Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Algjör óvissa á Fréttatímanum

Eng­inn hef­ur mætt til vinnu á rit­stjórn Frétta­tím­ans frá því að síð­asta tölu­blað kom út 7. apríl síð­ast­lið­inn.

 Algjör óvissa á  Fréttatímanum
Gunnar Smári Egilsson Undirbýr nú stofnun Sósíalistaflokks Íslands á meðan fyrrverandi undirmenn hans á Fréttatímanum bíða svara um hver framtíð þeirra í starfi verður. Mynd: Sigtryggur Ari / DV

Enn blasir algjör óvissa við starfsfólki Fréttatímans, sem er engu nær um hver framtíð blaðsins verður. Það bíður nú frétta af endurskipulagningu rekstrarins og því hvort takist að fá nýja fjárfesta að borðinu. Þeim hafa engar fréttir borist frá stjórnendum frá því fyrir síðustu helgi. Enn hafa níu starfsmenn ekki fengið greidd laun fyrir vinnu sína. Eftir því sem Stundin kemst næst voru þeir sem fengu greidd laun þeir starfsmenn sem unnu við síðasta útgefna tölublað Fréttatímans, sem kom út 7. apríl. Ekki liggur fyrir hvort Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi útgefandi og annar ritstjóra, hafi fengið greidd laun. 

Blaðamaður Stundarinnar óskaði eftir viðtali við Þóru Tómasdóttur, hinn ritstjóra Fréttatímans, en hún vildi ekki tjá sig frekar en hún hefur gert í fjölmiðlum síðustu daga, enda hefði hún engar nýjar fréttir. Í viðtali á Vísi síðastliðinn fimmtudag, þegar ljóst var að ekki kæmi út blað á laugardegi, sagði hún: „Hluti starfsfólks …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
6
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár