„Hvenær eigum við að ræða karlaslagsíðu íslenskra fjölmiðla?“ spyr Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Twitter færslu.
Rósa Björk gagnrýnir kynjahlutfallið á ritstjórnum íslenskra fjölmiðla. Bendir hún á að tveir karlmenn séu ritstjórar Morgunblaðsins, tveir karlmenn ritstjórar Fréttablaðsins, tveir karlmenn ritstjórar Kjarnans og að karlmaður sé ritstjóri Viðskiptablaðsins, auk þess sem allir blaðamenn þess séu karlkyns. Á Stundinni séu einn karlmaður og ein kona ritstjórar.
Þá bendir hún jafnframt á að á RÚV sé karlkyns útvarpsstjóri, þrír karlkyns dagskrárstjórar og einn kvenkyns fréttastjóri. Morgunþætti Rásar 1 sé stýrt af tveimur karlmönnum, en umsjón morgunþáttar Rásar 2 sé í höndum eins karlmanns og tveggja kvenna. Á Bylgjunni stýri tveir karlmenn morgunþættinum og tveir karlmenn síðdegisþættinum.
Í október var mikil …
Athugasemdir