Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Banaslys í Barkárdal: Annar maðurinn látinn, hinn fluttur á sjúkrahús

Lít­ill­ar flug­vél­ar hef­ur ver­ið leit­að í dag. Yf­ir 200 manns tóku þátt í leit­inni. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fann flug­vél­ina í Bjar­kár­dal á Trölla­skaga.

Banaslys í Barkárdal: Annar maðurinn látinn, hinn fluttur á sjúkrahús

Maður er látinn eftir flugslys. Hann var annar tveggja sem var um borð í lítilli flugvél sem hefur verið leitað í dag. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri um klukkan 14 áleiðis til Keflavíkur. Áætluð lending var klukkan 16:20 en þegar vélin var enn ókomin klukkan 17 var samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra ræst.

Í kjölfarið hófst umfangsmikil leit lögreglu, björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar. Allar björgunarsveitir Slysvarnarfélagsins Landsbjargar af Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi voru kallaðar út en alls eru það 43 björgunarsveitir. Yfir 200 manns tóku þátt í leitinni, gangandi, á fjórhólum, fjallavélhjólum, jeppum og annars konar bifreiðum. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út.

Flugvélin var eins hreyfils vél og flaug í sjónflugi svo hún kom ekki fram á radartækjum flugumferðarstjórnar. Fyrir norðan viðraði ekki vel fyrir sjónflug í dag þar sem lágskýjað var og þungbúið.

Barkárdalur
Barkárdalur Flugvélin fannst um kl. 20.30 í kvöld eftir umfangsmikla leit björgunarsveita, lögreglu og Landhelgisgæslunnar.

Leitarsvæðið náði frá Akureyri og víkkaði út suður yfir hálendið. Talað var við bændur og ferðalanga um hvort þeir hefðu orðið varir við flugvél á þessari leið. 

Það var svo þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann vélina innarlega í Barkárdal við Gíslahnjúk um kl. 20.30.

Annar aðilinn var þá látinn en hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Frekari upplýsingar eru ekki gefnar um ástand hans.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er ekki unnt að greina frá nöfnum þeirra sem voru um borð í flugvélinni. Þar sem rannsókn málsins stendur yfir er ekki heldur hægt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár