Ein umtalaðasta leiksýning nýliðins leikárs var Könnunarleiðangur til KOI sem leikhópurinn Sómi þjóðar setti á svið í Tjarnarbíói. Verkið er framhald af fyrri sýningu hópsins, MP5, og þeir Sómamenn hafa boðað fleiri sýningar um geimfarana Ísak og Vilhjálm, sem svo rækilega hafa leikið sig inn í hjörtu áhorfenda. Annar tveggja leikara í þessum sýningum er Tryggvi Gunnarsson, sem jafnframt er einn af stofnendum leikhópsins. Hann svarar því hvers vegna Sómi þjóðar varð til, hvernig það er að tapa á Grímunni og hvers vegna maður er ekki í spandexi ofan í helli.
„Við vildum bara gera okkar eigið leikhús á eigin forsendum. Án þess að hafa einhvers konar yfirstjórn eða pressu á selda miða. Við vildum líka þróa okkar eigin listrænu nálgun sem byggist fyrst og fremst á jafnræði allra þátttakenda og sameiginlegri listrænni ábyrgð. – Svo vildi enginn ráða okkur í vinnu.“
Athugasemdir