Þegar flest fólk hugsar um hryðjuverkamenn sér það fyrir sér svartklæddan karlmann með lambhúsettu í dínamítvesti sveiflandi sveðju í gegnum hálsinn á saklausum vestrænum blaðamanni AK47 byssan danglandi ALLAH ACHBAR öskrandi frelsis og kvenhatandi arabadjöful sem ber þann eina draum í brjósti að útrýma öllum sem ekki trúa á hinn eina sanna Múhammeð og við hvíta fólkið þurfum bara að hætta að vera svona barnaleg að halda að við getum bara verið með opin fjölmenningarleg landamæri og óvopnaða lögreglu af því eins og þróunin á Norðurlöndum sýnir þá þurfum við að opna augun og átta okkur á því að sharía lög séu hættuleg og að íslenska lopapeysan er í raunverulegri hættu á að vera skotin í tætlur ef við heftum ekki ferðafrelsi og tökum ekki upp smá praktískan rasisma.
Raunveruleikinn er hinsvegar sá, að þrátt fyrir að fólk sem aðhyllist Íslam telji 1.6 milljarða fremja þeir aðeins brotabrot þeirra hryðjuverka sem eiga sér stað í heiminum.
Samkvæmt FBI voru 94% af öllum hryðjuverkum í Bandaríkjunum milli 1980 og 2005 framin af öðrum en Múslimum. Aðeins 6% vorum framin af hinum illræmdu Íslamistum.¹
Í Evrópu er svipaða sögu að segja:
Af 294 hryðjuverkaárásum í Evrópu árið 2009 var aðeins ein tengd Íslamistum. Af 249 hryðjuverkaárásum í Evrópu árið 2010 voru aðeins þrjár tengdar Íslamistum. Engin af þeim 174 hryðjuverkaárásum sem áttu sér stað í Evrópu árið 2011 voru tengdar Íslamistum. Af 219 hryðjuverkaárásum sem áttu sér stað í Evrópu árið 2012 voru aðeins sex þeirra á einhvern hátt tengdar trúarhópum.²
Árið 2013 voru skráðar 152 hryðjuverkaárásir í Evrópu. Aðeins tvær þeirra voru framkvæmdar af trúarhópum, en 84 þeirra voru hinsvegar framkvæmdar af rasískum samtökum og aðskilnaðarsinnum.³
„Mætum hatri og hræðslu með ást og fræðslu.“
Af þessu mætti draga þá ályktun að hættan af rasistum sé mun meiri en hættan af Íslam og fylgjendum þess. Því skulum við uppfræða þá, sem nota árásina í París sem farveg og eldivið fyrir fáfróðar skoðanir sínar, með grjóthörðum staðreyndum. Mætum hatri og hræðslu með ást og fræðslu.
„Í þessum heimi
hefur hatur ekki enn eytt hatri.
Ástin ein sigrar hatrið.
Þetta er Lögmálið,
fornt og óþrjótandi.
Við vitum það,
svo afhverju ættum við deila?“
-Búdda
²http://thinkprogress.org/world/2015/01/08/3609796/islamist-terrorism-europe/
³http://www.thedailybeast.com/articles/2015/01/14/are-all-terrorists-muslims-it-s-not-even-close.html
Athugasemdir