Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Benedikt skiptir um afstöðu varðandi fimm flokka stjórn

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, hef­ur end­ur­skoð­að af­stöðu sína til fimm flokka stjórn­ar og seg­ist ganga til við­ræðna við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, formann Vinstri grænna, með opn­um huga. Hann sér marga snertifleti með stefnu Við­reisn­ar og Vinstri grænna.

Benedikt skiptir um afstöðu varðandi fimm flokka stjórn
Viðreisn og Björt framtíð funda saman með VG Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé mæta á fund Katrínar Jakobsdóttur. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, ganga á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna sem fengið hefur umboð forseta til þess að mynda ríkisstjórn, í dag. Katrín hefur sagst vilja stofna fjölflokka ríkisstjórn frá miðju til vinstri og væru það Vinstri grænir, Píratar, Samfylkingin, Björt framtíð og Viðreisn sem kæmu helst til greina, sérstaklega í ljósi þess að Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn fyrir kosningar og Viðreisn og Björt framtíð hafa myndað bandalag. 

Benedikt sagði hins vegar strax eftir kosningar að honum hugnaðist ekki sú ríkisstjórn. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt daginn eftir kosningar, en það er annað hljóð í honum í dag. 

„Við höfum sagt að við göngum til þessara viðræðna með opnum huga,“ segir Benedikt í samtali við Stundina. Aðspurður hvort hann hafi þá endurskoðað afstöðu sína gagnvart fimm flokka stjórn segir Benedikt: „Eftir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár