Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýja íslenska flugfélagið gefur þúsund flugmiða og leitar starfsfólks

Arftaki WOW air, sem hafði vinnu­heit­ið WAB-air, hef­ur feng­ið nafn­ið PLAY. Flug­fé­lag­ið leit­ar að fjölda starfs­fólks, með­al ann­ars „bros­andi fluglið­um“, „mark­aðs­gúru“, „sölu­séní“, „talnag­löggv­ara“, gjald­kera og „leik­fé­lög­um“ til að „breyta ís­lenskri flug­sögu“.

Nýja íslenska flugfélagið gefur þúsund flugmiða og leitar starfsfólks

„Komdu út að leika með okkur! Sala hefst í nóvember. Við gefum 1000 miða!“ segir á heimasíðu nýs íslensks lággjaldaflugfélags, sem kynnt var í morgun undir heitinu PLAY.

Félagið hafði áður vinnuheitið WAB-air (We Are Back) og var stofnað af fyrrverandi starfsmönnum WOW air. Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi og forstjóri WOW air, óskaði stofnendum PLAY til hamingju í morgun. „Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga! Ég dáist að þrautsegju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika!!“

Meðal aðstandenda félagsins eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi flugstjóri og yfirmaður hjá WOW air, Sveinn Ingi Steinþórsson, fyrrverandi yfirmaður á sviði viðskiptagreindar og fjárhagsgreininga WOW air og áður starfsmaður Air Atlanta, Jónína Guðmundsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri mannauðssviðs WOW air, og Daníel Snæbjörnsson, áður verkefnastjóri hjá WOW air, með meistaragráðu í flugumferðarstjórnun.

Flogið fyrst til Evrópu

Í tilkynningu frá félaginu eftir blaðamannafund í Perlunni í morgun kom fram að flogið verði til Evrópu í vetur en að til standi að bæta við flugi til Norður-Ameríku „á komandi vormánuðum“. 

Forstjóri PLAY er Arnar Már Magnússon. Flugfélagið leitar nú að starfsfólki, samkvæmt tilkynningu félagsins. „Að baki PLAY stendur hópur fólks með víðtæka reynslu úr flugheiminum en margir starfsmenn PLAY hafa áður starfað hjá flugfélögum á borð við WOW air og Air Atlanta. Þá stendur til að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum bæði á skrifstofu félagsins og áhafnarmeðlimi.“

Þá kemur fram hjá PLAY að leigðar verði Airbus A320 vélar sem taka 200 manns í sæti. Vélarnar verði orðnar sex talsins næsta sumar, en þeim muni fjölga í tíu á þremur árum ef áætlanir ganga eftir.

Markaðsstefna PLAY ber nokkurn keim af WOW air, þar sem félagið gerir út á leikgleði og gamansemi. Einkennisorð PLAY er „leikvöllur í háloftunum“. „Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og við leggjum mikla áherslu á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstætt verð,“ segir félagið.

Leita að fjölda starfsfólks

Í auglýsingu frá félaginu á vefsíðu þess, flyplay.com, er tiltekið að félagið leiti að „brosandi flugliðum“, bæði í sumar- og framtíðarstörf, leitað sé að forsöðumanni fjármáladeildar, „metnaðarfullum og öflugum stjórnanda með framúrskarandi samskiptahæfni og drifkraft til að leiða sölu- og markaðsmál PLAY“, „markaðsgúru“, „söluséní“, „talnaglöggvara“, gjaldkera og „leikfélaga“, en það síðastnefna er „jákvæður sölufulltrúi til að ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og netspjalli“, bæði í dagvinnu og hlutastarfi á kvöldin og um helgar. „Við viljum bæta í hópinn jákvæðu og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu,“ segir í lýsingu félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár