Undanfarið hef ég verið viðriðinn rannsókn á stærsta leka trúnaðargagna sem hefur átt sér stað, sem afhjúpar stórfellda spillingu þvert í gegnum ríkisstjórnir heimsins, viðskiptalífið, og allt. Niðurstöðurnar eru sláandi. Þær eru líka vel þekktar.
Þetta er annar stóri lekinn sem ég kem að með beinum hætti. Sá fyrri kom til af því að Chelsea Manning ákvað að afhjúpa skyldi tugi þúsunda stríðsglæpa og ýmislegt annað í leiðinni.
Sá leki var upphafið að iðnvæðingu upplýsingaleka. Lekar höfðu fram að því átt sér stað í smáum skömmtum, örfá skjöl eða í mesta lagi nokkrir kassar. Pentagon-skjölin voru stærsta undantekningin. Með iðnvæðingunni fór að tíðkast að heilu gagnasöfnin yrðu afhjúpuð.
Meðal stórra leka má nefna Snowden-skjölin (sem sönnuðu stórfellt eftirlit bandaríkjastjórnar með nær öllu mannkyninu), Climategate- skjölin (sem voru um margt misskilin) og Stratfor-lekinn (sem sýndi ótrúlega spillingu meðal ráðgjafa herveldisins). Það eru miklu fleiri minni lekar líka, frá upplýsingaleka úr leyniþjónustu Aserbaídsjans yfir í Lánabók Kaupþings.
Það sem sameinar þetta allt er sá skilningur að þessi gögn eiga erindi við almenning. Það færi enginn heilvita maður að leka öllum sjúkraskrám lands. Þær koma almenningi ekki við. En upplýsingar um að forsætisráðherra Íslands eða forseti Rússlands sé að fela miklar eignir - það er augljóslega fyrir almenning að vita.
En hvar endar þetta?
Eðlilegast væri að samfélagið þróist og þroskist. Að leyndarmál yfirstéttarinnar og stjórnmálanna hætti af vera leyndarmál.
Þetta krefst bæði betri laga sem tryggja gagnsæi, meiri alþjóðasamvinnu um að loka á ýmsa felustaði, og betri verndar fyrir fólk eins og Edward Snowden og Chelsea Manning, sem leggja líf sitt í hættu til að upplýsa almenning um afbrot.
Þetta þarf yfir alla að ganga. Á þriðjudaginn hrósaði Barack Obama Bandaríkjaforseti þeim sem komu að Panama-skjölunum. Á meðan sat Chelsea Manning í fangelsi og Edward Snowden í útlegð, bæði fyrir sambærilegar uppljóstranir.
Hræsnin bergmálaði um heim allan.
Stuttu síðar birtist frétt sem sýndi að CIA var að nota sömu aflandseyjar og Sigmundur Davíð til að fela eignir, stunda peningaþvætti, og auðga útsendara sína. Þá hefur verið kátt í Hvíta húsinu, gæti ég trúað.
Á sama tíma var Sergey Peskov, blaðamannafulltrúi Vladimir Putins, að sverja af sér aflandseignir sínar og fullyrða að þetta væri nú bara allt eitt allsherjar samsæri Vesturlanda gegn Rússlandi. Hann segir þetta raunar um nákvæmlega allt sem fréttist af misgjörðum Putins.
Gagnsæi hefur þann tilgang að tryggja að fólk geti ekki misnotað völd sín eða aðstöðu í óþökk samfélagsins. Greitt aðgengi að upplýsingum gerir almenningi kleift að taka betri ákvarðanir. En gagnsæi verður fyrr eða síðar að hætta að vera eitthvað sem kemur örsjaldan og þá í stórum skömmtum, ef vel á að vera.
Það er á ábyrgð allra að veita nægt aðhald þeim sem eru valdameiri í samfélaginu, að heimta að allt sé uppi á borðum.
Ef við viljum raunverulegt lýðræði er ekkert annað í boði en að auka á gagnsæið, og hætta að refsa þeim sem leggja allt í sölurnar fyrir það.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Smári McCarthy
Afhjúpum samfélagið okkar

Smári McCarthy skrifar um stærstu leka sögunnar og hræsnina sem þeir afhjúpa.

Mest lesið

1
Sif Sigmarsdóttir
Til varnar siðlausum eiturpennum
Flest þeirra sem byrjuðu í blaðamennskunni á sama tíma og Sif Sigmarsdóttir eru löngu útskrifuð yfir í störf talsmanna og upplýsingafulltrúa og flytja nú sannleik þess sem borgar best.

2
Ný stjórn útgáfunnar
Hluthafar í Sameinaða útgáfufélaginu kusu nýja stjórn útgáfunnar á fundi sínum í vikunni.

3
Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
Pólskipti hafa átt sér stað í vestrænu varnarsamstarfi með skyndilegri stefnubreytingu Bandaríkjanna í utanríkismálum, segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur. Hætta geti steðjað að Íslandi en Bandaríkin hafi sýnt að þau séu óútreiknanleg og beri ekki virðingu fyrir leikreglum alþjóðakerfisins.

4
Hefur á tilfinningunni að kennaradeilan sé fangin í pólitískum hráskinnaleik
„Mér finnst ýmislegt ekki ganga upp í þessu máli,“ sagði barna- og menntamálaráðherra sem segist hafa það á tilfinningunni að kennaradeilan sé föst í pólitískum hráskinnaleik.

5
Stóra gallabuxnamálinu hvergi lokið
Þingmaður Viðreisnar, Jón Gnarr, komst í hann krappan þegar hann mætti til vinnu í bláum gallabuxum.

6
SÍS var andvíg tillögu sem Heiða Björg sagðist hlynnt en mætti ekki til þess að greiða atkvæði
Stjórn SÍS og samninganefnd var andvíg framlagningu innanhústillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilu sem var felld af sambandinu í gær. Nýr borgarstjóri segist hafa verið hlynnt henni, en mætti ekki til þess að greiða atkvæði með tillögunni.
Mest lesið í vikunni

1
Með hærri laun en mamma sem er kennari
Hrannar Ása Magnúsar læknanemi varð orðlaus þegar hann komst að því að hann var með hærri laun í sumarvinnunni sinni en mamma hans sem er kennari í fullu starfi.

2
Danskir húsgagnaframleiðendur í bobba
Danskir húsgagnaframleiðendur hafa ekki margt til að gleðjast yfir þessa dagana. Salan hefur dregist saman um tugi prósenta og betri tíð ekki í augsýn. Ungir kaupendur vilja ódýr húsgögn og notað er vinsælt.

3
Stefán Ingvar Vigfússon
Sannleikur
Stefán Ingvar Vigfússon fer yfir atburðarásina i stjórnmálunum í upphafi árs og spyr: „En getum við ekki bara talað um bókun 35?“

4
Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Eitt orð má aldrei nota á bráðamóttöku Landspítalans og það er orðið rólegt. Nánast um leið og Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir hefur orð á að það sé óvenju rólegt á næturvakt eina helgina dynja áföllin á. Hann hefur rétt komið manni til lífs þegar neyðarbjallan hringir á ný. Síðan endurtekur sama sagan sig.

5
195 þúsund óheimilar uppflettingar í sjúkraskrám
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var sektuð um fimm milljónir fyrir að veita tólf fyrirtækjum og stofnunum aðgang að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi.

6
Viljum bara fá sömu vexti og Færeyingar
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir venjulega íslenska neytendur ekki hafa val um annað en að borga þá háu raunvexti sem bankarnir hafa upp á að bjóða. 96 milljarða króna hagnaður þeirra á síðasta ári byggir að stærstum hluta á hreinum vaxtatekjum.
Mest lesið í mánuðinum

1
Þrettán rauðvínsflöskur
Í febrúar árið 2022 ákváðu tollverðir á Kastrup-flugvelli að skoða nánar tvær ferðatöskur með þrettán flöskum. Eigendur þeirra voru að koma til landsins með flugi og sögðu flöskurnar innihalda rauðvín. Annað kom á daginn þegar tapparnir voru skrúfaðir af.

2
Framkvæmdu fyrir 120 milljónir á Bessastöðum
Gaseldavél með ofni fyrir rúma hálfa milljón og innréttingar fyrir 45,5 milljónir voru meðal kostnaðarliða í 120 milljóna króna framkvæmdum á heimili forseta Íslands á Bessastöðum nýverið. Kostnaðurinn fór 40 prósent fram úr áætlunum.

3
Ólöf Tara látin eftir áralanga baráttu gegn ofbeldi: „Svo óbærilegt“
Baráttukonan Ólöf Tara lést í fyrrinótt. Henni hefur í kvöld verið þökkuð barátta hennar gegn kynbundnu ofbeldi undir merkjum samtakanna Öfga.

4
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Í minningu hennar - og þeirra sem létust af völdum ofbeldis
Hversu margar konur eru ásættanlegur fórnarkostnaður, hversu mörg líf í viðbót, þarf til að kynbundið ofbeldi sé tekið alvarlega?

5
Með hærri laun en mamma sem er kennari
Hrannar Ása Magnúsar læknanemi varð orðlaus þegar hann komst að því að hann var með hærri laun í sumarvinnunni sinni en mamma hans sem er kennari í fullu starfi.

6
Stóðu heiðursvörð við útför Ólafar Töru
Fjöldi fólks stóð heiðursvörð við Grafarvogskirkju í dag þegar Ólöf Tara Harðardóttir var jarðsungin. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti Alþingis voru meðal þeirra sem vottuðu henni virðingu sína.
Athugasemdir