Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslendingar mótmæli olíuvinnslu Norðmanna

Veð­ur­fræð­ing­ur­inn Ein­ar Svein­björns­son bend­ir á tví­ræðni í um­hverf­is­boð­skap Norð­ur­landa­þjóð­anna og spyr hvort Ís­lend­ing­ar hafi póli­tískt þor til að beita sér í mála­flokkn­um.

Íslendingar mótmæli olíuvinnslu Norðmanna
Olíuborpallur Nýtt svæði Norðmanna mun skila olíu sem við bruna losar jafn mikið og Noregur allur síðasta 21 ár. Mynd: Shutterstock

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir Íslendinga geta mótmælt olíuvinnslu Noregs og umhverfisáhrifum hennar á vettvangi Norðurlandaráðs. Slíkt mundi þó krefjast þess að við tækjum til í okkar eigin framlögum til loftslagsmála. Þetta skrifar hann í grein í Morgunblaðinu í dag.

Einar nefnir að Greta Thunberg hafi afþakkað umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. „Ég tók líka eftir því að í umfjöllun norskra fjölmiðla örlaði á tóni móðgunar þegar Greta lét þess getið að Norðmenn hefðu gefið út metfjölda olíuvinnsluleyfa og að nýjasta svæðið sem kennt er við Johan Sverdrup gæti framleitt olíu og gas til næstu 50 ára,“ skrifar Einar. „Á sinn raunsæislega hátt varpaði hún eiginlegri sprengju framan í forsætisráðherra allra Norðurlandaþjóðanna sem sátu alvörugefnir á fremsta bekk þegar hún bætti við að þess væru engin merki að nauðsynlegar breytingar væru fram undan. Á eftir klöppuðu allir settlega og hrósuðu Gretu litlu Thunberg fyrir hugrekkið. Þetta er málið, sennilega eru allar Norðurlandaþjóðirnar sekar um tvíræðni í loftslagsmálunum.“

Einar segir sömu tvíræðni gilda um Íslendinga. „Hér á landi forðast menn t.d. eins og heitan eldinn að gera upp gamlar syndir stóriðjunnar í losun koltvíildis eða hinn gríðarmikla umhverfiskostnað sem nýja „stóriðjan“ okkar, ferðaþjónustan, er völd að. Þess í stað er sjónum markvisst beint að litlum og sætum aðgerðum sem allir skilja, s.s. eins og að fella niður virðisaukaskatt á reiðhjólum eða auka grænkerafæði í mötuneytum skólabarna.“

„Þetta er málið, sennilega eru allar Norðurlandaþjóðirnar sekar um tvíræðni í loftslagsmálunum“

Einar segir siðferðislega þversögn vera til staðar hjá Norðmönnum, sem líti á sig í fararbroddi loftslagsmála en þéni stórar fúlgur fjár á olíu- og gasvinnslu. Hlutur Norðmanna sé um 2 prósent af heimsframleiðslunni og að losun vegna brennslu olíunnar frá nýja Sverdrup-svæðinu muni jafnast á við alla losun gróðurhúsalofttegunda í Noregi í 21 ár.

Einar SveinbjörnssonVeðurfræðingur bendir á að Íslendingar hafi ekki horfst í augu við umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar.

„Norðmenn að vinna olíu gætu aðrir auðveldlega dælt upp því sem annars vantaði fyrir óseðjandi markaðinn,“ skrifar hann. „Þeir klifa líka stöðugt á því að vinnslusvæðið sé umhverfisvænt því notast er við rafmagn ofan af landi við uppdælinguna. Það sé nær einstakt í heiminum í dag. Mörg fjölþjóðleg stórfyrirtæki í jarðefnaeldsneyti reyna hvað þau geta að rugla myndina, draga vísindin í efa, dreifa röngum áróðri o.s.frv. Norðmenn fara aðeins aðrar leiðir, en slá engu að síður ryki í augu fólks þegar þeir reyna að telja fólki heima fyrir trú um umhverfisvænan olíuiðnað. Og svo virðist sem landsmenn trúi fegrunaraðgerðunum og það hentar ágætlega sálarlífi norsku þjóðarinnar þessa dagana.“

Einar spyr hvort Íslendingar eigi að mótmæla þessari þróun í Norðurlandaráði. „Er réttlætanlegt að horfa þegjandi á ný og ný hafsvæði þar sem borað er eftir olíu í raun ekki svo ýkja langt frá okkur? Á sama tíma og streðað er við að ná markmiðum Parísarsamningsins! Innan Norðurlandasamstarfsins eigum við rödd og líka áhrif. Eins í norðurskautsráðinu. Þar sitja líka Bandaríkjamenn og Rússar við okkar borð. Við getum líkt og Svíar hér áður, sem mótmæltu kröftuglega hvalveiðum Íslendinga, beitt okkur meira á þessum vettvangi. Snýst vitanlega um pólitískt þor, en kannski ekki síður hvort við höfum efni á að setjast í slíkt hásæti dómarans í loftslagsmálum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár