Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður og fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, þvertekur fyrir það að hún sé á leiðinni í Samfylkinguna. Fullyrt er á vef Eiríks Jónssonar í dag að Ásta Guðrún sé á leið í Samfylkinguna og að það verði tilkynnt á allra næstu dögum. „Þetta er bull,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Stundina. „Þó svo að ég sé í sambúð með manni sem hefur verið formaður Ungra jafnaðarmanna þá held ég að ég haldi mig innan Pírata, í bili allavega. Þetta er algjört bull og það er engin hætta á að ég sé að fara úr Pírötum,“ segir hún.
„Það er engin hætta á að ég sé að fara úr Pírötum.“
Í frétt Eiríks Jónssonar segir að Ásta Guðrún hafi ekki verið velkomin á þingflokksfundi Pírata eftir að hún hafi verið sett af sem þingflokksformaður og þannig stillt upp við vegg. Þessu vísar Ásta Guðrún til föðurhúsanna.
Athugasemdir