Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni fær stjórnarmyndunarumboðið: „Fullur vilji til að ræða við Framsóknarflokkinn“

Bjarni Bene­dikts­son fékk stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið eft­ir fund með Guðna Th. Jó­hann­es­syni for­seta Ís­lands í morg­un. Hann hef­ur fram yf­ir helgi til að mynda rík­is­stjórn. Bjarni úti­lok­ar eng­an flokk, en seg­ir rík­is­stjórn A, C og D mjög knappa. Þá seg­ir hann full­an vilja til að ræða við Fram­sókn­ar­flokk­inn um mynd­un rík­is­stjórn­ar.

Bjarni fær stjórnarmyndunarumboðið: „Fullur vilji til að ræða við Framsóknarflokkinn“

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson bðaði Bjarna Benediktson, formanna Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund á Bessastöðum í dag kl. 11. Þar var honum veitt stjórnarmyndunarumboðið. Að loknum fundi þeirra ræddi forseti við fjölmiðla. Þar sagði hann vænlegast til árangurs að veita Sjálfstæðisflokknum umboðið. 

Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkur landsins eftir síðustu kosningar. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Bjarni og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafa rætt saman og Björt framtíð tekur ágætlega í hugmynd um hægri stjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 

Bjarni sagði við komuna á Bessastaði að það yrði flókið að mynda ríkisstjórn útaf þeirri sérstöku stöðu að ekki er hægt að mynd tveggja flokka ríkisstjórn. Hann var hins vegar bjartsýnn á að það ætti eftir að ganga vel. Bjarni var meðal annars spurður hvort hann myndi ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð um myndun ríkisstjórnar. Hann sagðist ætla að ræða við alla.

Guðni fundaði með formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi á mánudag og kannaði viðhorf þeirra til stjórnarmyndunarviðræðna. 

Í samtali við fjölmiðla sagði Guðni að í þeim hafi komið fram skiptar skoðanir um hver næstu skref ættu að vera. En engar skýrar línur. Eins og sakir standa mat hann svo að vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar væri að veita Sjálfstæðisflokki stjórnarmyndunarumboðið. Þá sagði Guðni að um helgina eða í byrjun næstu viku muni Bjarni gefa forseta skýrslu um gang viðræðna og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. 

Ekki með fyrirframgefna niðurstaða

Bjarni sagðist ætla að eiga samtal við formenn allra flokka um myndun ríkisstjórnar og sagðist ætla að nýta tímann vel. Hann sagði hins vegar að myndun ríkisstjórnar gæti tekið langan tíma, sérstaklega þar sem ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn. Aðspurður hver væri hans óskaríksstjórn sagðist Bjarni ekki vera með neina fyrirframgefna niðurstöðu og vill ekki útiloka neitt. Þá sagði hann ákveðna þversögn í því að fólk sem hafi talað fyrir breiðara samstarfi verði síðan uppteknir af því að útiloka hvorn eftir kosningar. 

„Þetta er augljóslega einn möguleiki og gallinn við hann er hversu knappur hann er.“ 

Bjarni sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vera mjög knappan meirihluta. „Þetta er augljóslega einn möguleiki og gallinn við hann er hversu knappur hann er,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki sagði hann alls ekki vilja útiloka að Framsóknarflokkurinn geti átt aðild að næstu ríkisstjórn. „Það er fullur vilji til að ræða við Framsóknarflokkinn.“

Fréttin verður uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár