Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Birgitta biðst afsökunar: „Ég elska Skagafjörð“

Kap­teinn Pírata biðst af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um. „Elsku Skaga­fjöð­ur og allt fólk­ið sem þar býr: Fyr­ir­gefðu!“

Birgitta biðst afsökunar: „Ég elska Skagafjörð“

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar krafðist þess á fundi sínum í gær að Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum um sveitarfélagið. Birgitta svaraði kallinu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún endurbirti meðal annars grein sem hún birti opinberlega þann 18. maí þegar hún sá að ummæli hennar um að Skagafjörður væri Sikiley Íslands olli „óbreyttum sveitungum forfeðra sinna hugarangri og vanlíðan“. Taldi hún sig hafa beðist forláts með orðum sínum fyrr í mánuðinum, en segir í morgun að mögulega hafi hún ekki kveðið nægilega fast að orði. „Hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjöður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu!“ skrifar Birgitta meðal annars. 

Skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar

Forsagan er sú að þann 14. maí síðastliðinn skrifaði Birgitta Jónsdóttir á Facebook-síðu sinni: „Skagafjörður er Sikiley Íslands“ með frétt frá Stundinni sem fjallar um skagfirsk áhrif á slit aðildarviðræðna ríkisstjórnar Íslands við Evrópusambandið. Í greininni er bent á að formleg slit á viðræðum sé mikið hagsmunamál fyrir Kaupfélag Skagfirðinga en Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur sterk tengsl við kaupfélagið. 

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsti í gær furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur: 

„Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði. 

Það að þingmaðurinn gefi í skin að Skagafjörður sé mafíusamfélag, sem þrífst á glæpum og glæpatengdri starfssemi er með öllu ólíðandi og óverjandi og sæmir ekki þingmönnum né nokkrum öðrum. 

Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra. Er þess krafist að þingmaðurinn biðist opinberlega afsökunar á ummælum sínum,“ segir í ályktun byggðaráðs.  

Ekki ætlunin að særa

Eins og áður segir skrifaði Birgitta Jónsdóttir grein þann 18. maí síðastliðinn þar sem hún útskýrir ummæli sín. Hér er grein Birgittu:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár