Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Banaslys í Barkárdal: Annar maðurinn látinn, hinn fluttur á sjúkrahús

Lít­ill­ar flug­vél­ar hef­ur ver­ið leit­að í dag. Yf­ir 200 manns tóku þátt í leit­inni. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fann flug­vél­ina í Bjar­kár­dal á Trölla­skaga.

Banaslys í Barkárdal: Annar maðurinn látinn, hinn fluttur á sjúkrahús

Maður er látinn eftir flugslys. Hann var annar tveggja sem var um borð í lítilli flugvél sem hefur verið leitað í dag. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri um klukkan 14 áleiðis til Keflavíkur. Áætluð lending var klukkan 16:20 en þegar vélin var enn ókomin klukkan 17 var samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra ræst.

Í kjölfarið hófst umfangsmikil leit lögreglu, björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar. Allar björgunarsveitir Slysvarnarfélagsins Landsbjargar af Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi voru kallaðar út en alls eru það 43 björgunarsveitir. Yfir 200 manns tóku þátt í leitinni, gangandi, á fjórhólum, fjallavélhjólum, jeppum og annars konar bifreiðum. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út.

Flugvélin var eins hreyfils vél og flaug í sjónflugi svo hún kom ekki fram á radartækjum flugumferðarstjórnar. Fyrir norðan viðraði ekki vel fyrir sjónflug í dag þar sem lágskýjað var og þungbúið.

Barkárdalur
Barkárdalur Flugvélin fannst um kl. 20.30 í kvöld eftir umfangsmikla leit björgunarsveita, lögreglu og Landhelgisgæslunnar.

Leitarsvæðið náði frá Akureyri og víkkaði út suður yfir hálendið. Talað var við bændur og ferðalanga um hvort þeir hefðu orðið varir við flugvél á þessari leið. 

Það var svo þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann vélina innarlega í Barkárdal við Gíslahnjúk um kl. 20.30.

Annar aðilinn var þá látinn en hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Frekari upplýsingar eru ekki gefnar um ástand hans.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er ekki unnt að greina frá nöfnum þeirra sem voru um borð í flugvélinni. Þar sem rannsókn málsins stendur yfir er ekki heldur hægt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár