Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Svara því ekki hverjir frömdu verkfallsbrot hjá Mogganum

Eng­ar upp­lýs­ing­ar fást frá rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins um hverj­ir hafi skrif­að frétt­ir á vef Mbl.is á með­an á verk­falli blaða­manna stóð. Formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins seg­ir um verk­falls­brot að ræða hjá Mbl.is og RÚV og býst við að fara með mál­ið fyr­ir Fé­lags­dóm.

Svara því ekki hverjir frömdu verkfallsbrot hjá Mogganum
Morgunblaðið Ekki fengust upplýsingar um hverjir skrifuðu fréttir á vef Mbl.is í verkfallinu.

Ritstjórn Morgunblaðsins svarar ekki fyrirspurn um hverjir hafi skrifað fréttir á Mbl.is á meðan verkfall Blaðamannafélags Íslands stóð yfir frá klukkan 10 til 14 í dag. Á annan tug frétta birtist á vefnum á þessu tímabili.

„Það eru auðvitað bara blaðamenn sem vinna á vefmiðlum sem eiga að skrifa þessar fréttir og þeir lögðu niður störf þannig að þetta er hreint og klárt verkfallsbrot,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlunum Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi lögðu niður störf í fjóra tíma í dag vegna yfirstandandi kjaradeilu. Stór hluti blaðamanna RÚV eru í öðru félagi, Félagi fréttamanna, svo verkfallið hafði minni áhrif þar.

Svör fengust ekki frá ritstjórn Morgunblaðsins við fyrirspurn Stundarinnar um hverjir hafi skrifað frétt á vef Mbl.is. Vísað var á ritstjóra blaðsins en þeir voru á fundi samkvæmt skiptiborði. „Ég þykist vita hverjir þetta eru en ég ætla ekki að nafngreina þá,“ segir Hjálmar. „Ég er ekki að persónugera þetta, en það er óskiljanlegt að þetta skuli hafi gerst og menn gangi fram með þessum hætti og virði ekki eðlilegan rétt stéttarfélaga til að boða vinnustöðvun.“

„Ég þykist vita hverjir þetta eru en ég ætla ekki að nafngreina þá“

Hjálmar segist telja að ritstjórar eða aðrir starfsmenn utan félagsins megi ekki ganga inn í þessi störf á meðan verkfallið stendur yfir. „Þetta er frumréttur vinnandi fólks og það var tekist á um þetta í upphafi 20. aldarinnar,“ segir hann. „Ef hver sem er gæti gengið inn í þau störf sem eru lögð niður yrði verkfallsrétturinn einskis virði. Hann hefur hingað til verið virtur á Íslandi. Hér er um að ræða sanngjarnar og lágar kröfur.“

Hjálmar segir að hvað RÚV varðar hafi verið gengið í störf fastra starfsmanna og því um verkfallsbrot þar einnig að ræða. „Það eru tvö stéttarfélög með tækni- og myndatökumenn innan sinna vébanda, Rafiðnaðarsambandið og Blaðamannafélagið. Við gerum ekki athugasemdir við að fastráðnir félagar í Rafiðnaðarsambandinu vinni sína vinnu, við höfum ekki valdboð yfir þeim. Við erum að fara yfir þetta með okkar lögfræðingi og munum væntanlega fara með þessi brot fyrir Félagsdóm,“ segir Hjálmar.

Verkfallið er það fyrsta sem fer fram á netmiðlum. Efni kemur inn á vefina með ýmsum hætti og því í mörg horn að líta, að mati Hjálmars. „Ég hef því í þrígang skrifað fréttastjórum, yfirmönnum og framkvæmdastjórum fyrirtækjanna og óskað eftir því að við færum yfir framkvæmdina á verkfallinu og tækluðum möguleg ágreiningsefni áður en þau kæmu upp,“ segir Hjálmar. „Ég hef ekkert svar fengið nema frá Sýn, þar sem allt fór fram til fyrirmyndar. Og ég veit ekki annað en á Fréttablaðinu hafi það verið með sama hætti.“

Stundin, Kjarninn og Birtingur hafa þegar náð samningum við Blaðamannafélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár