Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýja íslenska flugfélagið gefur þúsund flugmiða og leitar starfsfólks

Arftaki WOW air, sem hafði vinnu­heit­ið WAB-air, hef­ur feng­ið nafn­ið PLAY. Flug­fé­lag­ið leit­ar að fjölda starfs­fólks, með­al ann­ars „bros­andi fluglið­um“, „mark­aðs­gúru“, „sölu­séní“, „talnag­löggv­ara“, gjald­kera og „leik­fé­lög­um“ til að „breyta ís­lenskri flug­sögu“.

Nýja íslenska flugfélagið gefur þúsund flugmiða og leitar starfsfólks

„Komdu út að leika með okkur! Sala hefst í nóvember. Við gefum 1000 miða!“ segir á heimasíðu nýs íslensks lággjaldaflugfélags, sem kynnt var í morgun undir heitinu PLAY.

Félagið hafði áður vinnuheitið WAB-air (We Are Back) og var stofnað af fyrrverandi starfsmönnum WOW air. Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi og forstjóri WOW air, óskaði stofnendum PLAY til hamingju í morgun. „Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga! Ég dáist að þrautsegju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika!!“

Meðal aðstandenda félagsins eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi flugstjóri og yfirmaður hjá WOW air, Sveinn Ingi Steinþórsson, fyrrverandi yfirmaður á sviði viðskiptagreindar og fjárhagsgreininga WOW air og áður starfsmaður Air Atlanta, Jónína Guðmundsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri mannauðssviðs WOW air, og Daníel Snæbjörnsson, áður verkefnastjóri hjá WOW air, með meistaragráðu í flugumferðarstjórnun.

Flogið fyrst til Evrópu

Í tilkynningu frá félaginu eftir blaðamannafund í Perlunni í morgun kom fram að flogið verði til Evrópu í vetur en að til standi að bæta við flugi til Norður-Ameríku „á komandi vormánuðum“. 

Forstjóri PLAY er Arnar Már Magnússon. Flugfélagið leitar nú að starfsfólki, samkvæmt tilkynningu félagsins. „Að baki PLAY stendur hópur fólks með víðtæka reynslu úr flugheiminum en margir starfsmenn PLAY hafa áður starfað hjá flugfélögum á borð við WOW air og Air Atlanta. Þá stendur til að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum bæði á skrifstofu félagsins og áhafnarmeðlimi.“

Þá kemur fram hjá PLAY að leigðar verði Airbus A320 vélar sem taka 200 manns í sæti. Vélarnar verði orðnar sex talsins næsta sumar, en þeim muni fjölga í tíu á þremur árum ef áætlanir ganga eftir.

Markaðsstefna PLAY ber nokkurn keim af WOW air, þar sem félagið gerir út á leikgleði og gamansemi. Einkennisorð PLAY er „leikvöllur í háloftunum“. „Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og við leggjum mikla áherslu á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstætt verð,“ segir félagið.

Leita að fjölda starfsfólks

Í auglýsingu frá félaginu á vefsíðu þess, flyplay.com, er tiltekið að félagið leiti að „brosandi flugliðum“, bæði í sumar- og framtíðarstörf, leitað sé að forsöðumanni fjármáladeildar, „metnaðarfullum og öflugum stjórnanda með framúrskarandi samskiptahæfni og drifkraft til að leiða sölu- og markaðsmál PLAY“, „markaðsgúru“, „söluséní“, „talnaglöggvara“, gjaldkera og „leikfélaga“, en það síðastnefna er „jákvæður sölufulltrúi til að ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og netspjalli“, bæði í dagvinnu og hlutastarfi á kvöldin og um helgar. „Við viljum bæta í hópinn jákvæðu og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu,“ segir í lýsingu félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár