Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Engar almenningssamgöngur frá Akureyrarflugvelli

Strætó á Ak­ur­eyri er gjald­frjáls en geng­ur ekki til og frá flug­vell­in­um. Jón Gn­arr seg­ir þetta vera grund­völl leigu­bíla­rekst­urs í bæn­um.

Engar almenningssamgöngur frá Akureyrarflugvelli
Akureyri Ekki er hægt að nýta almenningssamgöngur á milli bæjarins og flugvallarins. Mynd: Shutterstock

Strætisvagnar Akureyrar ganga ekki til og frá flugvelli bæjarins. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, vakti athygli á þessu á Twitter í síðustu viku. „Strætó á Akureyri er niðurgreiddur af bænum og gjaldfrjáls fyrir notendur,“ skrifaði Jón. „Ganga eða leigubíll er eina option fyrir flugfarþega og örugglega grundvöllur leigubílareksturs í bænum.“

Sex leiðir strætisvagna ganga á Akureyri og frítt er í þær allar, en engin þeirra gengur til og frá flugvellinum. Akureyrarflugvöllur er rúmum þremur kílómetrum fyrir utan miðbæ Akureyrar. Um 40 mínútur tekur að jafnaði að ganga þessa leið. Fimm bílaleigur hafa aðstöðu við flugvöllinn og leigubifreiðar eru til staðar á meðan áætlunarflug stendur yfir, samkvæmt vef Isavia.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Strætisvagna Akureyrar hafa vagnar aldrei gengið út á flugvöllinn, en engar upplýsingar fengust um ástæður þess. Leiðakerfið mun vera í endurskoðun um þessar mundir hjá umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár