Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Engar almenningssamgöngur frá Akureyrarflugvelli

Strætó á Ak­ur­eyri er gjald­frjáls en geng­ur ekki til og frá flug­vell­in­um. Jón Gn­arr seg­ir þetta vera grund­völl leigu­bíla­rekst­urs í bæn­um.

Engar almenningssamgöngur frá Akureyrarflugvelli
Akureyri Ekki er hægt að nýta almenningssamgöngur á milli bæjarins og flugvallarins. Mynd: Shutterstock

Strætisvagnar Akureyrar ganga ekki til og frá flugvelli bæjarins. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, vakti athygli á þessu á Twitter í síðustu viku. „Strætó á Akureyri er niðurgreiddur af bænum og gjaldfrjáls fyrir notendur,“ skrifaði Jón. „Ganga eða leigubíll er eina option fyrir flugfarþega og örugglega grundvöllur leigubílareksturs í bænum.“

Sex leiðir strætisvagna ganga á Akureyri og frítt er í þær allar, en engin þeirra gengur til og frá flugvellinum. Akureyrarflugvöllur er rúmum þremur kílómetrum fyrir utan miðbæ Akureyrar. Um 40 mínútur tekur að jafnaði að ganga þessa leið. Fimm bílaleigur hafa aðstöðu við flugvöllinn og leigubifreiðar eru til staðar á meðan áætlunarflug stendur yfir, samkvæmt vef Isavia.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Strætisvagna Akureyrar hafa vagnar aldrei gengið út á flugvöllinn, en engar upplýsingar fengust um ástæður þess. Leiðakerfið mun vera í endurskoðun um þessar mundir hjá umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár