Undanfarið hef ég verið viðriðinn rannsókn á stærsta leka trúnaðargagna sem hefur átt sér stað, sem afhjúpar stórfellda spillingu þvert í gegnum ríkisstjórnir heimsins, viðskiptalífið, og allt. Niðurstöðurnar eru sláandi. Þær eru líka vel þekktar.
Þetta er annar stóri lekinn sem ég kem að með beinum hætti. Sá fyrri kom til af því að Chelsea Manning ákvað að afhjúpa skyldi tugi þúsunda stríðsglæpa og ýmislegt annað í leiðinni.
Sá leki var upphafið að iðnvæðingu upplýsingaleka. Lekar höfðu fram að því átt sér stað í smáum skömmtum, örfá skjöl eða í mesta lagi nokkrir kassar. Pentagon-skjölin voru stærsta undantekningin. Með iðnvæðingunni fór að tíðkast að heilu gagnasöfnin yrðu afhjúpuð.
Meðal stórra leka má nefna Snowden-skjölin (sem sönnuðu stórfellt eftirlit bandaríkjastjórnar með nær öllu mannkyninu), Climategate- skjölin (sem voru um margt misskilin) og Stratfor-lekinn (sem sýndi ótrúlega spillingu meðal ráðgjafa herveldisins). Það eru miklu fleiri minni lekar líka, frá upplýsingaleka úr leyniþjónustu Aserbaídsjans yfir í Lánabók Kaupþings.
Það sem sameinar þetta allt er sá skilningur að þessi gögn eiga erindi við almenning. Það færi enginn heilvita maður að leka öllum sjúkraskrám lands. Þær koma almenningi ekki við. En upplýsingar um að forsætisráðherra Íslands eða forseti Rússlands sé að fela miklar eignir - það er augljóslega fyrir almenning að vita.
En hvar endar þetta?
Eðlilegast væri að samfélagið þróist og þroskist. Að leyndarmál yfirstéttarinnar og stjórnmálanna hætti af vera leyndarmál.
Þetta krefst bæði betri laga sem tryggja gagnsæi, meiri alþjóðasamvinnu um að loka á ýmsa felustaði, og betri verndar fyrir fólk eins og Edward Snowden og Chelsea Manning, sem leggja líf sitt í hættu til að upplýsa almenning um afbrot.
Þetta þarf yfir alla að ganga. Á þriðjudaginn hrósaði Barack Obama Bandaríkjaforseti þeim sem komu að Panama-skjölunum. Á meðan sat Chelsea Manning í fangelsi og Edward Snowden í útlegð, bæði fyrir sambærilegar uppljóstranir.
Hræsnin bergmálaði um heim allan.
Stuttu síðar birtist frétt sem sýndi að CIA var að nota sömu aflandseyjar og Sigmundur Davíð til að fela eignir, stunda peningaþvætti, og auðga útsendara sína. Þá hefur verið kátt í Hvíta húsinu, gæti ég trúað.
Á sama tíma var Sergey Peskov, blaðamannafulltrúi Vladimir Putins, að sverja af sér aflandseignir sínar og fullyrða að þetta væri nú bara allt eitt allsherjar samsæri Vesturlanda gegn Rússlandi. Hann segir þetta raunar um nákvæmlega allt sem fréttist af misgjörðum Putins.
Gagnsæi hefur þann tilgang að tryggja að fólk geti ekki misnotað völd sín eða aðstöðu í óþökk samfélagsins. Greitt aðgengi að upplýsingum gerir almenningi kleift að taka betri ákvarðanir. En gagnsæi verður fyrr eða síðar að hætta að vera eitthvað sem kemur örsjaldan og þá í stórum skömmtum, ef vel á að vera.
Það er á ábyrgð allra að veita nægt aðhald þeim sem eru valdameiri í samfélaginu, að heimta að allt sé uppi á borðum.
Ef við viljum raunverulegt lýðræði er ekkert annað í boði en að auka á gagnsæið, og hætta að refsa þeim sem leggja allt í sölurnar fyrir það.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Smári McCarthy
Afhjúpum samfélagið okkar

Smári McCarthy skrifar um stærstu leka sögunnar og hræsnina sem þeir afhjúpa.

Mest lesið

1
Mögulegar mútur Paramount og áhrif Trumps á CBS
Fjölmiðlafyrirtækið CBS og móðurfyrirtæki þess Paramount hafa sætt gagnrýni undanfarið eftir að tilkynnt var um að framleiðslu spjallþáttar Stephen Colbert, Late Show, yrði hætt á næsta ári. Colbert hefur verið gagnrýninn á ríkistjórn Donald Trumps. Paramount hefur verið sakað um mögulegar mútur sem hagnast Trump.

