Í á fjórða áratug hefur Soffía Auður Birgisdóttir verið virkur gagnrýnandi íslenskra bókmennta. Hún hefur þar að auki gefið íslenskum skáldkonum sérstakan gaum og lagt sig eftir að rýna í verk þeirra, nokkuð sem margir kollega hennar hafa vanrækt, í það minnsta hér áður fyrr. Nýlega kom út á vegum Háskólaútgáfunnar bók hennar Maddama, kerling, fröken, frú en í henni er að finna 31 grein eftir Soffíu, þar sem rýnt er í kvenlýsingar íslenskra nútímabókmennta. Þannig varpar Soffía upp fjölbreyttri mynd af konum, í gegnum verk höfunda á borð við Halldór Laxness, Svövu Jakobsdóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur og marga fleiri.
Soffía fagnar sextugsafmæli sínu í ár. „Kannski var það afmælisgjöf til sjálfrar mín að gefa út hluta af þessum greinum sem ég hef skrifað um konur í bókmenntum og kvenlýsingar í bókmenntum. Þó að meirihluti þeirra fjalli um kvenrithöfunda eru þarna líka greinar um bækur eftir …
Athugasemdir