Ríkisstjórnin stefnir að því að færri fái greiddar barnabætur samhliða endurskoðun íslenska barnabótakerfisins í samræmi við tillögur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vann fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Lögð verður áhersla á að kerfið þjóni eingöngu tekjulægstu fjölskyldum landsins. Þetta kemur fram í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var lögð fram á Alþingi.
Þar kemur fram að stefnt sé að því að „breyta því fyrirkomulagi að barnabætur ná í einhverjum tilvikum of langt upp tekjuskalann sem vinnur gegn því meginmarkmiði að vera eingöngu stuðningur við tekjulægstu fjölskyldurnar.“
Athugasemdir