Gríðarleg reiði er í Bolungarvík vegna fyrirhugaðrar lokunar sparisjóðsins á fimmtudaginn. Viðskiptavinir hafa hætt viðskiptum og færa sig annað. Landsbankinn er eigandi sparisjóðsins í Bolungarvík og á Þingeyri. Útibúunum verður báðum lokað. Þar með verður búið að loka öllum bankaútibúum á norðanverðum Vestfjörðum nema á Ísafirði. Landsbankinn hafði yfirtekið allar þær stofnanir.
Bankastjóri Landsbankans birtist á Bolungarvík fyrir helgi ásamt nokkrum starfsmönnum þar sem fyrvaralaust var tilkynnt um lokun sparisjóðsins.
Athugasemdir