Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bjarni Bernharður tók sýru á ný

Lista­mað­ur­inn og skáld­ið Bjarni Bern­harð­ur, sem fjall­aði um glímu sína við geðklofa, sýru­neyslu og af­leið­ing­ar mann­dráps í bók sinni Hin hálu þrep, seg­ist hafa not­að sýru á ný eft­ir 33 ára hlé.

Bjarni Bernharður tók sýru á ný
Bjarni Bernharður Glímdi við alvarlegar afleiðingar sýruneyslu, geðklofa og myrkurs bernskunnar. Mynd: Kristinn Magnússon

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Bjarni Bernharður Bjarnason lýsir því yfir að hann hafi neytt aftur sýru eftir 33 ára hlé. Bjarni hefur undanfarið rætt og réttlætt ákvörðun sína á Facebook-síðu sinni, en einnig hefur hann skrifað opið andmælabréf í kjölfar þess að hann var varaður við neyslunni.

Bjarni gaf nýverið út bókina Hin hálu þrep, þar sem hann segir meðal annars frá baráttunni við geðklofa og neyslu LSD. Þar lýsir hann meðal annars manndrápinu sem hann framdi árið 1988 í geðrofi og undir áhrifum af LSD.

Vill opna umræðuna

„Ég er að prufukeyra nýju sýruna, þenja pælingar um glerhála braut hugans. Allt virkar vel, bremsur og stýribúnaður,“ segir Bjarni á Facebook-síðu sinni, þar sem hann hefur rætt endurvakningu sína á neyslu sýru undanfarna daga. Hann lýsir jákvæðum áhrifum af sýrunni. 

„Nú er ég sjálfsagt að ögra umheiminum og það gæti orðið mér dýrkeypt, en samt, best að láta það flakka: Ég droppað sýru fyrir mánuði síðan. Í dag er koma í ljós hvað áhrif það hafði. Sýran (sem var mjög öflug) dýpkaði mig og þétti (ég var orðinn hriplekur og stefndi upp á grunnið). Ég tel mig hafa náð að virkja stöð í vitundardjúpinu sem mig bráðvantaði í seríuna.“
 
Í samtali við Stundina segist Bjarni hafa neytt sýrunnar í ákveðnum tilgangi og að það hafi heppnast. „Ég notaði hana í ákveðnum tilgangi, sem snertir mína sköpun. Ég er málari og rithöfundur. Þetta var ferli í minni vinnu að þurfa að nota þessa sýru. Það voru ákveðnir hlutir sem þurfti að koma í lag. Ég get sagt, að það heppnaðist fullkomlega.“ Hann vísar til þess að John Lennon hafi neytt sýru og skapað einhver merkustu tónverk sögunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár