Undanfarið hef ég verið viðriðinn rannsókn á stærsta leka trúnaðargagna sem hefur átt sér stað, sem afhjúpar stórfellda spillingu þvert í gegnum ríkisstjórnir heimsins, viðskiptalífið, og allt. Niðurstöðurnar eru sláandi. Þær eru líka vel þekktar.
Þetta er annar stóri lekinn sem ég kem að með beinum hætti. Sá fyrri kom til af því að Chelsea Manning ákvað að afhjúpa skyldi tugi þúsunda stríðsglæpa og ýmislegt annað í leiðinni.
Sá leki var upphafið að iðnvæðingu upplýsingaleka. Lekar höfðu fram að því átt sér stað í smáum skömmtum, örfá skjöl eða í mesta lagi nokkrir kassar. Pentagon-skjölin voru stærsta undantekningin. Með iðnvæðingunni fór að tíðkast að heilu gagnasöfnin yrðu afhjúpuð.
Meðal stórra leka má nefna Snowden-skjölin (sem sönnuðu stórfellt eftirlit bandaríkjastjórnar með nær öllu mannkyninu), Climategate- skjölin (sem voru um margt misskilin) og Stratfor-lekinn (sem sýndi ótrúlega spillingu meðal ráðgjafa herveldisins). Það eru miklu fleiri minni lekar líka, frá upplýsingaleka úr leyniþjónustu Aserbaídsjans yfir í Lánabók Kaupþings.
Það sem sameinar þetta allt er sá skilningur að þessi gögn eiga erindi við almenning. Það færi enginn heilvita maður að leka öllum sjúkraskrám lands. Þær koma almenningi ekki við. En upplýsingar um að forsætisráðherra Íslands eða forseti Rússlands sé að fela miklar eignir - það er augljóslega fyrir almenning að vita.
En hvar endar þetta?
Eðlilegast væri að samfélagið þróist og þroskist. Að leyndarmál yfirstéttarinnar og stjórnmálanna hætti af vera leyndarmál.
Þetta krefst bæði betri laga sem tryggja gagnsæi, meiri alþjóðasamvinnu um að loka á ýmsa felustaði, og betri verndar fyrir fólk eins og Edward Snowden og Chelsea Manning, sem leggja líf sitt í hættu til að upplýsa almenning um afbrot.
Þetta þarf yfir alla að ganga. Á þriðjudaginn hrósaði Barack Obama Bandaríkjaforseti þeim sem komu að Panama-skjölunum. Á meðan sat Chelsea Manning í fangelsi og Edward Snowden í útlegð, bæði fyrir sambærilegar uppljóstranir.
Hræsnin bergmálaði um heim allan.
Stuttu síðar birtist frétt sem sýndi að CIA var að nota sömu aflandseyjar og Sigmundur Davíð til að fela eignir, stunda peningaþvætti, og auðga útsendara sína. Þá hefur verið kátt í Hvíta húsinu, gæti ég trúað.
Á sama tíma var Sergey Peskov, blaðamannafulltrúi Vladimir Putins, að sverja af sér aflandseignir sínar og fullyrða að þetta væri nú bara allt eitt allsherjar samsæri Vesturlanda gegn Rússlandi. Hann segir þetta raunar um nákvæmlega allt sem fréttist af misgjörðum Putins.
Gagnsæi hefur þann tilgang að tryggja að fólk geti ekki misnotað völd sín eða aðstöðu í óþökk samfélagsins. Greitt aðgengi að upplýsingum gerir almenningi kleift að taka betri ákvarðanir. En gagnsæi verður fyrr eða síðar að hætta að vera eitthvað sem kemur örsjaldan og þá í stórum skömmtum, ef vel á að vera.
Það er á ábyrgð allra að veita nægt aðhald þeim sem eru valdameiri í samfélaginu, að heimta að allt sé uppi á borðum.
Ef við viljum raunverulegt lýðræði er ekkert annað í boði en að auka á gagnsæið, og hætta að refsa þeim sem leggja allt í sölurnar fyrir það.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Smári McCarthy
Afhjúpum samfélagið okkar

Smári McCarthy skrifar um stærstu leka sögunnar og hræsnina sem þeir afhjúpa.

Mest lesið

1
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
Jón Óttar Ólafsson, einn þeirra sem stundaði njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson árið 2012, gaf út glæpasögu ári síðar þar sem aðalsöguhetjan er lögreglumaður sem stundar hleranir. Jón Óttar vann lengi fyrir Samherja, bæði á Íslandi og í Namibíu, en áður hafi hann verið kærður af sérstökum saksóknara, sem hann starfaði fyrir, vegna gruns um að stela gögnum.

2
Umfangsmiklar njósnir á vegum Björgólfs Thors
Fyrirtæki sem tveir lögreglumenn stofnuðu sinnti yfirgripsmiklum njósnum fyrir Björgólf Thor Björgólfsson árið 2012. Enn annar lögreglumaður var leystur frá vinnuskyldu sinni hjá lögreglunn í gær vegna gruns um njósnir.

3
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
Isavia segir leigubílstjóra, sérstaklega virkan á samfélagsmiðlum, hafa lagt starfsfólk flugvallarins í einelti – meðal annars með ásökunum í garð þess og nafnbirtingum á netinu. Hann hafi verið settur í ótímabundið bann vegna ógnandi og óviðeigandi framkomu. „Þetta er náttúrlega óþægilegt að mæta í vinnuna og verða svo fyrir áreiti,“ segir einn starfsmaður við Heimildina.

4
Ónefnd kona skrifar
Bréf frá brotaþola hópnauðgunar
Ofbeldi gerir ekki greinarmun á þolendum eða gerendum eftir uppruna þeirra. Réttlæti má ekki gera það heldur.

5
Kári hættur og farinn
Kári Stefánsson er hættur sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Í hans stað koma tveir stjórnendur sem báðir hafa starfað hjá fyrirtækinu lengi.

6
Sýknaður af nauðgun gegn barnabarni sínu
Karlmaður á áttræðisaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af kynferðisbrotum gegn dótturdóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að hafa nauðgað henni tvisvar með fjögurra ára millibili. Bæði brotin áttu að hafa átt sér stað meðan dótturdótturin var í pössun hjá afa sínum.
Mest lesið í vikunni

1
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
Bogi Ágústsson hefur birst landsmönnum á skjánum í yfir fjóra áratugi og flutt Íslendingum fréttir í blíðu og stríðu. Hann segir heiminn hafa breyst ótrúlega mikið til batnaðar á þessum árum en því miður halli á ógæfuhliðina í rekstri fjölmiðla á Íslandi. Af öllum þeim atburðum sem hann hefur sagt fréttir af lögðust snjóflóðin fyrir vestan árið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóðinu á Flateyri.

2
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
Jón Óttar Ólafsson, einn þeirra sem stundaði njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson árið 2012, gaf út glæpasögu ári síðar þar sem aðalsöguhetjan er lögreglumaður sem stundar hleranir. Jón Óttar vann lengi fyrir Samherja, bæði á Íslandi og í Namibíu, en áður hafi hann verið kærður af sérstökum saksóknara, sem hann starfaði fyrir, vegna gruns um að stela gögnum.

3
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, stendur við grein um hópnauðgun hælisleitenda og staðfestir að grunnurinn að greininni sé Facebook-færsla sem kona birti um helgina. Önnur kona er merkt í færslunni – hún tengist málinu ekki neitt en hefur heyrt í fólki sem telur að hún hafi orðið fyrir hópnauðgun.

4
Gengst við ofbeldi en sagðist hafa verið fjarri föður sínum
Tæplega þrítug kona sem situr í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa orðið föður sínum að bana neitar sök. Hún hefur þó gengist við atvikalýsingum að hluta, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, en segist ekki hafa verið nálægt föður sínum þegar hann dó.

5
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu: „Þeir lugu upp á mig rasisma“
Meðal þeirra leigubílstjóra sem hefur verið meinaður aðgangur að leigubílastæðinu á Keflavíkurflugvelli er Friðrik Einarsson eða Taxý Hönter. Hann segir ástæðuna vera upplognar kvartanir, meðal annars um að hann sé rasisti. Karim Askari, leigubílstjóri og framkvæmdastjóri Stofnunar múlisma á Íslandi, segir Friðrik hafa áreitt sig og aðra bílstjóra.

6
Sif Sigmarsdóttir
Óðs manns æði
Nei, hvur andskotinn: Skúli er í Marokkó. Ég sem er bara að fara til Tene. Ég bæti Marokkó á „to-do“ listann meðan ég lifi í núinu.
Mest lesið í mánuðinum

1
Sjónarvitni sáu dóttur beita aldraða foreldra miklu ofbeldi
Tvö sjónarvitni sem Heimildin ræddi við sáu konu beita báða foreldra sína ofbeldi áður en hún var handtekin vegna gruns um að hafa banað föður sínum. Konan, sem er 28 ára gömul, situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að faðir hennar fannst látinn á heimili fjölskyldunnar á Arnarnesinu í Garðabæ.

2
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
Bogi Ágústsson hefur birst landsmönnum á skjánum í yfir fjóra áratugi og flutt Íslendingum fréttir í blíðu og stríðu. Hann segir heiminn hafa breyst ótrúlega mikið til batnaðar á þessum árum en því miður halli á ógæfuhliðina í rekstri fjölmiðla á Íslandi. Af öllum þeim atburðum sem hann hefur sagt fréttir af lögðust snjóflóðin fyrir vestan árið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóðinu á Flateyri.

3
„Ég var bara glæpamaður“
„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyrir,“ segir Kristján Halldór Jensson, sem var dæmdur fyrir alvarlegar líkamsárásir. Hann var mjög ungur að árum þegar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leiðina út fyrr en áratugum síðar. Í dag fer hann inn í fangelsin til þess að hjálpa öðrum, en það er eina leiðin sem hann sér færa til þess að bæta fyrir eigin brot.

4
Tóku ekki í hönd hennar því hún var kvenprestur
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segist búa að því að önnur kona hafi rutt brautina á undan henni. Hún þekki þó vel mismunandi viðmót fólks gagnvart kven- og karlprestum. Þegar hún vígðist í Svíþjóð hélt stór hópur því fram að prestvígsla kvenna væri lygi.

5
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
Kona sem er á flótta frá Bandaríkjunum með son sinn sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fyrir Útlendingastofnun lýsti hún því hvernig hatur hafi farið vaxandi þar í landi gagnvart konum eins og henni – trans konum – samhliða aðgerðum stjórnvalda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orðið fyrir aðkasti og ógnunum. „Með hverjum deginum varð þetta verra og óhugnanlega.“

6
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
Jón Óttar Ólafsson, einn þeirra sem stundaði njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson árið 2012, gaf út glæpasögu ári síðar þar sem aðalsöguhetjan er lögreglumaður sem stundar hleranir. Jón Óttar vann lengi fyrir Samherja, bæði á Íslandi og í Namibíu, en áður hafi hann verið kærður af sérstökum saksóknara, sem hann starfaði fyrir, vegna gruns um að stela gögnum.
Athugasemdir