Sigurður Stefán Almarsson, annar þeirra manna sem handteknir voru vegna rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálum á þriðjudaginn, bar vitni fyrir dómi og kom að minnsta kosti tvívegis sérstökum ábendingum til lögreglu þegar rannsókn málanna stóð yfir fyrir um 40 árum. Fyrri ábending Sigurðar varðaði aðild Sævars Marínós Ciesielskis og Erlu Bolladóttur að svonefndu póstsvikamáli og síðari ábendingin varð til þess að leitað var að líkum Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar við Grettisgötu án árangurs.
Þegar Stundin hafði samband við Sigurð í gærmorgun neitaði hann að tala við blaðamann og sleit símtalinu. Síðar um daginn greindu svo Mbl.is og Fréttatíminn frá því að hinir handteknu væru Sigurður og Þórður Jóhann Eyþórsson.
Athugasemdir