Enn blasir algjör óvissa við starfsfólki Fréttatímans, sem er engu nær um hver framtíð blaðsins verður. Það bíður nú frétta af endurskipulagningu rekstrarins og því hvort takist að fá nýja fjárfesta að borðinu. Þeim hafa engar fréttir borist frá stjórnendum frá því fyrir síðustu helgi. Enn hafa níu starfsmenn ekki fengið greidd laun fyrir vinnu sína. Eftir því sem Stundin kemst næst voru þeir sem fengu greidd laun þeir starfsmenn sem unnu við síðasta útgefna tölublað Fréttatímans, sem kom út 7. apríl. Ekki liggur fyrir hvort Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi útgefandi og annar ritstjóra, hafi fengið greidd laun.
Blaðamaður Stundarinnar óskaði eftir viðtali við Þóru Tómasdóttur, hinn ritstjóra Fréttatímans, en hún vildi ekki tjá sig frekar en hún hefur gert í fjölmiðlum síðustu daga, enda hefði hún engar nýjar fréttir. Í viðtali á Vísi síðastliðinn fimmtudag, þegar ljóst var að ekki kæmi út blað á laugardegi, sagði hún: „Hluti starfsfólks …
Athugasemdir