Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

4,3 milljarða skuldir Aska Capital afskrifaðar

Eigna­safn Seðla­bank­ans var stærsti kröfu­haf­inn.

4,3 milljarða skuldir Aska Capital afskrifaðar
Tryggvi Þór Herbertsson Mynd: Pressphotos.biz

Skiptum á þrotabúi Aska Capital hf. er nú lokið, sjö árum eftir að stjórn fjárfestingabankans óskaði eftir að hann yrði tekinn til slitameðferðar. 

Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu var samþykkt úthlutunargerð á skiptafundi þann 30. desember 2016 um að forgangskröfur í þrotabúið yrðu greiddar að fullu, alls 77 milljónir króna. Hins vegar verða aðeins 3 milljarðar greiddir upp í samþykktar almennar kröfur sem alls námu 7,3 milljörðum króna. Þannig verða kröfuhafar af 4,3 milljörðum vegna gjaldþrots fjárfestingarbankans, en stærsti kröfuhafinn í Askar Capital var Eignasafn Seðlabanka Íslands, einkahlutafélag sem heldur utan um kröfur sem Seðlabankinn stóð uppi með eftir bankahrunið. 

Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2009 til 2013, var forstjóri Aska Capital fyrir hrun. Fjárfestingarbankinn var meðal annars í eigu Milestone, fyrirtækis Karls og Steingríms Wernerssonar, umsvifamikill á fjármálamarkaði og með starfsemi á Indlandi, í Lúxemborg, Rúmeníu og Bandaríkjunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár