Aðilar frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, Vinnumálastofnun og vinnustaðaeftirliti verkalýðsfélaganna fundu í sameiginlegri aðgerð tvo starfsmenn að vinnu í Héðinshúsinu í vesturbæ Reykjavíkur 12. september sem ekki gátu gert grein fyrir sér. Við yfirheyrslu kom í ljós að hvorugur var með atvinnuleyfi, en annar þeirra stendur frammi fyrir brottvísun úr landi, og mögulega varanlegu endurkomubanni samkvæmt lögreglu.
Verkkaupandi er CenterHotels, en framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segist líta málið alvarlegum augum og að svona verði ekki liðið. Forsvarsmaður undirverktakans, sem bar ábyrgð á umræddum starfsmönnum, játar að hann hafi ekki ætlað að borga þeim laun, en það er meðal annars brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga sem fylgir allt að tveggja ára fangelsisvist. Hann segist hins vegar ekki hafa fengið nein viðbrögð frá CenterHotels eða öðrum yfirmönnum.
Athugasemdir