Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Engar almenningssamgöngur frá Akureyrarflugvelli

Strætó á Ak­ur­eyri er gjald­frjáls en geng­ur ekki til og frá flug­vell­in­um. Jón Gn­arr seg­ir þetta vera grund­völl leigu­bíla­rekst­urs í bæn­um.

Engar almenningssamgöngur frá Akureyrarflugvelli
Akureyri Ekki er hægt að nýta almenningssamgöngur á milli bæjarins og flugvallarins. Mynd: Shutterstock

Strætisvagnar Akureyrar ganga ekki til og frá flugvelli bæjarins. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, vakti athygli á þessu á Twitter í síðustu viku. „Strætó á Akureyri er niðurgreiddur af bænum og gjaldfrjáls fyrir notendur,“ skrifaði Jón. „Ganga eða leigubíll er eina option fyrir flugfarþega og örugglega grundvöllur leigubílareksturs í bænum.“

Sex leiðir strætisvagna ganga á Akureyri og frítt er í þær allar, en engin þeirra gengur til og frá flugvellinum. Akureyrarflugvöllur er rúmum þremur kílómetrum fyrir utan miðbæ Akureyrar. Um 40 mínútur tekur að jafnaði að ganga þessa leið. Fimm bílaleigur hafa aðstöðu við flugvöllinn og leigubifreiðar eru til staðar á meðan áætlunarflug stendur yfir, samkvæmt vef Isavia.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Strætisvagna Akureyrar hafa vagnar aldrei gengið út á flugvöllinn, en engar upplýsingar fengust um ástæður þess. Leiðakerfið mun vera í endurskoðun um þessar mundir hjá umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár