Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ætlast til þess að Eygló segi sig úr ríkisstjórn

Þunga­vigtar­fólki í Sjálf­stæð­is­flokkn­um er nóg boð­ið vegna hjá­setu Eygló­ar Harð­ar­dótt­ur við af­greiðslu fjár­mála­áætl­un­ar. Taldi hún að ekki væri nægi­lega hlúð að barna­fjöl­skyld­um, öldr­uð­um og ör­yrkj­um. Áhrifa­menn í Fram­sókn­ar­flokkn­um koma henni til varn­ar.

Ætlast til þess að Eygló segi sig úr ríkisstjórn

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálaáætlunar og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þegar greidd voru atkvæði um málin á Alþingi í gær.

Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Óli Björn Kárason varaþingmaður sama flokks, gera því skóna á samfélagsmiðlum að réttast væri að Eygló segði sig úr ríkisstjórn. Samherjar Eyglóar úr Framsóknarflokknum koma henni hins vegar til varnar.

Ástæðan sem Eygló gaf fyrir hjásetu sinni er sú að hún telur ekki nægilega vel hugað að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum í fjármálaáætluninni.

Þetta er sams konar gagnrýni og hefur heyrst frá þingmönnum vinstriflokkanna undanfarnar vikur. 

Í nefndaráliti Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, er til dæmis bent á að í fjármálaáætluninni er lagt upp með að barnabætur verði einungis ætlaðar tekjulægstu fjölskyldum landsins, semsagt eins konar fátækrastyrkur ólíkt því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Stundin fjallaði um þennan þátt áætlunarinnar fyrr í sumar. Auk þess telur Oddný að fjármálaáætlunin geri ekki ráð fyrir þeim fjármunum sem nauðsynlegir eru til að ná yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um að bæta kjör aldraðra og öryrkja, né liggi fyrir hvort húsnæðisstuðningur við leigjendur sé að fullu fjármagnaður. 

Á leið úr ríkisstjórn?

Urgur er í sjálfstæðismönnum vegna framgöngu Eyglóar. „Félags- og húsnæðisráðherra Eygló Harðardóttir gat ekki stutt fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag,“ skrifar Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Facebook og bætir við: „Þessi sami ráðherra hlýtur þá að vera á leið út úr þessari ríkisstjórn eða hvað?“

Óli Björn Kárason er sama sinnis og skrifar: „Ráðherra sem ákveður að styðja ekki ríkisstjórnarmál, hefur tekið ákvörðun um að afhenda forsætisráðherra afsagnarbréf. Eygló Harðardóttir hlýtur að óska eftir fundi með forsætisráðherra áður en reglubundinn ríkisstjórnarfundur hefst á morgun.“

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kemur flokkssystur sinni til varnar. „Ég fagna því að Eygló Harðardóttir sé í ríkisstjórn og ég myndi sem þingflokksformaður aldrei setja það á dagskrá að hún fari þaðan út. Hún hefur frá fyrsta degi haldið fyrirvara sínum við þessa fjármálaáætlun mjög skýrt á lofti og því er þetta engin sérstök "taktík". Ef eitthvað er ekki boðlegt þá er það hvernig ráðist er á hana af samstarfsfélögum fyrir að fylgja eigin sannfæringu,“ skrifar hann. Svo tekur hann snyrtilega undir gagnrýni hennar á fjármálaáætlunina sem hann greiddi þó sjálfur atkvæði með: „Það væri nær að þeir sem hæst hafa hlusti og velti því fyrir sér hvort ekki sé sannleikskorn í málflutningi hennar um velferðarmál.“

Og Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins, sendir Ragnheiði Ríkharðsdóttur pillu og nýtir sér orðatiltæki úr smiðju Vigdísar Hauksdóttur:

Jóhannes Þór Skúlason
Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

„Ekki boðlegt, segir þingflokksformaðurinn nú, enda sjálf alltaf verið sammála öllu sem ríkisstjórnin leggur fram...eða þannig. Einhverntíma hefði þetta verið kallað að kasta grjóti úr steinhúsi... ;)“

Þá tjáir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sig um útspil Eyglóar og segir orð hennar um hlutskipti barnafjölskyldna og lífeyrisþega í fjármálaáætluninni staðfesta að ríkisstjórnin hafi svikið þá sem síst skyldi. „Bjarni hefur dyggilega staðið vaktina fyrir hina efnamestu. En velferðarráðherrann ber vitni um að í höndum hans og annarra ráðherra séu barnafjölskyldur, aldraðir og öryrkjar afskipt,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár