Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Annar skipverjanna sagðist hafa séð tvær stelpur í aftursætinu

Ann­ar skip­verj­anna af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, hringdi í kær­ust­una sína í Græn­landi og lýsti fyr­ir henni það sem hann man um að­faranótt laug­ar­dags­ins 14. janú­ar, nótt­ina sem Birna hvarf.

Annar skipverjanna sagðist hafa séð tvær stelpur í aftursætinu
Sá tvær stelpur Nikolaj, sem var mjög ölvaður aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, segist hafa séð tvær stelpur aftan í rauða Kia Rio-bílaleigubílnum. Hann veit þó ekki hvenær hann sá þær eða hvar hann var staddur.

Nikolaj Olsen, annar þeirra skipverja sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist hafa verið ofurölvi aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og ber við nánast algjöru minnisleysi sökum þess, samkvæmt heimildum Stundarinnar. Hann segist ekki muna eftir því að hafa stígið upp í rauða Kia Rio-bílaleigubílinn umrædda nótt.

Frá þessu greindi Nikolaj í símtali sem hann átti við kærustuna sína í Grænlandi. Nikolaj hringdi í hana þegar grænlenska togaranum var snúið við vegna rannsóknar málsins og honum siglt aftur til hafnar í Hafnarfirði.

Nikolaj Olsen
Nikolaj Olsen Hringdi í kærustu sína þegar hann var á leið í land og sagðist hafa séð tvær stelpur aftan í rauða Kia Rio-bílaleigubílnum. Hann sagðist þó ekki vita hvenær hann sá þær eða hvar hann var staddur.

Þá sagðist Nikolaj ekki heldur muna eftir því að hafa gengið um borð í togarann rétt eftir 06:10 á laugardagsmorgninum en líkt og fjölmiðlar hafa greint frá sést Nikolaj ræða við hinn skipverjann sem er í gæsluvarðhaldi, Thomas Møller Olsen, í eina til tvær mínútur, áður en sá síðarnefndi ekur á brott.

En Nikolaj man eftir einu veigamiklu atriði. Einu örstuttu en mikilvægu augnabliki sem, samkvæmt heimildum Stundarinnar, hefur gefið lögreglu ástæðu til þess að halda að mennirnir tveir hafi ekki samræmt framburði sína.

Veit ekki klukkan hvað eða hvar

Á einhverjum tímapunkti aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, eftir að hafa drukkið ótæpilega á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur, segist Nikolaj hafa litið í aftursæti rauða Kia Rio-bílaleigubílsins, sem Thomas Møller ók, og séð tvær stelpur. Nikolaj segist ekki vita klukkan hvað hann sá stelpurnar eða hvar hann var staddur. 

Líkt og Stundin hefur greint frá reyndi Nikolaj ítrekað að ná sambandi við íslenska vinkonu sína aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Sumar hringingarnar áttu sér stað á sama tíma og talið er að Birna hafi verið í rauða Kia Rio-bílaleigubílnum.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú vera að rannsaka þessar upplýsingar. Ekki er vitað hvort Nikolaj muni eftir þessum símhringingum eða ástæðu þess að hann var að reyna að ná í vinkonu sína umrætt kvöld. Vinkona Nikolaj starfaði á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur og var á vakt aðfaranótt laugardagsins 14. janúar þegar Nikolaj var vísað út vegna ölvunar eftir að hann sofnaði á einum af borðum staðarins í kjölfar þess að hafa unnið átta stóra bjóra í lukkuhjóli staðarins.

Hættir að hringja rétt áður en Birna hverfur 

Nikolaj reyndi að hringja níu sinnum umrædda nótt. Hann hringdi fimm sinnum frá 03:55 til 05:19 en hætti síðan að hringja. Nokkrum mínútum síðar er Birna talin hafa farið inn í rauða Kia Rio-bílaleigubílinn. Nikolaj heldur síðan áfram að hringja rúmum fjörutíu mínútum síðar eða klukkan 06:03. Það er rétt eftir að rauð bifreið næst á öryggismyndavél í áhaldahúsi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og skömmu áður en bílaleigubíllinn sést við Hafnarfjarðarhöfn þar sem hann var stöðvaður við togarann, klukkan 06:10. Nikolaj hringdi aftur 06:04 og aftur 06:44. Síðasta tilraun Nikolaj til að ná í vinkonu sína var síðan klukkan 11:55.

En af hverju hætti Nikolaj að hringja nokkrum mínútum áður en að talið er að Birna hafi farið upp í rauða Kia Rio-bílaleigubílinn? Sofnaði hann eða var hann að ræða við Birnu? Voru tvær stelpur í bílnum eða sá hann tvöfalt vegna ölvunar? Þessum og fjölda annarra spurninga er ósvarað og reynir lögreglan nú að púsla saman atburðarrásinni með þeim fjölda ábendinga, myndskeiða, ljósmynda og sönnunargagna sem hún hefur bæði fengið sent og aflað frá því rannsóknin á hvarfi Birnu hófst.

Sagði hafa verið kastað upp yfir úlpuna

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur engin játning fyrir í málinu og báðir menn neita sök. Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt báða mennina en Grímur segir að engar yfirheyrslur fari fram í dag en þeim sé þó ekki lokið.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að á meðal sönnunargagna lögreglu, sem lagt var hald á við leit í Polar Nanoq í síðustu viku, væri úlpa þriðja skipverjans sem var handtekinn nokkrum klukkustundum á eftir Nikolaj og Thomas Møller. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði maðurinn gleymt úlpunni í rauða Kia Rio-bílaleigubílnum.

Thomas Møller Olsen
Thomas Møller Olsen Samkvæmt skipverjum um borð á Polar Nanoq gaf Thoms Møller þá skýringu að kastað hefði verið upp á úlpu eins skipverjanna aðfararnótt laugardagsins, eftir að hann hafði skilið hana eftir í bílaleigubílnum sem hann leigði.

Það hafi vakið athygli skipverjans á laugardeginum að búið væri að þvo úlpuna hans. Hann hafi þó ekki hugsað mikið um það, ekki fyrr en Polar Nanoq var snúið við á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá hafi vaknað grunsemdir hjá manninum, sem urðu til þess að hann gaf sig fram við sérsveit Ríkislögreglustjóra, sem þá var komin um borð í togarann. Eiganda úlpunnar var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan taldi sig geta útilokað aðild hans að málinu.

Þetta kemur heim og saman við heimildir Stundarinnar. Samkvæmt þeim gaf Thomas Møller þá skýringu að kastað hafi verið upp yfir úlpuna í bílaleigubílnum og því hafi hann tekið sig til og þrifið hana.

Þekkja Grindavíkurveg vegna Bláa lónsins

Þá greindi DV og síðar fréttastofa RÚV frá því á þriðjudaginn að skilríki Birnu hafi fundist við leit lögreglunnar í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Samkvæmt heimildum RÚV fundust skilríkin í ruslafötu. 

Lögreglan telur að rauða Kia Rio-bílaleigubílnum hafi verið ekið um 300 kílómetra á meðan hann var í leigu. Samkvæmt útreikningum lögreglunnar, þegar búið er að draga frá áætlaðan akstur innan höfuðborgarsvæðisins, standa eftir 100 til 150 kílómetrar sem nú er verið að reyna að kortleggja. Samkvæmt heimildum Stundarinnar telja þeir sem þekkja til áhafnarinnar að bílaleigubílnum hafi að öllum líkindum verið ekið suður Reykjanesbraut og síðan Grindavíkurveginn í átt að Suðurstrandarvegi.

„Þeir þekkja bara miðborgina í Reykjavík og síðan Bláa lónið. Þetta eru eiginlega einu tveir staðirnir sem þessir skipverjar fara á. Þegar ég las í fréttum að lögreglan væri að skoða hvaða leið var ekið þennan morgun þá hugsaði ég strax um Grindavíkurveginn,“ segir Íslendingur sem hefur aðstoðað útgerðina Polar Seafood sem á og rekur Polar Nanoq. Nokkrar leiðir koma þó til greina þegar aka á frá Hafnarfjarðarhöfn að Selvogsvita og er leiðin um Grindavíkurveg ein þeirra.

Skoða öldufar og sjávarstrauma

Lík Birnu fannst við Selvogsvita á sunnudaginn en lögreglan telur líklegt að hún hafi verið sett í sjó annars staðar og að sjórinn hafi borið hana upp í fjöruna. Vegagerðin hefur meðal annars aðstoðað við rannsókn málsins og hefur komið upplýsingum um öldufar og sjávarstrauma á þessu svæði frá þeim tíma sem Birna hvarf í miðborg Reykjavíkur og til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík hennar fannst.

Lögreglan reynir enn að kortleggja ferðir bifreiðarinnar frá því hún stöðvast við Hafnarfjarðarhöfn rétt eftir klukkan sex, laugardagsmorguninn 14. janúar. Samkvæmt fréttaflutningi sást annar maðurinn ganga um borð í togarann en hinn ók á brott. Þá hefur lögreglan greint frá því að ummerki á bílaleigubílnum gefa til kynna að honum hafi verið ekið um grýttan veg.

Þau sem hafa upplýsingar um málið eru hvött til að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
3
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
4
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
5
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“
8
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stans­laus leik­ur katt­ar­ins að mús­inni“

Í upp­hafi stríðs­ins í Úkraínu var Azovstal-verk­smiðj­an í Mariupol um­set­in og und­ir stans­laus­um árás­um Rússa svo mán­uð­um skipti. Þá flugu þyrlu­áhafn­ir með vist­ir til þeirra sem sátu fast­ir í verk­smiðj­unni. Ósk­ar Hall­gríms­son, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar, hitti þær á stærð­ar­inn­ar túni, um­kringd­ur hest­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár