Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Blaðamannafélagið fordæmir Íslandsbanka en Kvenréttindafélagið fagnar

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands seg­ir að hug­mynd­ir Ís­lands­banka séu „frá­leit­ar“ og þjóni ekki hags­mun­um jafn­rétt­is­bar­áttu. Kven­rétt­inda­fé­lag­ið er hins veg­ar á önd­verð­um meiði og fagn­ar fram­taki bank­ans.

Blaðamannafélagið fordæmir Íslandsbanka en Kvenréttindafélagið fagnar
Á öndverðum meiði Þau Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannarélags Íslands, og Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands eru alls ekki á sama máli þegar kemur að ákvörðun Íslandsbanka um að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum þar sem afgerandi kynjahalla er að finna. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans, hefur greint frá því að bankinn sé aðeins að vinna eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Blaðamannafélag Íslands segir hugmyndir Íslandsbanka um að hætta viðskiptum við þá fjölmiðla þar sem afgerandi kynjahalli ríkir séu „fráleit aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla“ og þjóni ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar. Á sama tíma fagnar Kvenréttindafélag Íslands áformum Íslandsbanka og segja að með því að stíga markviss skref í átt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sé bankinn að leggja sitt af mörkum til að auka jarnfrétti kynjanna.

„Er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna“

Mikill styr hefur staðið um þá ákvörðun Íslandsbanka, sem Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri bankans greindi frá í skoðanapistli 21. október síðastliðinn, að kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Raunar skrifaði Edda einnig að bankinn forðaðist að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylli herbergin einungis af karlmönnum. Þessi stefnumörkun er hluti af innleiðingu fjögurra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hefur tekið upp og er að vinna eftir.

Sigmundur og Bjarni áhyggjufullir

Segja má að umræða um þessa ákvörðun bankans hafi sprungið út í gær, meðal annars með því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins átti orðastað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu og hefur markað bankanum eigendastefnu. Sagði Bjarni að honum kæmu áætlanir bankans spánskt fyrir sjónir, að það væri að sjá ákveðinn tvískinnungshátt í því að bankinn hyggðist aðeins koma stefnu af þessu tagi í framkvæmd á útgjaldahliðinni en ekki á tekjuhliðinni og velti fyrir sér hvar bankinn hyggðist draga mörk. Sigmundur sagði áformin „óhugnaleg“ og að þetta virtist vera einhvers konar markaðsbrella.

Áður beitt sér varðandi umhverfismál

Edda Hermannsdóttir svaraði fyrir þessar aðgerðir í gær og sagði í samtali við RÚV að ekki væri ætlunina að skipta sér af ritstjórnarstefnu fjölmiðla. Hins vegar hafi Íslandsbanki samþykkt markaðsstefnu þar sem unnið er eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það sé þekkt víða um heim að fyrirtæki nýti innkaup til góðs. Um sé að ræða hvatningu til fjölmiðla til að setja fleiri konur á dagskrá, sem starfsmenn eða viðmælendur. Áður hafi innkaup bankans verið notuð til að ná ákveðnum markmiðum í umhverfismálum, með því að velja umhverfisvænni valkosti, þá sem eru með minna kolefnisspor eða menga minna en aðrir valkostir. „Við ítrekum að við höfum engin afskipti af ritstjórnarstefnunni sjálfri eða efnistökum fjölmiðla,“ sagði Edda í samtali við RÚV. 

Segja að um aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði sé að ræða

Stjórn Blaðamannafélagsins sendi í dag frá sér ályktun þar sem segir að gera verði þá kröfu „til banka í eigu almennings“ að þar væri vandað betur til verka. Áformunum er lýst sem svo að þau séu „fráleit aðför Íslandsbanka að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla þjónar ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar“ og spurt hvort að bankinn muni ekki auglýsa í Vikunni vegna viðvarandi  kynjahalla á ritstjórn og í hópi viðmælenda eða hvort bankinn muni ekki auglýsa í Fiskifréttum vegna viðvarandi kynjahalla á ritstjórn og í hópi viðmælenda.   

„Hugmyndir Íslandsbanka í þessum efnum eru greinilega illa ígrundaðar“

„Það var raunar Vikan sem setti á dagskrá mögulegt mansal í íslensku samfélagi og viðkomandi blaðamaður mátti skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins til að fá réttingu mála sinna og tímaritið Ísafold mátti þola það að önnur af tveimur stærstu smásölukeðjum landsins neitað að dreifa blaðinu vegna umfjöllunar um nektardansstaði og þá starfsemi sem þar færi fram!“ segir í ályktuninni.

Ekki sé nýtt að fjársterkir og valdamiklir aðilar reyni að hafa áhrif á umfjöllunarefni fjölmiðla. Ömurlegt sé hins vegar að upplifa að fyrirtæki í eigu almennings hagi sér með þeim hætti. „Hugmyndir Íslandsbanka í þessum efnum eru greinilega illa ígrundaðar og hljóta að verða lagðar til hliðar.  Bankinn getur lagt jafnrétti lið með mörgum öðrum hætti.“

Skref í átt að auknu jafnrétti

Kvenréttindafélag Íslands sendi einnig frá sér ályktun í dag og kveður þar við nokkuð annan tón. Þar er áformum Íslandsbanka um að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki, fagnað. „Við fögnum framtaki þeirra að taka markviss skref í átt að aukinni umhverfisvernd og færa viðskipti sín yfir til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem ekki búa við afgerandi kynjahalla. Ef öll fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld leggjast saman á árar, er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna og tryggja framtíð komandi kynslóða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
5
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Þyngri og þyngri lóð gera erfiðleika lífsins yfirstíganlegri
7
Lífið

Þyngri og þyngri lóð gera erf­ið­leika lífs­ins yf­ir­stíg­an­legri

Rann­sókn­ir sýna að lyft­ing­ar geti haft í för með sér já­kvæð áhrif á and­lega heilsu og hjálp­að fólki sem hef­ur orð­ið fyr­ir áföll­um. Þessu hafa þjálf­ar­arn­ir Jakobína Jóns­dótt­ir og Evert Víg­lunds­son orð­ið vitni að. Þau segja að þeg­ar fólk sjái að það kom­ist yf­ir lík­am­leg­ar áskor­an­ir með því að lyfta geti það færst yf­ir á önn­ur svið lífs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
3
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
4
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár