Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson bðaði Bjarna Benediktson, formanna Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund á Bessastöðum í dag kl. 11. Þar var honum veitt stjórnarmyndunarumboðið. Að loknum fundi þeirra ræddi forseti við fjölmiðla. Þar sagði hann vænlegast til árangurs að veita Sjálfstæðisflokknum umboðið.
Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkur landsins eftir síðustu kosningar. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Bjarni og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafa rætt saman og Björt framtíð tekur ágætlega í hugmynd um hægri stjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.
Bjarni sagði við komuna á Bessastaði að það yrði flókið að mynda ríkisstjórn útaf þeirri sérstöku stöðu að ekki er hægt að mynd tveggja flokka ríkisstjórn. Hann var hins vegar bjartsýnn á að það ætti eftir að ganga vel. Bjarni var meðal annars spurður hvort hann myndi ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun ríkisstjórnar. Hann sagðist ætla að ræða við alla.
Guðni fundaði með formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi á mánudag og kannaði viðhorf þeirra til stjórnarmyndunarviðræðna.
Í samtali við fjölmiðla sagði Guðni að í þeim hafi komið fram skiptar skoðanir um hver næstu skref ættu að vera. En engar skýrar línur. Eins og sakir standa mat hann svo að vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar væri að veita Sjálfstæðisflokki stjórnarmyndunarumboðið. Þá sagði Guðni að um helgina eða í byrjun næstu viku muni Bjarni gefa forseta skýrslu um gang viðræðna og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref.
Ekki með fyrirframgefna niðurstaða
Bjarni sagðist ætla að eiga samtal við formenn allra flokka um myndun ríkisstjórnar og sagðist ætla að nýta tímann vel. Hann sagði hins vegar að myndun ríkisstjórnar gæti tekið langan tíma, sérstaklega þar sem ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn. Aðspurður hver væri hans óskaríksstjórn sagðist Bjarni ekki vera með neina fyrirframgefna niðurstöðu og vill ekki útiloka neitt. Þá sagði hann ákveðna þversögn í því að fólk sem hafi talað fyrir breiðara samstarfi verði síðan uppteknir af því að útiloka hvorn eftir kosningar.
„Þetta er augljóslega einn möguleiki og gallinn við hann er hversu knappur hann er.“
Bjarni sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vera mjög knappan meirihluta. „Þetta er augljóslega einn möguleiki og gallinn við hann er hversu knappur hann er,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki sagði hann alls ekki vilja útiloka að Framsóknarflokkurinn geti átt aðild að næstu ríkisstjórn. „Það er fullur vilji til að ræða við Framsóknarflokkinn.“
Fréttin verður uppfærð.
Athugasemdir