum veitt stjórnarmyndunarumboðið. Að loknum fundi þeirra ræddi forseti við fjölmiðla. Þar sagði hann vænlegast til árangurs að veita Sjálfstæðisflokknum umboðið. 

Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkur landsins eftir síðustu kosningar. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Bjarni og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafa rætt saman og Björt framtíð tekur ágætlega í hugmynd um hægri stjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 

Bjarni sagði við komuna á Bessastaði að það yrði flókið að mynda ríkisstjórn útaf þeirri sérstöku stöðu að ekki er hægt að mynd tveggja flokka ríkisstjórn. Hann var hins vegar bjartsýnn á að það ætti eftir að ganga vel. Bjarni var meðal annars spurður hvort hann myndi ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun ríkisstjórnar. Hann sagðist ætla að ræða við alla.

Guðni fundaði með formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi á mánudag og kannaði viðhorf þeirra til stjórnarmyndunarviðræðna. 

Í samtali við fjölmiðla sagði Guðni að í þeim hafi komið fram skiptar skoðanir um hver næstu skref ættu að vera. En engar skýrar línur. Eins og sakir standa mat hann svo að vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar væri að veita Sjálfstæðisflokki stjórnarmyndunarumboðið. Þá sagði Guðni að um helgina eða í byrjun næstu viku muni Bjarni gefa forseta skýrslu um gang viðræðna og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. 

Ekki með fyrirframgefna niðurstaða

Bjarni sagðist ætla að eiga samtal við formenn allra flokka um myndun ríkisstjórnar og sagðist ætla að nýta tímann vel. Hann sagði hins vegar að myndun ríkisstjórnar gæti tekið langan tíma, sérstaklega þar sem ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn. Aðspurður hver væri hans óskaríksstjórn sagðist Bjarni ekki vera með neina fyrirframgefna niðurstöðu og vill ekki útiloka neitt. Þá sagði hann ákveðna þversögn í því að fólk sem hafi talað fyrir breiðara samstarfi verði síðan uppteknir af því að útiloka hvorn eftir kosningar. 

„Þetta er augljóslega einn möguleiki og gallinn við hann er hversu knappur hann er.“ 

Bjarni sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vera mjög knappan meirihluta. „Þetta er augljóslega einn möguleiki og gallinn við hann er hversu knappur hann er,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki sagði hann alls ekki vilja útiloka að Framsóknarflokkurinn geti átt aðild að næstu ríkisstjórn. „Það er fullur vilji til að ræða við Framsóknarflokkinn.“

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár