Strætisvagnar Akureyrar ganga ekki til og frá flugvelli bæjarins. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, vakti athygli á þessu á Twitter í síðustu viku. „Strætó á Akureyri er niðurgreiddur af bænum og gjaldfrjáls fyrir notendur,“ skrifaði Jón. „Ganga eða leigubíll er eina option fyrir flugfarþega og örugglega grundvöllur leigubílareksturs í bænum.“
Sex leiðir strætisvagna ganga á Akureyri og frítt er í þær allar, en engin þeirra gengur til og frá flugvellinum. Akureyrarflugvöllur er rúmum þremur kílómetrum fyrir utan miðbæ Akureyrar. Um 40 mínútur tekur að jafnaði að ganga þessa leið. Fimm bílaleigur hafa aðstöðu við flugvöllinn og leigubifreiðar eru til staðar á meðan áætlunarflug stendur yfir, samkvæmt vef Isavia.
Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Strætisvagna Akureyrar hafa vagnar aldrei gengið út á flugvöllinn, en engar upplýsingar fengust um ástæður þess. Leiðakerfið mun vera í endurskoðun um þessar mundir hjá umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar. …
Athugasemdir