Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Banaslys í Barkárdal: Annar maðurinn látinn, hinn fluttur á sjúkrahús

Lít­ill­ar flug­vél­ar hef­ur ver­ið leit­að í dag. Yf­ir 200 manns tóku þátt í leit­inni. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fann flug­vél­ina í Bjar­kár­dal á Trölla­skaga.

Banaslys í Barkárdal: Annar maðurinn látinn, hinn fluttur á sjúkrahús

Maður er látinn eftir flugslys. Hann var annar tveggja sem var um borð í lítilli flugvél sem hefur verið leitað í dag. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri um klukkan 14 áleiðis til Keflavíkur. Áætluð lending var klukkan 16:20 en þegar vélin var enn ókomin klukkan 17 var samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra ræst.

Í kjölfarið hófst umfangsmikil leit lögreglu, björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar. Allar björgunarsveitir Slysvarnarfélagsins Landsbjargar af Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi voru kallaðar út en alls eru það 43 björgunarsveitir. Yfir 200 manns tóku þátt í leitinni, gangandi, á fjórhólum, fjallavélhjólum, jeppum og annars konar bifreiðum. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út.

Flugvélin var eins hreyfils vél og flaug í sjónflugi svo hún kom ekki fram á radartækjum flugumferðarstjórnar. Fyrir norðan viðraði ekki vel fyrir sjónflug í dag þar sem lágskýjað var og þungbúið.

Barkárdalur
Barkárdalur Flugvélin fannst um kl. 20.30 í kvöld eftir umfangsmikla leit björgunarsveita, lögreglu og Landhelgisgæslunnar.

Leitarsvæðið náði frá Akureyri og víkkaði út suður yfir hálendið. Talað var við bændur og ferðalanga um hvort þeir hefðu orðið varir við flugvél á þessari leið. 

Það var svo þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann vélina innarlega í Barkárdal við Gíslahnjúk um kl. 20.30.

Annar aðilinn var þá látinn en hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Frekari upplýsingar eru ekki gefnar um ástand hans.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er ekki unnt að greina frá nöfnum þeirra sem voru um borð í flugvélinni. Þar sem rannsókn málsins stendur yfir er ekki heldur hægt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár