Bein fannst í beikonpylsu frá Ali á laugardaginn en sá sem fann beinið hafði þegar borðað eina pylsu þegar hann beit í eitthvað sem hann sagði „virkilega hart“, eitthvað sem hann hafði aldrei fundið fyrir undir tönn í pylsu áður.
„Hélt fyrst hreinlega að þetta væri steinn því þetta var svo hart.“
„Ég var að fá mér eitthvað í flýti og skellti þessum beikonpylsum á pönnuna. Fékk mér eina og síðan þegar ég var nýbyrjaður á hinni þá finn ég fyrir einhverju sem ekki var hægt að tyggja. Hélt fyrst hreinlega að þetta væri steinn því þetta var svo hart. Þegar ég tók þetta út úr mér þá kom í ljós að þetta var bein með blóðmerg,“ segir Davíð Guðbrandsson, sem ekki hafði lyst á að borða fleiri pylsur.
Athugasemdir