Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Almar í einkaviðtali: „Vigdís Hauks, móðirin sem ég aldrei átti“

Lista­mað­ur­inn Alm­ar Atla­son ræddi við Braga Pál, með­al ann­ars um áhrifa­valda sína í list­um, og an­arkist­ann Sig­mund Dav­íð.

Almar í einkaviðtali: „Vigdís Hauks, móðirin sem ég aldrei átti“
Almar Atlason. Listamaðurinn sem á sér fremur óhefðbunda áhrifavalda.

Almar Atlason kom í sitt fyrsta viðtal eftir að hann yfirgaf kassann, þar sem hann dvaldi nakinn í viku í beinni útsendingu. Viðtalið er fremur óhefðbundið, og má hér lesa brot úr því.

Óhefðbundir áhrifavaldar

Þegar Almar ræddi áhrifavalda sína í list, nefndi hann fyrst af öllu Britney Spears sem sinn uppáhalds listmann. Sagðist hann hlusta á lagið Everytime með Britney á hverjum einasta degi, og að það væri fallegasta lag sem hann hefði nokkurtíman heyrt. Hann stökk svo til og setti lagið á fóninn fyrir blaðamann, settist aftur niður, iðaði í sætinu og hlustaði einbeittur. Á meðan lagið hljómaði fór hann svo að tala um að það væru menn í Indlandi, með hakakrossinn húðflúraðan á sig, sem hefðu ekki hugmynd um hvað nasismi væri, og þeir syngju sko Britney Spears hástöfum.

Almar talaði einnig um að fleiri listamenn hefðu haft mikil mótandi áhrif á hann. Nefndi hann þar helst Gylfa Ægis, Vigdísi Hauksdóttur og Elliða Vignisson. Hann dró svo í land, og sagðist ekki mega tjá sig um þetta fólk.

Vigdís Hauks: Móðirin sem ég aldrei átti

„Þetta eru allt gamlir kennarar mínir, og ég hef lofað þeim því að halda ákveðinni leynd yfir okkar sambandi. Ég kalla Vigdísi til dæmis aldrei annað en Viggu frænku. Við erum reyndar ekki blóðskyld, en hún var mér móðirinn sem ég aldrei átti. Mér finnst rosalega sárt að sjá hlutina sem fólk er að skrifa um hana, ofboðslega rætin skrif, frá fólki sem skilur ekki list.

Ef, og nú er ég ekki að gefa neitt upp, en EF Vigdís Hauksdóttir væri gjörningalistamaður, þá er hún sá allra allra besti. Að fá fólk til þess að trúa því að viti borin manneskja, af tegundinni homo sapiens, haldi raunverulega fram allri þessari vitleysu, er ótrúlegt afrek. Mér finnst í raun algjör hneysa að við höfum ekki sent Vigdísi á Bienalinn. [Feneyja tvíæringurinn - ein virtasta listahátíð í heimi. innsk.blm]. Þess vegna verðum við að passa okkur að halda hennar listsköpun, og persónunni á bakvið hana aðskildri. Annað er bara mannhatur og ógeð.“

Sigmundur anarkisti á Alþingi kærleikans

„Sumir halda því svo fram að forsætisráðherrann okkar sé gjörningalistamaður, en það er kjaftæði. Það sér það náttúrulega hver heilvita maður að Sigmundur Davíð er anarkisti. Hann hefur reyndar tjáð sig um það í fjölda viðtala, en það er svo undarlegt hvað þau hafa flogið lágt. Samt hafa fræðimenn erlendis mikið verið að ræða þetta, en hérna á Íslandi hefur þetta furðu lítið verið rætt. Hann hefur nefnilega, alla sína valdatíð, stöðugt verið að færa völd frá forsætisráðherraembættinu, í hendurnar á almenningi. Í raun verið að að vinna ótrúlegt brautryðjendastarf fyrir fjölþjóða anarkismann. Hann er svona passive-aggressive-aktívisti. Ég hugsa að það verði titillinn á ævisögunni hans: Passive Aggressive Activist: The Self Sacrificing Lion.

Alþingi Íslendinga er líka algjörlega dásamlegur staður. Þegar maður gengur þarna inn er annað ómögulegt en að fyllast náungakærleik og gleði. Þarna eru stórar fallegar myndir af brosmildum mönnum að takast í hendur, og allur andinn innanhúss sem og utan ofboðslega fallegur og löðrandi í ást. Þetta er kærleiksmusteri okkar Íslendinga.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár