Undanfarið hef ég verið viðriðinn rannsókn á stærsta leka trúnaðargagna sem hefur átt sér stað, sem afhjúpar stórfellda spillingu þvert í gegnum ríkisstjórnir heimsins, viðskiptalífið, og allt. Niðurstöðurnar eru sláandi. Þær eru líka vel þekktar.
Þetta er annar stóri lekinn sem ég kem að með beinum hætti. Sá fyrri kom til af því að Chelsea Manning ákvað að afhjúpa skyldi tugi þúsunda stríðsglæpa og ýmislegt annað í leiðinni.
Sá leki var upphafið að iðnvæðingu upplýsingaleka. Lekar höfðu fram að því átt sér stað í smáum skömmtum, örfá skjöl eða í mesta lagi nokkrir kassar. Pentagon-skjölin voru stærsta undantekningin. Með iðnvæðingunni fór að tíðkast að heilu gagnasöfnin yrðu afhjúpuð.
Meðal stórra leka má nefna Snowden-skjölin (sem sönnuðu stórfellt eftirlit bandaríkjastjórnar með nær öllu mannkyninu), Climategate- skjölin (sem voru um margt misskilin) og Stratfor-lekinn (sem sýndi ótrúlega spillingu meðal ráðgjafa herveldisins). Það eru miklu fleiri minni lekar líka, frá upplýsingaleka úr leyniþjónustu Aserbaídsjans yfir í Lánabók Kaupþings.
Það sem sameinar þetta allt er sá skilningur að þessi gögn eiga erindi við almenning. Það færi enginn heilvita maður að leka öllum sjúkraskrám lands. Þær koma almenningi ekki við. En upplýsingar um að forsætisráðherra Íslands eða forseti Rússlands sé að fela miklar eignir - það er augljóslega fyrir almenning að vita.
En hvar endar þetta?
Eðlilegast væri að samfélagið þróist og þroskist. Að leyndarmál yfirstéttarinnar og stjórnmálanna hætti af vera leyndarmál.
Þetta krefst bæði betri laga sem tryggja gagnsæi, meiri alþjóðasamvinnu um að loka á ýmsa felustaði, og betri verndar fyrir fólk eins og Edward Snowden og Chelsea Manning, sem leggja líf sitt í hættu til að upplýsa almenning um afbrot.
Þetta þarf yfir alla að ganga. Á þriðjudaginn hrósaði Barack Obama Bandaríkjaforseti þeim sem komu að Panama-skjölunum. Á meðan sat Chelsea Manning í fangelsi og Edward Snowden í útlegð, bæði fyrir sambærilegar uppljóstranir.
Hræsnin bergmálaði um heim allan.
Stuttu síðar birtist frétt sem sýndi að CIA var að nota sömu aflandseyjar og Sigmundur Davíð til að fela eignir, stunda peningaþvætti, og auðga útsendara sína. Þá hefur verið kátt í Hvíta húsinu, gæti ég trúað.
Á sama tíma var Sergey Peskov, blaðamannafulltrúi Vladimir Putins, að sverja af sér aflandseignir sínar og fullyrða að þetta væri nú bara allt eitt allsherjar samsæri Vesturlanda gegn Rússlandi. Hann segir þetta raunar um nákvæmlega allt sem fréttist af misgjörðum Putins.
Gagnsæi hefur þann tilgang að tryggja að fólk geti ekki misnotað völd sín eða aðstöðu í óþökk samfélagsins. Greitt aðgengi að upplýsingum gerir almenningi kleift að taka betri ákvarðanir. En gagnsæi verður fyrr eða síðar að hætta að vera eitthvað sem kemur örsjaldan og þá í stórum skömmtum, ef vel á að vera.
Það er á ábyrgð allra að veita nægt aðhald þeim sem eru valdameiri í samfélaginu, að heimta að allt sé uppi á borðum.
Ef við viljum raunverulegt lýðræði er ekkert annað í boði en að auka á gagnsæið, og hætta að refsa þeim sem leggja allt í sölurnar fyrir það.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Smári McCarthy
Afhjúpum samfélagið okkar

Smári McCarthy skrifar um stærstu leka sögunnar og hræsnina sem þeir afhjúpa.

Mest lesið

1
Laugardagskvöld með Vítisenglum
Heimildin fékk að fara í gleðskap alræmdustu vélhjólasamtaka landsins, Hells Angels. Lögreglan hefur verið með gríðarlegan viðbúnað vegna veisluhaldanna.

2
Endurkoma Jóns Ásgeirs
Jón Ásgeir Jóhannesson er aftur orðinn stór á matvörumarkaði, fasteignamarkaði, í fjölmiðlum, ferðaþjónustu, tryggingum, áfengissölu, bensínsölu, lyfjum og stefnir á vöxt erlendis. Veldi hans og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, minnir á uppbygginguna fyrir bankahrun þegar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðlum en hlaut enga dóma í málaferlum sem fylgdu honum í meira en áratug.

3
„Við leyfum Íslandi að vera meðlimur“
Jens Stoltenberg, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nató, segir frá samtali hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta um Ísland.

4
Guðbjörg keypti Lýsi í hruninu á 235 milljónir sem nú er selt fyrir 30 milljarða
Verðmæti Lýsis hefur meira en hundraðfaldast frá því að núverandi forstjóri og stjórnarformaður misstu fyrirtækið frá sér í hruninu. Þau fá milljarða í vasann auk þess að verða meðal stærstu hluthfa Brims við sölu fyrirtækisins til útgerðarinnar.

5
Sif Sigmarsdóttir
Hvað eiga popúlistar sameiginlegt með snjallsímum?
Á meðan samfélagið rífst um nýjustu yfirlýsingu háværasta popúlistans yfirsést okkur skaðinn sem hlýst af aðferðafræðinni sjálfri, skipulagðri skautun sem er forsenda þess að popúlistar komist til valda.

6
Stefán Ingvar Vigfússon
Hættum að tala íslensku
Stefán Ingvar Vigfússon skrifar framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi.
Mest lesið í vikunni

1
Laugardagskvöld með Vítisenglum
Heimildin fékk að fara í gleðskap alræmdustu vélhjólasamtaka landsins, Hells Angels. Lögreglan hefur verið með gríðarlegan viðbúnað vegna veisluhaldanna.

2
Endurkoma Jóns Ásgeirs
Jón Ásgeir Jóhannesson er aftur orðinn stór á matvörumarkaði, fasteignamarkaði, í fjölmiðlum, ferðaþjónustu, tryggingum, áfengissölu, bensínsölu, lyfjum og stefnir á vöxt erlendis. Veldi hans og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, minnir á uppbygginguna fyrir bankahrun þegar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðlum en hlaut enga dóma í málaferlum sem fylgdu honum í meira en áratug.

3
„Það var enga vernd að fá“
„Við sitjum eftir í sorg, horfum yfir sögu sonar okkar og klórum okkur í höfðinu. Eftir stendur spurningin: Hvað gerðist?“ segir Hjörleifur Björnsson, en sonur hans, Hávarður Máni Hjörleifsson, svipti sig lífi þann 2. september, aðeins tvítugur. Feðgarnir voru báðir áhugamenn um tónlist, greindir með ADHD og glímdu ungir við fíkn, en eitt greindi þá að. Hávarður var brotinn niður af kerfi sem hann féll ekki inn í.

4
„Við leyfum Íslandi að vera meðlimur“
Jens Stoltenberg, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nató, segir frá samtali hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta um Ísland.

5
Guðbjörg keypti Lýsi í hruninu á 235 milljónir sem nú er selt fyrir 30 milljarða
Verðmæti Lýsis hefur meira en hundraðfaldast frá því að núverandi forstjóri og stjórnarformaður misstu fyrirtækið frá sér í hruninu. Þau fá milljarða í vasann auk þess að verða meðal stærstu hluthfa Brims við sölu fyrirtækisins til útgerðarinnar.

6
Eyþór hagnast af eignum
Eignasafn Eyþórs Arnalds gefur af sér þrátt fyrir erfiðleika.
Mest lesið í mánuðinum

1
Fjárfesti í íslenskum félögum eftir að Ásgeir varð seðlabankastjóri
Sjóður Helgu Viðarsdóttur, unnustu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, tók þátt í frumútboði Íslandsbanka árið 2021. Seðlabankinn sagði gengi krónu og vaxtaákvarðanir ekki hafa áhrif á sjóðinn, enda fjárfestingar sjóðsins erlendis. Veik króna gagnvart dollara kom „eins og bónus“ sagði Helga.

2
Efast að niðurfelling gjalda skili sér: „Ég treysti ekki olíufélögunum“
Þingmennirnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Árnason segjast ekki treysta olíufélögunum til að lækka verð samhliða hækkun kílómetragjalds.

3
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
Niðurstöður nýrrar skýrslu OECD um háskólamál sýna að brotthvarf er hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjum. Þá segir að tryggja þurfi að íslenskir háskólar standi jafnfætis öðrum OECD háskólum. „Þessar niðurstöður staðfesta að háskólamálin þurfa að njóta sérstakrar athygli,“ segir Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

4
Laugardagskvöld með Vítisenglum
Heimildin fékk að fara í gleðskap alræmdustu vélhjólasamtaka landsins, Hells Angels. Lögreglan hefur verið með gríðarlegan viðbúnað vegna veisluhaldanna.

5
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu manns sóttu um stöðu ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks. Þar af drógu þrír umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnbirtingu.

6
Viðsnúningur í fjölskyldufyrirtæki Guðrúnar
Kjörís, ísgerð í eigu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins, og systkina hennar, skilaði tæplega ellefu milljóna króna hagnaði árið 2024 eftir 41,5 milljóna tap árið áður. Viðsnúningnum er þakkað hagræðingu og nýjum vélbúnaði. Systurfélag hagnaðist um 7 milljónir.
Athugasemdir