Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Birgitta biðst afsökunar: „Ég elska Skagafjörð“

Kap­teinn Pírata biðst af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um. „Elsku Skaga­fjöð­ur og allt fólk­ið sem þar býr: Fyr­ir­gefðu!“

Birgitta biðst afsökunar: „Ég elska Skagafjörð“

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar krafðist þess á fundi sínum í gær að Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum um sveitarfélagið. Birgitta svaraði kallinu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún endurbirti meðal annars grein sem hún birti opinberlega þann 18. maí þegar hún sá að ummæli hennar um að Skagafjörður væri Sikiley Íslands olli „óbreyttum sveitungum forfeðra sinna hugarangri og vanlíðan“. Taldi hún sig hafa beðist forláts með orðum sínum fyrr í mánuðinum, en segir í morgun að mögulega hafi hún ekki kveðið nægilega fast að orði. „Hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjöður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu!“ skrifar Birgitta meðal annars. 

Skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar

Forsagan er sú að þann 14. maí síðastliðinn skrifaði Birgitta Jónsdóttir á Facebook-síðu sinni: „Skagafjörður er Sikiley Íslands“ með frétt frá Stundinni sem fjallar um skagfirsk áhrif á slit aðildarviðræðna ríkisstjórnar Íslands við Evrópusambandið. Í greininni er bent á að formleg slit á viðræðum sé mikið hagsmunamál fyrir Kaupfélag Skagfirðinga en Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur sterk tengsl við kaupfélagið. 

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsti í gær furðu sinni og fullri vanþóknun á ummælum Birgittu Jónsdóttur: 

„Ummæli af þessu tagi lýsa fullu skilningsleysi þingmannsins á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi og ákveðni Skagfirðinga til að standa vörð um þessa grunnþætti í sínu héraði. 

Það að þingmaðurinn gefi í skin að Skagafjörður sé mafíusamfélag, sem þrífst á glæpum og glæpatengdri starfssemi er með öllu ólíðandi og óverjandi og sæmir ekki þingmönnum né nokkrum öðrum. 

Er það von okkar Skagfirðinga að þingmaðurinn hefji umræðuna upp úr þeirri lágkúru sem þessi ummæli báru með sér og í þá veru að efla traust og tiltrú almennings á Alþingi, alþingismönnum og störfum þeirra. Er þess krafist að þingmaðurinn biðist opinberlega afsökunar á ummælum sínum,“ segir í ályktun byggðaráðs.  

Ekki ætlunin að særa

Eins og áður segir skrifaði Birgitta Jónsdóttir grein þann 18. maí síðastliðinn þar sem hún útskýrir ummæli sín. Hér er grein Birgittu:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár