Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

11 leiðir til að stöðva löngun í óhollan mat og sykur

Þeg­ar þú sæk­ir í óholl­ustu er ástæða fyr­ir því.

11 leiðir til að stöðva löngun í óhollan mat og sykur

Sá matur sem fólk hefur sterkustu löngunina í eru gjarnan mikið unnin matvæli og sykruð.

Löngun í slíkan mat er ein af helstu ástæðum þess að fólk lendir í ofþyngd.
Hér eru ellefu leiðir til að fyrirbyggja eða stöðva löngun í óhollan mat og sykur.

1.    Drekktu vatn

Þorsta er oft ruglað saman við hungur eða löngun í mat. Ef þú finnur skyndilega þörf fyrir ákveðinn mat, prófaðu að drekka vatnsglas og bíða í nokkrar mínútur. 

Þess fyrir utan hefur rífleg vatnsdrykkja margs konar góð áhrif á heilsufar. Rannsóknir sýna að hjá miðaldra og eldra fólki getur vatnsdrykkja fyrir máltíðir takmarkað matarlyst og hjálpað til við þyngdarminnkun.

2.    Borðaðu meira prótein

Að neyta meira próteins getur minnkað matarlyst og haldið þér frá ofáti. Próteinneysla minnkar líka löngun, heldur þér söddum/saddri og fullnægðum/fullnægðri lengur. Ein rannsókn á táningsstúlkum í ofþyngd sýndi fram á að morgunverður með háu próteininnihaldi minnkaði matarlyst teljanlega. Önnur rannsókn á karlmönnum í yfirþyngd sýndi að aukning á próteininntöku upp í 25% allrar kaloríuneyslu minnkaði matarlyst um 60%. Til viðbótar minnkaði löngunin í kvöldsnarl um 50%.

3.    Haltu þig frá freistingunni

Þegar þú upplifir sterka löngun í óhollan mat, haltu þig frá honum.
Farðu til dæmis í göngutúr eða sturtu til að færa fókusinn yfir á eitthvað annað. Breyting á hugsunum og umhverfi kann að hjálpa til við að minnka löngunina.

Sumar rannsóknir hafa sýnt að matarlyst og löngun minnki við það að tyggja tyggjó.

4.    Planaðu máltíðirnar

Reyndu að skipuleggja máltíðir fyrir fram, út daginn eða vikuna.
Þú útilokar óvissu- og hvatvísisáhrifin með því að vita hvað þú munt borða. Ef þú þarft ekki að hugsa um hvað þú borðar í næstu máltíð er ólíklegra að þú látir freistast og minni líkur á því að löngun í óhollustu vakni.

5.    Forðastu mikið hungur

Til að forðast glorhungur er mikilvægt að borða reglulega og hafa hollt snarl við höndina. Með undirbúningi er hægt að koma í veg fyrir að löngunin vakni yfirhöfuð. 

6.    Losaðu burt stressið

Streita er líkleg til að auka löngun í mat og hafa áhrif á matarvenjur, sérstaklega hjá konum.

Konur undir álagi og í streituástandi borða marktækt fleiri hitaeiningar og upplifa meiri matarlyst en konur sem ekki upplifa stress.

Því til viðbótar eykur stress kortísol-magnið í blóðinu, en það er hormón sem stuðlar að þyngdaraukningu, sérstaklega á magasvæðinu.

Reyndu að lágmarka streituvalda í umhverfinu með því að skipuleggja, hugleiða og almennt hægja á þér.

7.    Neyttu spínats

Spínat-extract er nýtt fæðubótarefni, unnið úr laufum spínatsins. Það hjálpar til við að hægja á meltingu fitu, sem eykur styrk hormóna sem minnka matarlyst og hungur. Rannsóknir hafa sýnt að neysla á 3,7 til 5 grömmum á spínatkjarnaþykkni með máltíð minnki matarlyst og -löngun í nokkrar klukkustundir. Ein rannsókn á konum í ofþyngd sýndi að 5 grömm af spínatþykkni daglega minnkaði löngun í súkkulaði og sykraðan mat um heil 87 til 95%. 

8.    Stundaðu meðvitaða neyslu

Meðvituð matarneysla, eða „mindful eating“, er tegund af hugleiðslu sem kennir þér að þróa meðvitund um matarvenjur, tilfinningar, hungur, langanir og skynjanir. Meðvituð matarneysla kennir þér að greina á milli löngunar og raunverulegs, líkamlegs hungurs. Hún hjálpar þér að velja viðbragð í stað þess að bregðast við af hugsunarleysi eða hvatvísi. 
Að borða meðvitað felur í sér að vera að fullu til staðar meðan þú borðar, hægja á þér og tyggja vel og tryggilega. Það er mikilvægt að forðast truflanir, líkt og sjónvarp eða snjallsíma. 

Sex vikna rannsókn á neyslu þeirra sem stunda ofát leiddi í ljós að meðvituð matarneysla dró úr tilfellum ofáts úr fjórum í eitt og hálft á viku. Hún hafði einnig í för með sér að tilfellin voru vægari. 

9.    Fáðu nógan svefn

Matarlyst stýrist að miklu leyti af hormónum sem sveiflast í styrk eftir því sem dagurinn líður. Svefnskortur truflar sveiflurnar og getur leitt til óreglu í matarlyst og sterkra langana. Rannsóknir sýna að fólk sem glímir við skertan svefn er 55% líklegra til að vera í ofþyngd í samanburði við þá sem fá fullnægjandi svefn. Af þessari ástæðu er góður svefn eitt áhrifaríkasta tólið til að fyrirbyggja langanir sem lama viljastyrkinn.

10.    Borðaðu almennilegar máltíðir

Hungur og skortur á lykilnæringarefnum getur verið orsakavaldur löngunar í óhollustu. Með því að borða almennilegar máltíðir á matmálstímum er hægt að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarfnast og þú upplifir ekki óhóflegt hungur skömmu eftir máltíðina. 
Ef þú þarfnast þess að fá snarl á milli mála ættirðu að tryggja að það sé hollt. Haltu þig við náttúrulega, óunna fæðu, eins og ávexti, hnetur, grænmeti eða fræ. 

11.    Ekki fara svangur/svöng í búðina

Matvælaverslanir eru líklega versti staðurinn til að vera á þegar maður er svangur eða hefur sterka löngun í mat. Í fyrsta lagi færðu þar aðgengi að hvaða mat sem er og í öðru lagi er óhollasta matnum yfirleitt stillt upp í augnhæð. Besta leiðin til að forðast matargræðgi í búðinni er að versla bara í matinn skömmu eftir að hafa borðað, aldrei þegar þú upplifir hungur.

Niðurstaða

Sterk löngun í mat er mjög algeng. Meira en 50% fólks upplifa hana reglulega.

Hún leikur lykilhlutverk í þyngdaraukningu, matarfíkn og ofáti. 

Að vera meðvitaður um langanir sínar og það sem kveikir þær gerir það mun auðveldara að forðast þær. Það gerir það líka mun auðveldara að borða hollan mat og léttast, ef það er ætlunin.

Greinin birtist upphaflega á Authority Nutrition.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár