„Ég varð strax bálskotinn í henni. Ég gaf henni allt hjarta mitt en fannst það einhvern veginn ekki nóg. Mig langaði líka til að sýna henni það með táknrænum hætti. Ég hafði löngum haft gaman af því að teikna og þótti fær svo ég teiknaði portrett af henni eftir fyrirmynd sem ég fann á Facebook-síðu hennar. Þegar ég færði henni gjöfina varð hún svo yfir sig heilluð að hún reif mig samstundis niður í rúm og við riðum eins og kanínur á alsælu.“
Þetta er brot úr ástarsögu sem ónafgreindur íslenskur karlmaður sendi á þær Rósu Björk og Maríu Lilju vegna bókar sem þær eru að vinna um ástir íslenskra karla. Áður gáfu þær út bókina Ástarsögur íslenskra kvenna en nú er komið að körlunum.
Kynntust í gegnum ástina
Rósa og María Lilja kynntust í gegnum ástina; ekki á hvor annarri, heldur var María Lilja að hitta fyrrverandi hennar Rósu. …
Athugasemdir