Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Banaslys í Barkárdal: Annar maðurinn látinn, hinn fluttur á sjúkrahús

Lít­ill­ar flug­vél­ar hef­ur ver­ið leit­að í dag. Yf­ir 200 manns tóku þátt í leit­inni. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fann flug­vél­ina í Bjar­kár­dal á Trölla­skaga.

Banaslys í Barkárdal: Annar maðurinn látinn, hinn fluttur á sjúkrahús

Maður er látinn eftir flugslys. Hann var annar tveggja sem var um borð í lítilli flugvél sem hefur verið leitað í dag. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri um klukkan 14 áleiðis til Keflavíkur. Áætluð lending var klukkan 16:20 en þegar vélin var enn ókomin klukkan 17 var samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra ræst.

Í kjölfarið hófst umfangsmikil leit lögreglu, björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar. Allar björgunarsveitir Slysvarnarfélagsins Landsbjargar af Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi voru kallaðar út en alls eru það 43 björgunarsveitir. Yfir 200 manns tóku þátt í leitinni, gangandi, á fjórhólum, fjallavélhjólum, jeppum og annars konar bifreiðum. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út.

Flugvélin var eins hreyfils vél og flaug í sjónflugi svo hún kom ekki fram á radartækjum flugumferðarstjórnar. Fyrir norðan viðraði ekki vel fyrir sjónflug í dag þar sem lágskýjað var og þungbúið.

Barkárdalur
Barkárdalur Flugvélin fannst um kl. 20.30 í kvöld eftir umfangsmikla leit björgunarsveita, lögreglu og Landhelgisgæslunnar.

Leitarsvæðið náði frá Akureyri og víkkaði út suður yfir hálendið. Talað var við bændur og ferðalanga um hvort þeir hefðu orðið varir við flugvél á þessari leið. 

Það var svo þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann vélina innarlega í Barkárdal við Gíslahnjúk um kl. 20.30.

Annar aðilinn var þá látinn en hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Frekari upplýsingar eru ekki gefnar um ástand hans.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er ekki unnt að greina frá nöfnum þeirra sem voru um borð í flugvélinni. Þar sem rannsókn málsins stendur yfir er ekki heldur hægt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár