Undanfarið hef ég verið viðriðinn rannsókn á stærsta leka trúnaðargagna sem hefur átt sér stað, sem afhjúpar stórfellda spillingu þvert í gegnum ríkisstjórnir heimsins, viðskiptalífið, og allt. Niðurstöðurnar eru sláandi. Þær eru líka vel þekktar.
Þetta er annar stóri lekinn sem ég kem að með beinum hætti. Sá fyrri kom til af því að Chelsea Manning ákvað að afhjúpa skyldi tugi þúsunda stríðsglæpa og ýmislegt annað í leiðinni.
Sá leki var upphafið að iðnvæðingu upplýsingaleka. Lekar höfðu fram að því átt sér stað í smáum skömmtum, örfá skjöl eða í mesta lagi nokkrir kassar. Pentagon-skjölin voru stærsta undantekningin. Með iðnvæðingunni fór að tíðkast að heilu gagnasöfnin yrðu afhjúpuð.
Meðal stórra leka má nefna Snowden-skjölin (sem sönnuðu stórfellt eftirlit bandaríkjastjórnar með nær öllu mannkyninu), Climategate- skjölin (sem voru um margt misskilin) og Stratfor-lekinn (sem sýndi ótrúlega spillingu meðal ráðgjafa herveldisins). Það eru miklu fleiri minni lekar líka, frá upplýsingaleka úr leyniþjónustu Aserbaídsjans yfir í Lánabók Kaupþings.
Það sem sameinar þetta allt er sá skilningur að þessi gögn eiga erindi við almenning. Það færi enginn heilvita maður að leka öllum sjúkraskrám lands. Þær koma almenningi ekki við. En upplýsingar um að forsætisráðherra Íslands eða forseti Rússlands sé að fela miklar eignir - það er augljóslega fyrir almenning að vita.
En hvar endar þetta?
Eðlilegast væri að samfélagið þróist og þroskist. Að leyndarmál yfirstéttarinnar og stjórnmálanna hætti af vera leyndarmál.
Þetta krefst bæði betri laga sem tryggja gagnsæi, meiri alþjóðasamvinnu um að loka á ýmsa felustaði, og betri verndar fyrir fólk eins og Edward Snowden og Chelsea Manning, sem leggja líf sitt í hættu til að upplýsa almenning um afbrot.
Þetta þarf yfir alla að ganga. Á þriðjudaginn hrósaði Barack Obama Bandaríkjaforseti þeim sem komu að Panama-skjölunum. Á meðan sat Chelsea Manning í fangelsi og Edward Snowden í útlegð, bæði fyrir sambærilegar uppljóstranir.
Hræsnin bergmálaði um heim allan.
Stuttu síðar birtist frétt sem sýndi að CIA var að nota sömu aflandseyjar og Sigmundur Davíð til að fela eignir, stunda peningaþvætti, og auðga útsendara sína. Þá hefur verið kátt í Hvíta húsinu, gæti ég trúað.
Á sama tíma var Sergey Peskov, blaðamannafulltrúi Vladimir Putins, að sverja af sér aflandseignir sínar og fullyrða að þetta væri nú bara allt eitt allsherjar samsæri Vesturlanda gegn Rússlandi. Hann segir þetta raunar um nákvæmlega allt sem fréttist af misgjörðum Putins.
Gagnsæi hefur þann tilgang að tryggja að fólk geti ekki misnotað völd sín eða aðstöðu í óþökk samfélagsins. Greitt aðgengi að upplýsingum gerir almenningi kleift að taka betri ákvarðanir. En gagnsæi verður fyrr eða síðar að hætta að vera eitthvað sem kemur örsjaldan og þá í stórum skömmtum, ef vel á að vera.
Það er á ábyrgð allra að veita nægt aðhald þeim sem eru valdameiri í samfélaginu, að heimta að allt sé uppi á borðum.
Ef við viljum raunverulegt lýðræði er ekkert annað í boði en að auka á gagnsæið, og hætta að refsa þeim sem leggja allt í sölurnar fyrir það.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Smári McCarthy
Afhjúpum samfélagið okkar
Smári McCarthy skrifar um stærstu leka sögunnar og hræsnina sem þeir afhjúpa.
Mest lesið

1
Sif Sigmarsdóttir
Það sem enginn segir á dánarbeði
Ef dagurinn í dag væri síðasti dagur ævi þinnar, hver væri mesta eftirsjáin?

2
Köstuðu grjóti að selum í Ytri Tungu
Ferðamenn náðust á myndband við að kasta steinum í átt að selum við fjöruna í Ytri Tungu á Snæfellsnesi.

3
Sex leiðir til að þvætta peninga
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur birt lista yfir leiðir sem farnar eru við peningaþvætti á Íslandi. Lögreglan telur nýlegan dóm staðfesta að peningaþvættisþjónusta sé seld af sérfræðingum hér á landi.

4
Milljarðasamningur ekki borinn undir Bæjarráð Hafnarfjarðar
Milljarðasamningur vegna skólamatar í Hafnarfirði við lítið og óreynt fyrirtæki var ekki lagður fyrir bæjarráð. Ekkert fyrirtæki bauð í verkið.

5
Guðni kallar eftir miklum breytingum á stjórnarskránni
Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, kallar eftir breytingum á stjórnarskrá sem snúa að embætti forsetans og stöðu íslenskrar tungu, auk þess sem hann vill færa mannréttindakaflann fremst. Hann vill ekki setja auðlindaákvæði með þeirri vinnu vegna pólitískra deilna um það.

6
Raunverulegur hagvöxtur mun minni á Íslandi en í ESB
Lítill hagvöxtur hefur verið á Íslandi síðustu fimm ár ef tekið er tillit til mannfjölgunar. Samhliða henni hefur álag á innviði aukist verulega og fasteignaverð tvöfaldast að raunvirði.
Mest lesið í vikunni

1
Þorleifur Kamban látinn: „Einstaklega fjölhæfur og skapandi“
Þorleifur Kamban lést langt fyrir aldur fram en afrekaði margt. Hann var listamaður og grafískur hönnuður auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir heimildarþáttaröð um barnsfæðingar.

2
Sif Sigmarsdóttir
Það sem enginn segir á dánarbeði
Ef dagurinn í dag væri síðasti dagur ævi þinnar, hver væri mesta eftirsjáin?

3
Rósa fékk um 30 milljónir í laun á 11 mánuðum frá hinu opinbera
Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gegndi fleiri en einu starfi á sama tíma. Hún hætti störfum fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í lok október, og fellur þar með um 900 þúsund í launum.

4
Íslandsbanki festir niður sögulega háa vexti eftir dóm
Meðalvextir fastra verðtryggðra húsnæðislána Íslandsbanka hafa verið um 3,6% frá 2012 en eru nú fastir í 4,75% með lágmarkið í 3,5%, eftir viðbrögð bankans við vaxtadómi Hæstaréttar.

5
Köstuðu grjóti að selum í Ytri Tungu
Ferðamenn náðust á myndband við að kasta steinum í átt að selum við fjöruna í Ytri Tungu á Snæfellsnesi.

6
Sex leiðir til að þvætta peninga
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur birt lista yfir leiðir sem farnar eru við peningaþvætti á Íslandi. Lögreglan telur nýlegan dóm staðfesta að peningaþvættisþjónusta sé seld af sérfræðingum hér á landi.
Mest lesið í mánuðinum

1
Vöknuðu upp við martröð
„Það er búið að taka frá honum öryggi og traust,“ segir móðir tíu ára drengs sem lýsti alvarlegum atvikum þegar maður braust inn á heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði. Foreldrar drengsins segja frá átakanlegri nótt sem hefur markað líf þeirra síðan, í von um að saga þeirra hjálpi öðrum sem upplifa alvarleg áföll.

2
Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
Á átján ára afmælisdaginn vaknaði Fannar Freyr Haraldsson á neyðarvistun og fékk langþráð frelsi eftir að hafa þvælst í gegnum meðferðarkerfi ríkisins. Hann, Gabríel Máni Jónsson og Arnar Smári Lárusson lýsa reynslu sinni af kerfinu sem átti að grípa þá sem börn og unglingar. Tveir þeirra byrjuðu að sprauta sig í meðferð, samt sammælast þeir um að þessi inngrip séu líklegasta ástæðan fyrir því að þeir lifðu af. Ekkert langtímaúrræði er fyrir stráka sem stendur.

3
Sögðu skilið við „vókið“ og urðu íhaldsmenn
Tveir ungir Miðflokksmenn hafa lýst færslu sinni frá frjálslyndi og vinstrimennsku og yfir til íhaldssamra og þjóðlegra gilda í nýlegum viðtölum. „Ég held okkur gæti öllum liðið miklu betur ef við myndum bara aðeins fara að ná jarðtengingu og smá skynsemi,“ segir annað þeirra.

4
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, fjallaði ítrekað um samninga sem vörðuðu lóðir bensínstöðva þrátt fyrir að eiginmaður hennar stýrði móðurfélagi Skeljungs. Lóðir bensínstöðva Skeljungs hafa síðan verið seldar til tengdra félaga fyrir vel á annan milljarð króna. Hún segir hæfi sitt aldrei hafa komið til álita.

5
Þorleifur Kamban látinn: „Einstaklega fjölhæfur og skapandi“
Þorleifur Kamban lést langt fyrir aldur fram en afrekaði margt. Hann var listamaður og grafískur hönnuður auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir heimildarþáttaröð um barnsfæðingar.

6
Arnaldur og Yrsa fá 20 milljónir hvort
Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir hafa bæði fjárfest í verðbréfum í gegnum félögin sem halda utan um ritstörf þeirra. Arnaldur á verðbréf fyrir meira en milljarð og Yrsa hefur fjárfest í skráðum hlutabréfum.

































Athugasemdir