Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Umhverfisstofnun greip inn í hjá United Silicon

Kís­il­verk­smiðj­unni nærri byggð­inni í Reykja­nes­bæ var bann­að að ræsa ofna sína fyrr en úr­bæt­ur hefðu ver­ið gerð­ar á meng­un­ar­vörn­um.

Umhverfisstofnun greip inn í hjá United Silicon
Mikil mengun Íbúar í Reykjanesbæ hafa fengið sig fullsadda af reyk- og lyktarmengun sem berst frá United Silicon.

Umhverfisstofnun gaf kísilmálmverksmiðju United Silicon þau fyrirmæli að ekki mætti kveikja á ofni verksmiðjunnar í Helguvík fyrr en úrbætur hefðu  verið gerðar vegna fjölmargra athugasemda stofnunarinnar um mengunarvarnir. Slökkt var á ofni United Silicon vegna vinnuslyss sem þar varð á dögunum en einn af starfsmönnum United Silicon fékk í sig rafmagn.

Stundin hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um óánægju íbúa sveitarfélagsins með mikla mengun sem hefur borist yfir byggð frá kísilmálmverksmiðjunni. Um er að ræða stæka brunalykt sem aldrei var gert ráð fyrir og íbúum var aldrei gert grein fyrir í aðdraganda útgáfu starfsleyfis verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfið en Stundin hefur farið í gegnum öll þau gögn sem lágu til grundvallar þeirri ákvörðun og er sömu sögu að segja þar, hvergi er gert ráð fyrir lyktarmengun.

Verksmiðjan tók til starfa síðasta haust og þann 11. október var kveikt upp í fyrsta ofni verksmiðjunnar af fjórum sem áætlað er að taka í notkun á næsta áratug. Snemma í nóvember fóru íbúar að finna fyrir reyk- og lyktarmengun frá verksmiðjunni. Í kjölfarið barst Umhverfisstofnun fjölmargar kvartanir frá íbúum og hefur síðan þá farið í fjórar eftirlitsferðir í verksmiðjuna. Í þessum fjórum eftirlitsferðum voru skráð niður fjöldinn allur af frávikum sem stofnunin hefur nú krafist að ráðist verði í úrbætur á. Íbúar hafa þó ekki sagt sitt síðasta og hefur hópur þeirra hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Reykjanesbæ og Umhverfisstofnun að bíða með útgáfu starfsleyfis fyrir Thorsil, hina stóru kísilmálmverksmiðjuna sem ráðgert er að verði gangsett í Helguvík. Ef af þeirri kísilmálmverksmiðju verður er ljóst að tvær stærstu kísilmálmverksmiðjur í heiminum verða í Helguvík í Reykjanesbæ, aðeins kílómetra frá íbúabyggð.

United Silicon virðist nú hafa uppfyllt skilyrði Umhverfisstofnunar því verkmsiðjunni hefur verið heimilað að kveikja á ofninum.

Meðfylgjandi myndband var tekið í verksmiðju United Silicon fyrir nokkru.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár