Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Arnþrúður Karlsdóttir vill láta innkalla MAN Magasín

Björk Eiðs­dótt­ir, rit­stjóri MAN Magasíns, fékk hrað­skeyti frá Arn­þrúði Karls­dótt­ur, út­varps­stjóra Út­varps Sögu, þar sem henni er gert að innkalla nýj­asta tölu­blað MAN. Arn­þrúð­ur sak­ar Björk um brot á lög­um.

Arnþrúður Karlsdóttir vill láta innkalla MAN Magasín

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, sendi Björk Eiðsdóttur, ritstjóra MAN Magasíns, hraðskeyti í dag þar sem þess er krafist að nýjasta tölublað MAN verði innkallað vegna ólöglegrar birtingar á efni í eigu Útvarps Sögu. Um er að ræða bæði myndir og texta og segir í bréfinu að um skýlaust brot á lögum sé að ræða. Í bréfinu segir hins vegar ekki hvaða lög hafi verið brotin með birtingunni. „Ég var með grein í blaðinu sem kom út núna í janúar um innhringitímann á Útvarpi Sögu,“ segir Björk í samtali við Stundina. Yfirskrift greinarinnar er „(G)óðir hlustendur“ en þar er meðal annars vitnað til nokkurra ummæla frá algengustu innhringjendum útvarpsstöðvarinnar. Blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson skrifar greinina en henni fylgja einnig myndir sem Björk segist hafa fengið af opinberri Facebook-síðu Útvarps Sögu. „Þetta efni býr sig til sjálft. Um er að ræða beinar tilvitnanir í þennan innhringitíma og þrjár myndir af Facebook. Þetta er allt opinbert efni. Innhringitíma þeirra er bæði útvarpað og hægt er að hlusta á hann á netinu líka,“ segir Björk. 

Björk hyggst ekki verða við kröfum Arnþrúðar og innkalla blaðið. Aðspurð hvort hún muni bregðast við bréfinu með einhverjum öðrum hætti segir hún: „Í bréfinu er ekki kallað á eftir neinum öðrum viðbrögðum. Við erum ekki beðin um svör og þá er ekki vísað í neina lagabókstafi. Þannig ég held ég muni ekki bregðast við þessu með neinum hætti.“

Ekki náðist í Arnþrúði Karlsdóttur við vinnslu þessarar fréttar. 

Umrædd grein
Umrædd grein Greinin (G)óðir hlustendur - þið eruð að hlusta á Útvarp Sögu, eftir Þórarinn Þórarinsson, birtist í janúarblaði MAN sem var dreift til áskrifenda í síðustu viku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár