Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bjarni Bernharður tók sýru á ný

Lista­mað­ur­inn og skáld­ið Bjarni Bern­harð­ur, sem fjall­aði um glímu sína við geðklofa, sýru­neyslu og af­leið­ing­ar mann­dráps í bók sinni Hin hálu þrep, seg­ist hafa not­að sýru á ný eft­ir 33 ára hlé.

Bjarni Bernharður tók sýru á ný
Bjarni Bernharður Glímdi við alvarlegar afleiðingar sýruneyslu, geðklofa og myrkurs bernskunnar. Mynd: Kristinn Magnússon

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Bjarni Bernharður Bjarnason lýsir því yfir að hann hafi neytt aftur sýru eftir 33 ára hlé. Bjarni hefur undanfarið rætt og réttlætt ákvörðun sína á Facebook-síðu sinni, en einnig hefur hann skrifað opið andmælabréf í kjölfar þess að hann var varaður við neyslunni.

Bjarni gaf nýverið út bókina Hin hálu þrep, þar sem hann segir meðal annars frá baráttunni við geðklofa og neyslu LSD. Þar lýsir hann meðal annars manndrápinu sem hann framdi árið 1988 í geðrofi og undir áhrifum af LSD.

Vill opna umræðuna

„Ég er að prufukeyra nýju sýruna, þenja pælingar um glerhála braut hugans. Allt virkar vel, bremsur og stýribúnaður,“ segir Bjarni á Facebook-síðu sinni, þar sem hann hefur rætt endurvakningu sína á neyslu sýru undanfarna daga. Hann lýsir jákvæðum áhrifum af sýrunni. 

„Nú er ég sjálfsagt að ögra umheiminum og það gæti orðið mér dýrkeypt, en samt, best að láta það flakka: Ég droppað sýru fyrir mánuði síðan. Í dag er koma í ljós hvað áhrif það hafði. Sýran (sem var mjög öflug) dýpkaði mig og þétti (ég var orðinn hriplekur og stefndi upp á grunnið). Ég tel mig hafa náð að virkja stöð í vitundardjúpinu sem mig bráðvantaði í seríuna.“
 
Í samtali við Stundina segist Bjarni hafa neytt sýrunnar í ákveðnum tilgangi og að það hafi heppnast. „Ég notaði hana í ákveðnum tilgangi, sem snertir mína sköpun. Ég er málari og rithöfundur. Þetta var ferli í minni vinnu að þurfa að nota þessa sýru. Það voru ákveðnir hlutir sem þurfti að koma í lag. Ég get sagt, að það heppnaðist fullkomlega.“ Hann vísar til þess að John Lennon hafi neytt sýru og skapað einhver merkustu tónverk sögunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár