Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Almar í einkaviðtali: „Vigdís Hauks, móðirin sem ég aldrei átti“

Lista­mað­ur­inn Alm­ar Atla­son ræddi við Braga Pál, með­al ann­ars um áhrifa­valda sína í list­um, og an­arkist­ann Sig­mund Dav­íð.

Almar í einkaviðtali: „Vigdís Hauks, móðirin sem ég aldrei átti“
Almar Atlason. Listamaðurinn sem á sér fremur óhefðbunda áhrifavalda.

Almar Atlason kom í sitt fyrsta viðtal eftir að hann yfirgaf kassann, þar sem hann dvaldi nakinn í viku í beinni útsendingu. Viðtalið er fremur óhefðbundið, og má hér lesa brot úr því.

Óhefðbundir áhrifavaldar

Þegar Almar ræddi áhrifavalda sína í list, nefndi hann fyrst af öllu Britney Spears sem sinn uppáhalds listmann. Sagðist hann hlusta á lagið Everytime með Britney á hverjum einasta degi, og að það væri fallegasta lag sem hann hefði nokkurtíman heyrt. Hann stökk svo til og setti lagið á fóninn fyrir blaðamann, settist aftur niður, iðaði í sætinu og hlustaði einbeittur. Á meðan lagið hljómaði fór hann svo að tala um að það væru menn í Indlandi, með hakakrossinn húðflúraðan á sig, sem hefðu ekki hugmynd um hvað nasismi væri, og þeir syngju sko Britney Spears hástöfum.

Almar talaði einnig um að fleiri listamenn hefðu haft mikil mótandi áhrif á hann. Nefndi hann þar helst Gylfa Ægis, Vigdísi Hauksdóttur og Elliða Vignisson. Hann dró svo í land, og sagðist ekki mega tjá sig um þetta fólk.

Vigdís Hauks: Móðirin sem ég aldrei átti

„Þetta eru allt gamlir kennarar mínir, og ég hef lofað þeim því að halda ákveðinni leynd yfir okkar sambandi. Ég kalla Vigdísi til dæmis aldrei annað en Viggu frænku. Við erum reyndar ekki blóðskyld, en hún var mér móðirinn sem ég aldrei átti. Mér finnst rosalega sárt að sjá hlutina sem fólk er að skrifa um hana, ofboðslega rætin skrif, frá fólki sem skilur ekki list.

Ef, og nú er ég ekki að gefa neitt upp, en EF Vigdís Hauksdóttir væri gjörningalistamaður, þá er hún sá allra allra besti. Að fá fólk til þess að trúa því að viti borin manneskja, af tegundinni homo sapiens, haldi raunverulega fram allri þessari vitleysu, er ótrúlegt afrek. Mér finnst í raun algjör hneysa að við höfum ekki sent Vigdísi á Bienalinn. [Feneyja tvíæringurinn - ein virtasta listahátíð í heimi. innsk.blm]. Þess vegna verðum við að passa okkur að halda hennar listsköpun, og persónunni á bakvið hana aðskildri. Annað er bara mannhatur og ógeð.“

Sigmundur anarkisti á Alþingi kærleikans

„Sumir halda því svo fram að forsætisráðherrann okkar sé gjörningalistamaður, en það er kjaftæði. Það sér það náttúrulega hver heilvita maður að Sigmundur Davíð er anarkisti. Hann hefur reyndar tjáð sig um það í fjölda viðtala, en það er svo undarlegt hvað þau hafa flogið lágt. Samt hafa fræðimenn erlendis mikið verið að ræða þetta, en hérna á Íslandi hefur þetta furðu lítið verið rætt. Hann hefur nefnilega, alla sína valdatíð, stöðugt verið að færa völd frá forsætisráðherraembættinu, í hendurnar á almenningi. Í raun verið að að vinna ótrúlegt brautryðjendastarf fyrir fjölþjóða anarkismann. Hann er svona passive-aggressive-aktívisti. Ég hugsa að það verði titillinn á ævisögunni hans: Passive Aggressive Activist: The Self Sacrificing Lion.

Alþingi Íslendinga er líka algjörlega dásamlegur staður. Þegar maður gengur þarna inn er annað ómögulegt en að fyllast náungakærleik og gleði. Þarna eru stórar fallegar myndir af brosmildum mönnum að takast í hendur, og allur andinn innanhúss sem og utan ofboðslega fallegur og löðrandi í ást. Þetta er kærleiksmusteri okkar Íslendinga.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár