Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Algjör óvissa á Fréttatímanum

Eng­inn hef­ur mætt til vinnu á rit­stjórn Frétta­tím­ans frá því að síð­asta tölu­blað kom út 7. apríl síð­ast­lið­inn.

 Algjör óvissa á  Fréttatímanum
Gunnar Smári Egilsson Undirbýr nú stofnun Sósíalistaflokks Íslands á meðan fyrrverandi undirmenn hans á Fréttatímanum bíða svara um hver framtíð þeirra í starfi verður. Mynd: Sigtryggur Ari / DV

Enn blasir algjör óvissa við starfsfólki Fréttatímans, sem er engu nær um hver framtíð blaðsins verður. Það bíður nú frétta af endurskipulagningu rekstrarins og því hvort takist að fá nýja fjárfesta að borðinu. Þeim hafa engar fréttir borist frá stjórnendum frá því fyrir síðustu helgi. Enn hafa níu starfsmenn ekki fengið greidd laun fyrir vinnu sína. Eftir því sem Stundin kemst næst voru þeir sem fengu greidd laun þeir starfsmenn sem unnu við síðasta útgefna tölublað Fréttatímans, sem kom út 7. apríl. Ekki liggur fyrir hvort Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi útgefandi og annar ritstjóra, hafi fengið greidd laun. 

Blaðamaður Stundarinnar óskaði eftir viðtali við Þóru Tómasdóttur, hinn ritstjóra Fréttatímans, en hún vildi ekki tjá sig frekar en hún hefur gert í fjölmiðlum síðustu daga, enda hefði hún engar nýjar fréttir. Í viðtali á Vísi síðastliðinn fimmtudag, þegar ljóst var að ekki kæmi út blað á laugardegi, sagði hún: „Hluti starfsfólks …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár