Það er frábær þumalputtaregla að borða helst mat í öllum regnbogans litum. Einn lit ættum við þó að setja ofan í okkur á hverjum einasta degi, grænan, og þá sérstaklega í formi laufmetis.
Á Íslandi er ekki hlaupið að því að fá fjölbreytt laufmeti allan ársins hring, en með útsjónarsemi og fyrirhyggju ætti þó alltaf að vera hægt að finna eitthvað við hæfi: Grænkál, spínat, klettakál, rauðrófukál, spergilkál, hvítkál, jafnvel fíflablöð. Allir ættu að geta séð grænt þegar þeir opna ísskápinn og líta á matardiskinn.
Grænkál
Íslendingar eru gjarnir á að fá hor í nös. Oft er fólki ráðlagt að hækka þá inntöku á C-vítamíni, en það getur einnig verið gagnlegt til þess að koma í veg fyrir skyrbjúg. Mörgum dettur þá í hug að fá sér appelsínu, en í raun er meira af C-vítamíni í grammi af káli heldur en grammi af appelsínu.
Athugasemdir