2
Eitt stærsta bílaumboð Íslands í erlent eignarhald
Askja seld til alþjóðlegs risa.

3
Trump segir Obama sekan um landráð
Bandaríkjaforseti forðast umræðu um tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein með því að ógna Barack Obama með rannsókn og fangelsun.

4
Mjakast varla úr sporunum á Þingvöllum
Sex til átta þúsund manns ganga um Almannagjá á hverjum degi nú í júlí. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Þingvalla, segir áform um að stýra ferðamannastraumnum enn betur í bígerð. Þórir Sæmundsson leiðsögumaður segist varla hafa getað hreyft sig úr spori vegna mannmergðar á svæðinu.

5
Leiðtogar Noregs og Þýskalands ræddu eftirlit á hafinu við Ísland
Evrópuþjóðir ræða varnarsamstarf sín á milli.

6
Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
Fornbókasafnarinn Eyþór Guðmundsson segir mikilvægt að vernda þann menningararf sem liggur í íslenskum fornbókum. Það gerir hann með verkefninu Old Icelandic Books sem gengur út á að vekja áhuga hjá Íslendingum og ferðamönnum á bókunum og mikilvægi þeirra. Meðal þeirra bóka og handrita sem Eyþór hefur undir höndum eru Grettis saga, Jónsbók og tvö hundruð ára tilskipun til Alþingis frá fyrrum Danakonungi.
Mest lesið í vikunni

1
Sif Sigmarsdóttir
Fyrir hvern framdi stjórnarandstaðan pólitískt harakírí?
Hvað knúði stjórnarandstöðuna til að ganga gegn vilja þjóðarinnar af slíku offorsi?

2
Sagði „nei“ við einu frumvarpi ríkisstjórnarinnar
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokks, hvetur til samvinnupólitíkur og sagðist ekki taka þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar um veiðigjöld. Hún hefur greitt atkvæði með mun fleiri málum ríkisstjórnarinnar en á móti.

3
Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur?“
Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna eru „líklega bitrir“ og „einhver hefur komið illa fram við þá og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína,“ skrifar Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

4
Ásgeir Daníelsson
Hagnaður veiða og vinnslu og veiðigjaldið
Fyrrverandi forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar Seðlabanka Íslands telur að erfitt sé að rökstyðja þá fullyrðingu að sjávarútvegsfyrirtæki flytji hagnað frá útgerð til fiskvinnslu í ár til að lækka veiðigjöld eftir 2-3 ár.

5
Mögulegar mútur Paramount og áhrif Trumps á CBS
Fjölmiðlafyrirtækið CBS og móðurfyrirtæki þess Paramount hafa sætt gagnrýni undanfarið eftir að tilkynnt var um að framleiðslu spjallþáttar Stephen Colbert, Late Show, yrði hætt á næsta ári. Colbert hefur verið gagnrýninn á ríkistjórn Donald Trumps. Paramount hefur verið sakað um mögulegar mútur sem hagnast Trump.

6
Eitt stærsta bílaumboð Íslands í erlent eignarhald
Askja seld til alþjóðlegs risa.
Mest lesið í mánuðinum

1
Sif Sigmarsdóttir
Sendillinn sem hvarf
Er „verðmætasta“ starfsfólkið raunverulega verðmætasta starfsfólkið?

2
Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra
Launahæsti forstjórinn í íslensku Kauphöllinni stýrir fyrirtæki sem hefur tapað tugum milljarða frá stofnun. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forstjóra þegar kemur að tekjum en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tíföld meðallaun á íslenskum vinnumarkaði.

3
Hann var búinn að öskra á hjálp
Hjalti Snær Árnason hvarf laugardaginn 22. mars. Foreldrar hans lásu fyrst um það í fréttum að hans væri leitað í sjónum, fyrir það héldu þau að hann væri bara í göngutúr. En hann hafði liðið sálarkvalir, það vissu þau. Móðir Hjalta, Gerður Ósk Hjaltadóttir, lýsir því hvernig einhverfur sonur hennar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veiktist svo mikið andlega að þau voru byrjuð að syrgja hann löngu áður en hann var dáinn.

4
Brutu gegn siðareglum í máli Ásthildar Lóu
RÚV og Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn Ásthildi Lóu Þórsdóttur ráðherra í umfjöllun um son hennar og samskipti við barnsföður. Siðanefnd Blaðamannafélagsins vísaði hins vegar frá öllum kröfum ráðherra nema einni.

5
Segja fráfarandi stjórnarmann hafa dregið sér 3 milljónir
Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins útskýrir í tölvupósti til flokksmanna hvers vegna þrír úr fyrri forystu flokksins hafa verið kærðir. Átök eru boðuð á fundi Vorstjörnunnar síðdegis í dag.

6
Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Þrátt fyrir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fá greitt þingfararkaup þegar Alþingi er slitið og fram til 9. september ef varaþingmaður hennar tekur þá við eins og stendur til.
Athugasemdir