Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bjarni Ben er umboðsaðili Elkem – „Það var enginn að pæla í þessu.“

Að­stoð­ar­mað­ur Bjarna seg­ir skrán­ing­una ekki hafa neina þýð­ingu og hún sé leif­ar af lög­manns­störf­um hans ár­ið 2003.

Bjarni Ben er umboðsaðili Elkem – „Það var enginn að pæla í þessu.“

Í grein sem birtist á vefsíðunni vald.org, sem haldið er úti af Jóhannesi Birni Lúðvíkssyni höfundi bókarinnar Falið vald, er bent á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sé enn skráður umboðsmaður Elkem á Íslandi samkvæmt fyrirtækjaskrá. Stundin hefur fengið það staðfest af aðstoðarmönnum Bjarna að þetta sé rétt. Ástæðan sé hins vegar frekar sakleysisleg, skráningu hafi einfaldlega ekki verið breytt frá árinu 2003 þegar Bjarni tók að sér sem lögfræðingur að stofna bankareikning fyrir félagið.

Uppfærist ekki sjálfkrafa

„Þetta var nú ekki neitt, neitt. Bjarni var lögmaður á Lex til ársins 2003, eða fram að kosningum 2003 þegar hann tók sæti á Alþingi. Eitt tengt því hefur greinilega verið það að hann hefur verið skráður sem umboðsaðili þegar félagið var að stofna bankareikning, útibú. Þetta er svona útibúsmál. Hann hafði eins og lögmenn gera gjarnan, átt að vera tengiliðurinn á þeim tíma þegar það mál var í gangi,“ segir Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna, í samtali við Stundina. Teitur segir að þrátt fyrir þessa skráningu hafi Bjarni ekki starfað sem umboðsmaður Elkem á Íslandi samhlið þingmennsku. „Þetta er skráning sem uppfærist ekkert sjálfkrafa ef það gerist ekki neitt. Það var enginn að pæla í þessu, þetta hefur enga þýðingu þar sem hann er ekki lengur lögmaður,“ segir Teitur.

Elkem á að lagfæra skráninguna

Hann segir að þegar þetta var kannað kom í ljós að félagið hafi rekið sig á þetta atriði líka. „Félagið þarf að sjá um þetta. Bjarni hefur ekkert með þetta að gera og hann hlutast ekkert til um skráningu. Ef það þarf að koma nýju upplýsingum á framfæri þá er það félagsins að lagfæra þær,“ segir Teitur.

Segja Bjarna ganga erinda Elkem

Alcoa eignaðist álreksturseiningu Elkem árið 2008 en eiginmaður Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, er framkvæmdastjóri frumframleiðslu Alcoa á heimsvísu. Öllum að óvörum skipaði Bjarni Ólöfu sem innanríkisráðherra í desember á síðasta ári. Í janúar 2011 eignaðist síðan kínverska samsteypan China National Bluestar, Elkem. Í grein vald.org segir að fríverslunarsamningurinn, sem gerður var við Kína á síðasta ári, hafi því í för með sér gífurlega hagræðingu á rekstri fyrirtækisins á milli Íslands og Kína á kostnað ríkisins. Í greininni er þannig ýjað að því að Bjarni gangi erinda fyrirtækisins Elkems en ekki almennings í ákvörðunum sínum.

Teitur gefur ekki mikið fyrir greinina á vald.org. „Ég skautaði aðeins yfir þetta. Það er nú þannig að það er talað um Elkem Silikor Material. Þetta er nú tvö félög að mér skilst, í samkeppni. Þannig að eftir það, þá var verið að rugla öllu saman. Þannig að við erum ekkert að spá í því,“ segir Teitur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár