Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

10 ummerki andlegs ofbeldis

10 ummerki andlegs ofbeldis

Sigga er íslensk kona á þrítugsaldri sem hefur vakið athygli fyrir að skrifa undir dulnefni um bataferli sitt sem gerandi andlegs ofbeldis. Í síðustu færslu fór hún í gegnum tíu atriði sem bandaríski sálfræðingurinn Tara Palmatier setti saman til að varpa ljósi á ummerki andlegs ofbeldis í nánum samböndum. Sigga segir nokkur atriði eiga vel við sig, önnur ekki. Hér eru atriðin í lauslegri þýðingu:


Kúgun

Ef maki þinn fær ekki sínu framgengt fer allt til helvítis. Hann vill stjórna þér og beitir tilfinningalegum hótunum til þess að ná sínu fram. Hann ræðst á þig munnlega og með hótunum þar til þú lætur undan. Hann finnur til valds þegar hann nær að stjórna þér. Fólk með sjálfhverfa persónuleikaröskun (narcissism) beitir oft kúgun og hótunum til þess að fá sínu framgengt. 


Óraunhæfar væntingar

Sama hversu mikið þú reynir eða gefur af þér, það er aldrei nóg. Maki þinn ætlast til þess að þú hættir umsvifalaust því sem þú ert að gera til þess að mæta hans þörfum. Sama hversu mikil fyrirhöfn það er, hann á að vera í forgangi. Hann er með endalausan lista af kröfum sem enginn dauðlegum maður mun nokkurn tíma uppfylla. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
6
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár