Birgitta: „VG ákvað að taka sleggju og lemja sundur brúna“

Talskona Pírata, Birgitta Jóns­dótt­ir, hrós­ar for­mönn­um hinna flokk­anna og er þakk­lát fyr­ir tæki­fær­ið til að reyna að mynda rík­is­stjórn. Hún er ósátt við yf­ir­lýs­ing­ar Vinstri græn­anna eft­ir við­ræðuslit­in og seg­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur í raun hafa slit­ið við­ræð­un­um. Hún seg­ir enga stjórn­ar­kreppu vera, og að það sé lýð­ræð­inu á eng­an hátt skað­legt þó það sé þing­ræði.

Birgitta: „VG ákvað að taka sleggju og lemja sundur brúna“
Birgitta á Bessastöðum Hún segir valdið vera eins og hringinn í Hringadróttinssögu, geti farið illa með vænsta fólk. Mynd: Pressphotos

Birgitta Jónsdóttir, talskona Pírata, sem leiddi tilraun til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar sem rann út í sandinn á mánudag, segir ekkert vera í spilunum eins og staðan er í dag um áframhaldandi viðræður flokkanna.

 

„Mér sýnist nú, því miður, VG hafa ákveðið að taka sleggju og lemja sundur brúna sem við náðum að byggja á milli fólks.“

Segir hún yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna hafa komið sér verulega á óvart og óskiljanlegt að þessi lína hafi verið tekin í flokknum, ekki sé farið með rétt mál og ósanngjarnt sé að stilla málunum upp eins og þau gera.

„Allir þessir flokkar voru virkilega að finna leiðir til þess að setja peninga í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og innviði. En að stilla öllu þannig upp að VG séu þeir einu sem berjast fyrir þessum málaflokkum er alveg fjarstæðukennt. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt gagnvart öllum hinum sem sátu við þetta borð.“

Samkomulag var á milli þeirra flokka sem þátt tóku í viðræðunum að ekki yrði bent á neinn einn flokk sem sökudólg færu viðræðurnar út um þúfur. Því hafi frásagnir liðsmanna Vinstri grænna komið sér talsvert á óvart. „Ég passaði mig mjög mikið á því þegar við löbbuðum út úr herberginu að virða það. Ég var búinn að segja það við forsetann, og hann var búinn að biðja okkur líka, um að stilla okkur í hóf af því það er mikilvæg vinna fram undan sem fólk þarf að geta unnið saman að.“ Síðan hafi komið annar tónn frá VG, sem hún segist ekki skilja, og ekki vera í takt við þær góðu viðræður sem átt hafi sér stað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár