Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tveir handteknir við byggingu hótels í Vesturbænum

Tveir starfs­menn und­ir­verk­taka voru hand­tekn­ir af lög­reglu við Selja­veg í vest­ur­bæ Reykja­vík­ur í sept­em­ber, en þar er Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Upprisa ehf. að störf­um við að breyta hús­næð­inu í hót­el fyr­ir keðj­una Center­Hotels. Und­ir­verktak­inn ját­ar lög­brot.

Aðilar frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, Vinnumálastofnun og vinnustaðaeftirliti verkalýðsfélaganna fundu í sameiginlegri aðgerð tvo starfsmenn að vinnu í Héðinshúsinu í vesturbæ Reykjavíkur 12. september sem ekki gátu gert grein fyrir sér. Við yfirheyrslu kom í ljós að hvorugur var með atvinnuleyfi, en annar þeirra stendur frammi fyrir brottvísun úr landi, og mögulega varanlegu endurkomubanni samkvæmt lögreglu.

Verkkaupandi er CenterHotels, en framkvæmdastjóri hótelkeðjunnar segist líta málið alvarlegum augum og að svona verði ekki liðið. Forsvarsmaður undirverktakans, sem bar ábyrgð á umræddum starfsmönnum, játar að hann hafi ekki ætlað að borga þeim laun, en það er meðal annars brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga sem fylgir allt að tveggja ára fangelsisvist. Hann segist hins vegar ekki hafa fengið nein viðbrögð frá CenterHotels eða öðrum yfirmönnum.

Engin viðbrögð frá verkstjóra

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár